Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð. VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mér fannst vera kominn tími til að koma þessum verkum frá mér,“ segir Ólafur Jónsson saxófónleikari um geisladiskinn sem hann sendi frá sér á dögunum, hans fyrsta undir eigin nafni, og heitir einmitt Tími til kom- inn. Á diskinum eru níu lög þar sem Ólafur blæs sjálf- ur fagmannlega á tenórsaxinn, dyggilega studdur af Þorgrími bróð- ur sínum á kontrabassa, Ey- þóri Gunnarssyni píanóleikara og Scott McLemore trommuleikara. Ólafur hefur nú starfað sem saxó- fónleikari og kennari hér á landi í ald- arfjórðung eða allt síðan henn sneri heim úr námi í Boston og New York. Hann hefur starfað með Stórsveit Reykjavíkur frá árinu 1994 og jafn- framt með mörgum af fremstu tón- listarmönnum landsins; með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, á tónleikum og í upptökum, leikið í fjölda leiksýninga og inn á rúmlega 30 hljómdiska þar sem alls konar tónlist hefur skotið upp kollinum; djass, popp, rokk og klassík. Ólafur starfrækir hljómsveit- ina Jónsson & More ásamt Þorgrími og Scott McLemore og á diski sveit- arinnar, No Way Out sem kom út árið 2015, eru nokkur lög eftir Ólaf. Nýtir fjölskyldutengslin Um nýja diskinn, Tími til kominn, segir Ólafur að tónlistin á honum spanni hátt í tuttugu ár þó svo að flest verkanna séu samin á síðustu þremur árum. Um sé að ræða nýja íslenska djasstónlist sem sé bæði frjáls og hefðbundin. „Já, það var kominn tími til að slá í disk undir mínu eigin nafni, þótt ég hafi gegnum árin tekið þátt í allra- handa tónlistarverkefnum og þar á meðal ýmsum geisladiskum,“ segir Ólafur. „Svo varð ég líka fimmtugur á árinu og fannst það einnig ágætis til- efni …“ Hann brosir. „Það fór vel saman að ég var með útgáfutónleika á Jazzhátíð í haust og átti svo afmæli nokkrum dögum seinna.“ Hann segir að elstu lögin á disk- inum hafi hann byrjað að semja fyrir um tuttugu árum. „Þá vorum við Ást- valdur Traustason saman með hljóm- sveit sem hét því frumlega nafni Jazz- bræður og héldum tónleika á Jazzhátíð 1997. Við ákváðum fyrir þá að skipta prógramminu á milli okkar og sömdum báðir nokkur lög. Þau höfðu síðan legið í skúffunni hjá mér en þegar ég fór loksins að skoða þau aftur sá ég að hægt væri að nota alla- vega tvö þeirra. Síðan hef ég samið eitthvað í ýmsum prójektum öðru hvoru, til dæmis þegar við Haukur Gröndal settum á laggirnar hljóm- sveitina Jónsson/Gröndal Quintet ár- ið 2001, og svo fæddist restin af lög- unum á diskinum á síðustu þremur fjórum árum. Þá fannst mér líka kominn tími til að hljóðrita og koma þessu efni frá mér.“ – Þú leitar ekki langt eftir bassa- leikara í samstarfið, það er bróðir þinn Þorgrímur. „Það er satt, ég nýti fjölskyldu- tengslin alveg blygðunarlaust,“ svar- ar Ólafur og brosir. „Ég treysti hon- um best. Svo er Eyþór Gunnarsson á píanóinu – mér þótti það spennandi kostur. Þótt það sé ekkert rosalega langt á milli okkar í aldri var hann samt eitt af æskuídólunum í hljóm- sveitinni Mezzoforte; sú hljómsveit var ein af ástæðunum fyrir því að maður fór á sínum tíma að hlusta á djasstónlist. Við höfum spilað saman öðru hvoru og mér fannst mjög ánægjulegt að hafa hann með okkur, enda er Eyþór frábær músíkant og manneskja. Svo er Scott á trommunum en við Þorgrímur erum með honum í band- inu Jónsson & More. Það voru því hæg heimatökin að kalla í Scott, sem er frábær trommari.“ Stundum hæstánægður – Þú hefur leikið mikið af músík annarra, í Stórsveitinni og víðar. Finnst þér annars konar ábyrgð fel- ast í því að mæta í upptökur með sína eigin? „Já. Þá er maður með einhverjar fyrirfram hugmyndir í kollinum um hvernig þetta eigi að hljóma, þótt það breytist auðvitað eitthvað þegar hinir spilararnir koma að þessu. Stundum er maður hæstánægður með þá nálg- un, sem er alls ekki verri en maður var búinn að hugsa, en í öðrum til- fellum reynir maður að ýta músíkinni í þá átt sem maður vill að hún fari ef hún ratar ekki þangað strax. En í flestum tilvikum spilaðist þetta vel og ekki þurfti að taka neinar dramatískar ákvarðanir um það.“ – Sum laganna eru um ákveðnar upplifanir eða tímamót og þá eru líka minningarlög á diskinum. „Eitt lagið, sem heitir einmitt „Minning“, samdi ég ári eftir að afi minn dó árið 2000. Við vorum al- nafnar og miklir mátar. Um síðustu páska féll svo frá kær fjölskylduvinur og þá samdi ég annað lag sem er á diskinum, „Annar dagur páska“ heit- ir það, honum til heiðurs. Svo samdi ég lagið „Nýtt líf“ fyrir tuttugu árum, eftir að frumburðurinn fæddist!“ – Tekurðu upp hornið þegar þú semur eða sest við píanó? „Ég sest fyrst við píanóið, hnoða saman einhverjum hljómagangi og reyni svo að móta lagið út frá því.“ Djasslíf í þokkalegum blóma Þegar Ólafur er spurður út í líf djasstónlistarmannsins á Íslandi seg- ist hann einnig fást við kennslu. „Ég kenni við Tónlistarskóla FÍH og nýja menntaskólann MÍT sem var komið á laggirnar í haust. Svo hef ég kennt í Tónskóla Sigursveins, svo ég er í fullu starfi í kennslu. Síðan er ég bara að reyna að spila eins mikið og ég get – auk þess sem ég hef verið í forsvari fyrir djassklúbbinn Múlann og er ásamt fleirum í forsvari fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Það er í nógu að snúast.“ – Og hvað má segja um djasslífið á Íslandi um þessar mundir? „Það er ágætt,“ svarar hann. „Hér eru nokkrir staðir að spila á – þótt ég vildi gjarnan að þeir væru fleiri og að það væri borgaður aðgangseyrir. Mér finnst miður hvað frítt er á marga tónleikana en annars finnst mér djasslífið í þokkalegum blóma. Það hefur komið fram mikið af hæfi- leikafólki hér á landi á undanförnum árum og svo er fullt af flottum krökk- um í námi erlendis og þau eiga eftir að koma sterk hér inn.“ „Kominn tími til að koma þessum verkum frá mér“  Fyrsti geisladiskur Ólafs Jónssonar saxófónleikara undir eigin nafni kominn á markað Morgunblaðið/Hari Blásarinn „Það var kominn tími til að slá í disk undir mínu eigin nafni, þótt ég hafi gegnum árin tekið þátt í allrahanda tónistarverkefnum,“ segir Ólafur. Tillaga Mörtu Sigríðar Pétursdóttur menningar- og kynjafræðings varð fyrir valinu í samkeppni um tillögur að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2018. Var þetta í áttunda sinn sem sýningarstjórum var gefinn kostur á að senda inn tillögu að haustsýningu. Listráð Hafnarborgar fer ásamt forstöðumanni yfir umsóknir og velur vinnings- tillöguna ár hvert. Sýningartillaga Mörtu Sigríðar ber vinnutitilinn „Allra veðra von“ og fjallar um samband mannsins við veður. Þátttakendur í sýningunni starfa undir merkjum mynd- listarhópsins IYFAC sem hefur áður unnið að tveimur sýningum. Listamennirnir eru Halla Birgisdóttir, Ragn- heiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir. Allra veðra von í Hafnarborg Marta Sigríður Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.