Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is VWGOLF COMFORTLINE 4MOTION nýskr. 07/2015, ekinn 74 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 2.980 þkr. SPRENGIVERÐ 2.490 þkr. Raðnúmer 257174 MAZDA CX7 GRANDTOURING AWD Árg. 2007, ekinn 110 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.680 þkr. Sprengiverð 1.350 þkr. Raðnúmer 256335 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is VWTIGUAN SPORT& STYLE nýskr. 032015, ekinn 62 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 3.980 þkr. SPRENGIVERÐ 3.490 þkr. Raðnúmer 256500 HONDA JAZZ ELEGANCE nýskr. 05/2014, ekinn 42 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.790 þkr. SPRENGIVERÐ1.490 þkr. Raðnúmer 255735 FORD FOCUS TITANIUM STATION nýskr. 05/2014, ekinn 43 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.490 þkr. SPRENGIVERÐ 1.990 þkr. Raðnúmer 256481 3.490 þkr. 2.490 þkr. 1.350 þkr. 1.490 þkr. 1.990 þkr. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Meginmarkmið höfunda er að móta heilsteypt skipulag vist- legrar byggðar, fjölbreyttrar íþróttastarfsemi og almennrar úti- vistar í sátt við náttúru svæð- isins.“ Þannig segir m.a. í umsögn dómnefndar um vinningstillögu í framkvæmdasamkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. Fjór- ar tillögur bár- ust í samkeppn- inni og bar tillaga Arki- tektastofunnar Batterísins, Landslagsarki- tektastofunnar Landslags og Verkfræðistof- unnar Eflu sig- ur úr býtum. Svæðið sem rammaskipulagið mun ná til er um 145 hektarar að stærð. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að næsta verkefni sé að vinningshafar móti end- anlega tillögu að rammaskipulagi í samvinnu við bæjaryfirvöld í Garðabæ. Í beinu framhaldi af því verði farið í að deiliskipuleggja svæðið. Byrjað verði á að deili- skipuleggja svæði í Vetrarmýri undir skóla- og íþróttasvæði og reyna eigi að hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús með yf- irbyggðum knattspyrnuvelli í ár. Samkvæmt fjárhagsáætlun Garða- bæjar fyrir 2018 verður 300 millj- ónum króna varið til að hefja und- irbúning við byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Uppbygging á næstu árum Gunnar segir að jafnframt verði Hnoðraholtið deiliskipulagt sem íbúðabyggð en vestasti hluti þess byggðist fyrir 30 árum. „Af Hnoðraholti er glæsilegt útsýni til allra átta og þar sjáum við meðal annars fyrir okkur byggð á góðu og tiltölulega sléttu landi sem hentar t.d. fyrir lágreist einbýlis- hús, parhús og raðhús sem eft- irspurn er eftir. Vinningstillagan gerir síðan ráð fyrir því að næst skóla- og íþróttasvæði verði fjöl- býli sem skapar möguleika á íbúð- um fyrir ungar barnafjölskyldur. Við viljum geta byrjað að út- hluta lóðum í Hnoðraholti og hefja framkvæmdir þar sem fyrst, en svæðið er eitt flottasta bygging- arland á höfuðborgarsvæðinu. Síð- an verður svæðið allt, það er holtið og hlíðin, tekið til uppbyggingar á næstu árum,“ segir Gunnar. Á heimasíðu Garðabæjar segir að uppbygging Vífilsstaðahverfis sé hafin. „Á næstu árum mun þar rísa glæsilegt íbúðahverfi sem hringar sig um golfvöll, skólasvæði og íþróttasvæði og við jaðar frið- lýstra svæða og skógræktarsvæða. Byggðin verður um leið miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með góðar tengingar við meginsamgönguæð- ar. Í nýju aðalskipulagi Garðabæjar er gert ráð fyrir að svæði Vetrar- mýrar, Hnoðraholts og Vífilsstaða verði eitt skólasvæði með 1.200- 1.500 íbúðum. Gunnar segir hugsanlegt að einingarnar verði heldur fleiri. Samkvæmt áætlunum verða skólabyggingar á svæðinu 6.650 fermetrar og knatthús 9.000 fermetrar. Samningur við ríkið forsendan Vorið 2017 var undirritaður samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum af ríkissjóði. Um var að ræða alls 202,4 hektara sem að hluta til var viðfangsefni samkeppninnar nú. Gunnar segir að þessi kaup hafi verið forsenda þess að hægt hafi verið að skipu- leggja svæðið með byggingaráform í huga. Í samningnum voru und- anskildar allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóð- arleigusamningar um eignirnar, samkvæmt því sem fram kom í fréttum síðasta vor. Hann segir að þegar deiliskipu- lag fyrir skóla- og íþróttasvæði liggi endanlega fyrir komi í ljós hvort og þá hversu mikið af að- stöðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fari undir mannvirki. Þá geti verið að samhliða uppbygg- ingunni í Vetrarmýri þurfi bæj- arfélagið að gera golfbrautir í stað þeirra sem hugsanlega fara undir skóla og fjölnota íþróttahús. Sam- kvæmt rammaskipulaginu færist golfvöllurinn að hluta til suðaust- urs, í átt að Vífilsstaðavatni og verða nokkrar brautir nálægt vatn- inu, eins og sjá má á kortinu. Breyting á vegakerfi Í umsögn um vinningstillöguna segir að heildarvegakerfi sé nokk- uð vel leyst út frá hæðarlegu og umferðarskipulagi. Vífils- staðavegur er framlengdur upp fyrir golfvöllinn í hlíðum Smala- holts að Leirdalsopi sem aðalteng- ing í gegnum svæðið og Elliða- vatnsvegur er færður ofar og fjær vatninu, í skarðið milli Smalaholts og Skyggnisholts. „Útfærslur þessara vegtenginga verða eitt mikilvægasta atriði sem við þurfum að horfa til við mótun endanlegs rammaskipulags og aðalskipulagsbreytinga í kjölfar þess. Þar þarf að horfa til ýmissa þátta enda tóku þátttakendur í samkeppninni á ólíkan hátt á þessu úrlausnarefni,“ segir Gunnar. Í Smalaholti, austan við það svæði sem sýnt er á kortinu, er í aðalskipulagi gert ráð fyrir að verði kirkjugarður. „Staðsetning kapellu sem sjónrænt kennileiti fremst á Vífilstaðahálsi er vel leyst í samhengi við kirkjugarð í Rjúpna- dal. Umfang kirkjugarðs þyrfti þó að skoða betur,“ segir í umsögn- inni. Verðlaun í samkeppninni voru afhent skömmu fyrir jól, en um leið var opnuð sýning á innsendum til- lögum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, sem stendur til loka febrúar. Auk þess eru tillögurnar til sýnis í and- dyri Golfskála GKG við Vífils- staðaveg. Um 1.500 íbúðir í Vífilsstaðahverfi  Byrjað á skóla- og íþróttasvæði í Vetrarmýri  Viljum geta byrjað að úthluta lóðum í Hnoðraholti og hefja framkvæmdir sem fyrst, segir bæjarstjórinn  Hluti golfvallar færður nær Vífilsstaðavatni Gunnar Einarsson Nýtt íbúðahverfi í Garðabæ Hnoðraholt Vífilsstaðavegur Ví fil ss ta ða ve gu r Elliðavatnsvegur Smalaholt Vatnsmýri Vífilsstaðavöllur Arnarnesvegur KÓPA VOG UR Salahver f i Hæðir Gi l Búði r Lundir G A R Ð A B Æ R R ey kj an es b ra u t R e y k ja n e sb ra u t Vetrarmýri Vífilsstaðir Vífilsstaðavatn Samkeppnin um rammaskipu- lagið var haldin í samvinnu Garðabæjar og Arkitektafélags Íslands og var Sigurður Guð- mundsson, formaður skipu- lagsnefndar Garðabæjar, for- maður dómnefndar. Í niður- stöðukafla í umsögn nefndarinnar um vinnings- tillöguna segir: „Tillagan er vel framsett og leysir vel þau viðfangsefni sem lögð voru fyrir í keppnislýsingu og í henni næst að mynda áhugavert miðsvæði með góð- ar tengingar við nærliggjandi hverfi. Gönguásinn frá Vífils- stöðum að Hnoðraholti um miðkjarna er tvímælalaust sterkasti hluti tillögunnar. Ás- inn, ásamt öðrum þverásum, tengir gangandi og hjólandi umferð á skilvirkan hátt við alla hverfishluta að miðju kjarnans.“ Í umsögninni segir að sögu- legu hlutverki Vífilsstaða séu gerð góð skil. Byggðin austan við Vífilsstaði nái góðum tengslum við náttúruna og vatnið. „Helsti veikleiki tillögunnar er gatnakerfið á Hnoðraholti og einnig mætti nýta háholtið betur án þess að ganga mikið á opna rýmið og jafnvel skoða fjölbýli næst Arnarnesvegi. Einnig er ljóst að vinna þarf meira með útfærslu golfvallar og íþróttasvæðis. Þær breyt- ingar sem dómnefnd telur að þurfi að gera á tillögunni eru allar framkvæmanlegar án þess að umbylta þurfi meg- inhugmynd hennar,“ segir í umsögninni. Áhugavert miðsvæði TENGSL VIÐ NÁTTÚRUNA OG VÍFILSSTAÐAVATN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.