Feykir - 17.11.2011, Qupperneq 7
43/2011 Feykir 7
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR )
berqlindth@feykir.is
Elfa og Jón kokka
Fyllt lambafille aó
hætti húsbóndans
Elfa Björk Sturludóttir og Jón Bjarnason frá Blönduósi
urðu við áskorun Þorsteins og Hrefnu og buðu les-
endum til veislu. Þau skoruðu á Ingibjörgu Jónsdóttur
og Ingþór Kristmundsson á Gilá í Vatnsdal.
„í forrétt bjóðum við uppá sjávarréttasalat sem er svona
spari, spari, spari og er sá forréttur aðeins á boðstólnum á
aðfangadagskvöld. Aðalrétturinn er íyllt lambafille að hætti
húsbóndans og í eítirrétt er það jólaísinn sjálfur, Toblerone-
ís."
AÐALRÉTTUR
Sjávarréttasalat
fyrir 4-6
Intiihald
200gr. humar
200 gr. hörpuskel
200gr. rækjur
Smá edik
Salt
2-3 msk. majones
1 tsk. sykur
V2 tsk. karrý
2 stk. ananashringir
(skornir fínt)
1 msk. ananassafi
1-1 ‘/2 dós sýrður rjómi
1 rauttepli (flysjab og skorið
í litla bita)
1 tsk. kókosmjöl
Sítrónusafi
Salt ogpipar
Aromat
Aðferð
Humar, hörpuskel og rækjur
sett saman í pott, suðan látin
koma upp og smá edik og salt
sett út í. Majones, sykur, karrý,
ananas, ananassafi, sýrður
rjómi, epli, kókosmjöl, humar,
hörpuskel og rækjur sett saman
í skál og blandað varlega saman.
Kryddað með sítrónusafa, salti,
pipar og Aromat eftir smekk.
Mjög gott að bjóða uppá
nýbakaðar brauðbollur
með og einnig er gaman að
■K láaáfcM1"**1
skreyta forréttardiskinn með
salatblaði, rauðri papriku og
sjávarréttasalatinu.
AÐALRÉTTUR
Fyllt lambafille
fyrir 4-6
Innihald
4 stk. lambafille (ekki með
fiturönd)
V2 stk. piparostur (rifinn)
1/3 dolla skinkumyrja
V2 bakki sveppir
4 stk. hvítlauksgeirar
Aðferð
Lambafílle skorið í helming,
hníf stungið inn í og vasi búinn
til (gott að nota enda á sleif til
að búa til vasann). Sveppirnir
og hvítlauksgeirarnir skornir í
litla bita og steikt í olíu á pönnu.
Skinkumyrjan er sett í skál og
hrært upp í henni með skeið.
Piparosturinn skorinn í bita og
settur út í skinkumyrjuna ásamt
sveppunum og hvídauknum.
Öllu hrært saman og stungið
inn í vasann á kjötinu.
Steikið á pönnu við háan hita
og kryddið með salt og pipar,
setjið næst í eldfast mót og inn
í ofn við 180° í 20-25 mín.
Borið fram með heitri
rauðvíns- og rjómasveppasósu
eða sósu eftir smekk hvers og
eins og fersku salati með fetaosti
og furuhnetum. Einnig er
algjört gúmmelaði að skera
sætar kartöflur í litla bita og
setja í eldfast mót, strá salti
(helst Maldon salti) yfir ásamt
olíu og inn í ofn í rúma klst.
EFTIRRETTUR
Toblerone ís
fyrir 4-6
Innihald
5 eggjarauður
5 msk. sykur
150 gr. brœtt Toblerone
5 dl. þeyttur rjómi
100 gr.fínsaxað Toblerone
Aðferð
Eggjarauðurnar og sykurinn
eru þeytt vel saman í hrærivél
í 3-4 mínútur eða þar til
blandan er orðin ljós og létt.
150 gr. Toblerone er brætt
yfir vatnsbaði, kælt lítiliega
og helit út í eggjabiönduna í
mjórri buni. Öllu blandað vel
saman. Að lokum er þeytta
rjómanum blandað varlega
saman við með sleif.
Blöndunni er hellt í fallegt
mót og skreytt með söxuðu
Toblerone. ísinn þarf að vera
í a.m.k. fjórar klst. í frysti áður
en byrjað er að gæða sér á
honum.“
Verði ykkur að góðu!
Starfsemi meðferðarheimilis
fyrir unglinga í Skagafirði
spannar yfir 18 ár en það
var stofnsett árið 1993,
pólitísk ákvörðun til að
bregðast við ákveðnu
ástandi í þjóðfélaginu.
Fyrstu árin var það rekið að
Stóru Gröf í Staðarhreppi
og síðar á Bakkaflöt í
Lýtingsstaðarhreppi
en þróast í þá átt að
sveitarfélögin í Skagafirði,
sem þá störfuðu saman fyrir
sameiningu í héraðsnefnd,
byggja sérstaklega undir
þessa starfsemi.
Húsinu var valinn staður í
landi Garðhúsa í Seyluhreppi
og fékk nafnið Háholt og árið
1999 hefst starfsemin í nýju
húsnæði. Þetta var í fyrsta sinn
sem slíkt heimili á vegum
"TT2-',.I. .
Barnaverndarstofu var byggt
utan höfuðborgarsvæðisins en
mikil þekking og reynsla hafði
orðið til meðal heimamanna
sem nýttist til reksturs nýja
heimilisins. Hlutverk Háholts
er að taka við þeim nemendum
sem hafa glímt við hvað mestan
vanda og má segja að séu erf-
iðustu skjólstæðingar Barna-
verndarstofu hverju sinni.
f dag starfa á Háholti 17
manns í 13 stöðugildum en
skjólstæðingar sem kallaðir eru
nemendur eru fjórir til fimm
hverju sinni. Að sögn
forstöðumanna heimilisins
þeirra Ara J. Sigurðssonar og
Hinriks Más Jónssonar er
starfsmannaveltan lítil og er
það styrkur fyrir heimilið og
stafsemina. Ýmis afþreying og
tómstundastarf er sótt í næsta
nágrenni og er af mörgu að
taka og nýlega var gerður
samningur við Varmahlíðar-
skóla um að hann sjái um
bóklega kennslu sem áður var
sinnt af Brúarskóla í Reykja-
vík.
Strokiö aö heiman
Skýrt er kveðið á um það að
Háholt er rekið sem meðferðar-
heimili en eleki fangelsi og því
eru engir rimlar eða háir múrar
umhverfis það og tiltölulega
auðvelt að strjúka þaðan sé það
ætlun þeirra er þar búa.
Stundum kemur fyrir að
nemendur ákveða strok af
heimilinu og rata þær fregnir
oftast í fjölmiðla ef það tekst.
Þá vill sú umræða skapast í
samfélaginu að hætta sé á
ferðum fyrir aðra íbúa svæð-
isins sem hugsanlega geta orðið
fyrir barðinu á þeim. Ari og
Hinrik segja að þeir hafi meiri
áhyggjur af velferð nemend-
anna sem taki slíkar ákvarðanir
þar sem þau eru þá oft á ferð á
nóttunni, kannski í vondum
veðrum og reyna þá með
einhverjum hætti að verða sér
úti um far í höfuðborgina.
Stundum kemur fyrir að
bifreiðar eru teknar ófrjálsri
hendi og þá er það yfirleitt
bíleigandinn sem hefur ekki
hirt um að taka bíllyklana með
sér úr bílnum og hann ólæstur.
Þeir Ari og Hinrik benda á að
það sé sama hvort fólk sé statt í
101 Reykjavík, í sveitinni í
Skagafirði eða hvar sem er
annars staðar, að þá beri því að
læsa bílum sínum. Ofbeldi hafa
nemendur ekki sýnt fýrir utan
heimilið á þessum ferðum
sínum en vissulega beitt
starfsfólk þvingunum innan
heimilisins til að auðvelda sér
strokið. Reglur kveða á um að
starfsfólk Háholts er ekki
heimilt að þvinga nemendurna
til baka séu þeir komnir úr húsi
heldur hafa samband við lög-
reglu sem bregst við. Fyrr í
vetur var björgunarsveit kölluð
til aðstoðar við leit og segja þeir
Ari og Hinrik að það hafi verið
gert með hagsmuni einstakl-
ingsins í huga þar sem starfs-
menn Háholts bera ábyrgð á
lífi og limum nemendanna og
þótti ástæða til með tillit til
veðurs og myrkurs.
Þrátt fyrir að heimilið sé
ekki skilgreint sem lokuð deild
ríkir mikill agi og nemendurnir
njóta ekki sama frelsis og
jafnaldrar þeirra almennt gera.
Hvert sem þeir fara eða gera
utan heimilisins fylgir þeim
starfsmaður sem ber ábyrgð á
viðkomandi. Þessi agi og regla í
meðferðinni veitir mörgum
öryggistilfmningu og segja þeir
Ari og Hinrik að tvær til fjórar
vikur eftir að nemandi kemur í
Háholt sé hann búinn að átta
sig á því og nýtur þess. Á
þessum fýrstu vikum
meðferðarinnar eiga flest
strokin sér stað og áhættan
eykst ef fleiri en einn er á sama
róli hvað varðar komutíma. Ef
hægt er að stjórna innkomum
þannig að einstaklingar komi á
mánaðar millibili minnkar
áhættan enda eru þeir
nemendur sem lengur hafa
dvalið duglegir við að leiðbeina
þeim sem styttri vist eiga að
baki. Ari segir að þeir sem
lengraerukomnirímeðferðinni
séu búnir að átta sig á því í
flestum tilvikum að á Háholti
fá nemendur tækifæri til að
snúa lífi sínu til betri vegar
frekar en álíta að um refsingu
sé að ræða eins og þeir sem
skemur eru komnir vilja gera.
Hinrik segir að nemendur
hafi möguleika, þó misjafnt sé
hvort þau nýti hann, í þessu
umhverfi að hugsa sinn gang
og vinna í sínum málum.
-Hérna í okkar lokaða
umhverfi ná þeir heilsu og
tækifæri til að komast af stað í
námi og hugsanlega með
áhugamál og hafa vonandi
opnað augun gagnvart lífinu,
segir Hinrik. /PF