Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 13
„Ég hef komið út og séð fjaðrir
úti um allt og sé þá sjálfan morð-
staðinn. Þeir eru klókir og kunna
sitt fag enda rándýr og í eðli þeirra
að veiða. Helst vildi ég að fólk héldi
þeim bara inni fyrir enda ekki nátt-
úruleg rándýr á þessu svæði,“ segir
Sigríður sem hefur allt annað við-
horf til ránfugla.
„Þeir eru hluti af náttúrunni og
eru að veiða sér til matar, ekki
skemmtunar eins og heimiliskett-
irnir. Hingað í garðinn kemur
stundum smyrill en þá sest hann í
stóra ösp hérna. Það er mjög áhuga-
vert að verða vitni að því. Allir smá-
fuglarnir frjósa og verða eins og
vaxstyttur og það verður hálfgerð
störukeppni milli þeirra og smyrils-
ins,“ segir hún en spurð um þessi
sérkennilegu viðbrögð telur Sigríð-
ur að þarna hafi hreyfing eitthvað
með málið að gera.
„Ég þori ekki að fullyrða neitt
en mig grunar að þetta tengist
hreyfingu. Ég hef séð smyrilinn
steypa sér hér niður í garðinn og þá
eru ofboðsleg læti og mikill hama-
gangur. Þetta er hins vegar bara
eðlilegur gangur náttúrunnar og við
verðum að virða það.“
Að lokum bendir hún á að allir
þeir sem vilja gleðja fuglana ættu að
skrá sig í fuglavinafélagið en þar er
hægt að fá afslátt af æti fyrir fugla
og leiðbeiningar.
Smáfuglar í körfu Gráþrestir, skógarþrestir og aðrir smáfuglar sækja í góðgæti í körfu undir eldhúsglugganum.
Smáfugl Auðnutittlingurinn vegur aðeins um fjórtán grömm.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Auðvelt er að lokka fugla í garðinn með
fóðrun allan ársins hring með góðu að-
gengi að bað- og drykkjarvatni. Á vefsíðu
Fuglaverndar, fuglavernd.is/verkefnin/
gardfuglar/fodrun-gardfugla, eru ýmis ráð
um fóðrun fugla:
Tittlingar og finkur Snjótittlingar,
auðnutittlingar og finkur eru fræætur sem
best er að gefa á fóðurpöllum eða hús-
þökum. Barrfinkur og auðnutittlingar éta
gjarnan úr hangandi fóðurdöllum. Snjótitt-
lingar kjósa að eta fræ (sólblómafræ og
allskonar finkukorn) af jörðinni eða kurl-
aðan maís þó þeir éti líka af fóðurpöllum.
Þrestir, starar Skógarþrestir, svart-
þrestir og starar eta skordýr og önnur smádýr en ber á haustin. Í vetr-
arhörkum leita þeir í æti sem menn bera út í garð og eru sólgnir í feit-
meti. Einnig þiggja þeir ávexti, t.d. epli, perur og rúsínur. Brauðmeti helst
blandað með matarolíu eða öðru feitmeti er líka vel þegið. Best er að
koma kræsingunum fyrir á fóðurpalli eða hengja upp í tré. Epli og perur
er best að skera í tvennt og stinga upp á greinarenda 1-2 metra frá jörðu.
Hrafnar Sumir gefa hrafninum, sérstaklega þegar snjór er yfir og erf-
itt að finna æti. Hrafninn borðar flest sem býðst og er sérstaklega sólg-
inn í fitu. Hægt að fá kjötafganga og tólg í betri kjötbúðum fyrir lítið.
Erlendir gestir Erlendar fuglategundir, t.d. gráþröstur, söngþröstur,
mistilþröstur, silkitoppa, glóbrystingur og hettusöngvari, halda sig
stundum vetrarlangt á Íslandi og eru þá oft háðar matargjöfum. Erlendu
þrestirnir hafa svipaðar matarvenjur og skógarþrestir og éta feitmeti,
ávexti og brauð. Silkitoppur eru sérhæfðar berjaætur og éta einkum
ávexti svo sem epli og perur. Glóbrystingar vilja helst fá brauðbita eða
kjötsag. Hettusöngvarar éta feitmeti og ávexti.
FUGLAVERND.IS
Skógarþröstur
Munið að gefa smáfuglunum
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, verður
gestur Bókasafns Seltjarnarness á fyrsta Bókmenntakvöldi
ársins 2018 kl. 19.30-20.30 í kvöld, þriðjudagskvöldið 9.
janúar. Blóðug jörð er þriðja og síðasta bók Vilborgar í þrí-
leik um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Bókin er sjálf-
stæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Ís-
lands. Hefst sagan árið 883 þegar veldi norrænna manna á
Bretlandseyjum riðar til falls og Auður Ketilsdóttir stendur
ein uppi, umkringd óvinum. Fyrri bækurnar tvær, Auður og
Vígroði, hlutu afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda
og var sú fyrri tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Allir velkomnir. Kaffi og meðlæti.
Vilborg
Davíðsdóttir
Endilega …
… mætið á fyrsta bókmenntakvöld ársins
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og velíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástSnickers vinnuföt í