Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Golden Globes-verðlaunin voru af-
hent í fyrrakvöld í Beverly Hills í
Kaliforníu og hlaut kvikmyndin
Three Billboards Outside Ebbing
Missouri flest eða fern alls: fyrir
besta handrit, besta leikara í auka-
hlutverki, bestu leikkonu í aðal-
hlutverki og bestu dramatísku kvik-
mynd. Í flokki sjónvarpsþátta var
það serían Big Little Lies sem hlaut
flest verðlaun eða fern í heildina og
The Handmaid’s Tale hlaut tvenn.
Það voru þó ekki verðlaunin sjálf
sem vöktu mesta athygli á Golden
Globes-hátíðinni að þessu sinni held-
ur barátta kvenna gegn kynferð-
islegri áreitni og ofbeldi undir for-
merkjum #metoo, hreyfingarinnar
sem hófst í fyrrahaust með afhjúp-
unum á fjölmörgum brotum og kyn-
ferðislegri áreitni kvikmyndafram-
leiðandans Harvey Weinstein. Þær
konur sem mættu á Golden Globes-
hátíðina voru langflestar klæddar
svörtum fötum til að minna á baráttu
kvenna gegn kúgun og ofbeldi karla
og í ræðum minntu konur jafnt sem
karlar á mikilvægi þess að uppræta
ofbeldið og áreitnina.
Ein ræða vakti meiri athygli og
umræður en aðrar en það var ræða
spjallþáttastjórnandans, leikkon-
unnar og framleiðandans Opruh
Winfrey sem hlaut Cecil B. DeMille-
verðlaunin, heiðursverðlaun hátíð-
arinnar, sem veitt eru einstaklingi
fyrir framúrskarandi framlag til af-
þreyingar og menningar. Winfrey er
fyrsta þeldökka konan sem hlýtur
þessi verðlaun og nefndi hún þau
tímamót og minntist þess að hafa,
sem ung stúlka, horft á leikarann
Sidney Poitier hljóta Óskarsverð-
launin árið 1964, fyrstan þeldökkra
karla og síðar Cecil B. DeMille-
verðlaunin.
Winfrey sneri sér í framhaldi að
#metoo og sagði m.a. að alltof lengi
hefði ekki verið hlustað á konur og
þeim ekki trúað þegar þær hefðu
sagt frá kynferðislegri áreitni og of-
beldisbrotum valdamikilla karla. Nú
væri tími þessara karla á enda runn-
inn og nýr dagur að rísa.
AFP
Glaðar Leikkonur Big Little Lies, frá vinstri Laura Dern, Nicole Kidman, Zoe Kravitz, Reese Witherspoon og Shai-
lene Woodley. Kidman og Dern hlutu verðlaun fyrir leik og þáttaröðin verðlaun sem sú besta í flokki stuttra.
Margverðlaunuð Leikstjóri Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,
Martin McDonagh, með aðalleikurum myndarinnar, Sam Rockwell og Fran-
ces McDormand og framleiðendunum Graham Broadbent og Peter Czernin.
Kát Elisabeth Moss og Bruce Miller, framleiðendur The Handmaid’s Tale.
Moss fór með eitt af aðalhlutverkum þáttanna og hlaut verðlaun fyrir og
þættirnir hlutu einnig verðlaun sem þeir bestu í flokki dramatískra.
Winfrey boðar nýja tíma
Þrumuræða Oprah Winfrey hélt
magnaða ræðu þegar hún tók við
heiðursverðlaunum Golden Globe.
Brasilískur kvintett söngkonunnar
og trompetleikarans Ameliu
Thomas heldur tónleika á djass-
kvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Thomas er frá Vancouver
Island í Kanada en hefur búið á
Íslandi undanfarið ár. Kvintettinn
skipa auk hennar Sigrún Krist-
björg Jónsdóttir sem leikur á bás-
únu, Daníel Helgason á gítar,
Alexandra Kjeld á bassa og Einar
Scheving á trommur. Kvintettinn
mun sópa burt vetrardrunganum
með fallegri og hressilegri tónlist
frá hinni sólríku Brasilíu, segir í
tilkynningu.
Kvintett Ameliu Thomas á djasskvöldi
Brasilíutónar Kvintett Ameliu Thomas leikur sólríka tónlist.
ICQC 2018-20
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30, 8, 10
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 7.50, 10.30
SÝND KL. 5.30, 8, 10.30
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
Þann 19. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað þorranum
PÖNTUN AUGLÝSINGA
ER TIL 15. JANÚAR
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ