Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9. Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Sími 535 2700. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðri sal kirkjunnar og byrjum kl 20. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Áskirkju við Vesturbrún. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað miðvikudaginn kl. 13. Spil, handavinna, framhaldssaga og kaffið góða. Hugleiðing og bæn frá sóknarpresti. Hólmfríður djákni sér um stundina. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12, súpa og brauð á vægu verði eftir stundina. Fyrsta samvera á nýju ári. Spjöllum saman um jólabækurna og eigum góða samveru. Spilum, prjónum, púslum og föndrum. Verið hjartanlega velkomin Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Vatns- leikfimi, Sjálandi, kl. 8.20/15.15. Qi gong, Sjálandi, kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Botsía Sjálandi kl. 11.50. Karlaleikfimi Sjálandi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30 / 14.30. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30. Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni og gestur dagsins er sr. Guðrún Karls Helgudóttir. Þá er í boði handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hjúkrunarfræðingur kl. 9.30-10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíll- inn kl. 12.15. Gönguhópur kl. 13, þegar veður leyfir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 9 hjá Ragnheiði, hádegismatur kl. 11.30. Helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 9, leikfimin með Guðnýju kl. 10, Bónusbíll kl. 12.40, postulínsmálun kl. 13, brids kl. 13, bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir vel- komnir óháð aldri. Nánari í síma 411 2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 og 14.10 í Grafarvogssundlaug. Helgi- stund kl. 10.30 í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Heimanáms- kennsla kl. 16.30 í Borgum. Neskirkja Krossgötur kl. 13, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu- stjóri á Höfuðborgarsvæðinu kemur í heimsókn. Kaffi og kruðerí. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568 2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Kaflakaffi í safaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Félagslíf  EDDA 6018010919 III Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.500-, Upplýsingar í síma 698-2598. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? mbl.is alltaf - allstaðar ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 30. júlí 1967. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. des- ember 2017. Foreldrar hans voru Guðmundur Jörgensson, f. 1919, d. 2009, og Thea Davidsen (Dórót- hea Marteinsdóttir), f. 1926, d. 2001. Systkini hans eru: 1) Jó- hanna, f. 1961. Dóttir hennar er Snæfríður, f. 1992, unnusti er Þorsteinn Ingi Arnarson, f. 1989. 2) Anna Jórunn, f. 1963, maki Stefán Unnarsson. Dætur þeirra eru: Thea Björk, f. 1992, unnusti Gísli Rúnar Bergsson, f. 1993, þeirra sonur er Högni Rúnar Gíslason, f. 2016. María Karítas, f. 1996. 3) Vigdís, f. 1970, maki Júlíus Ólafsson. Dæt- ur þeirra eru Jóhanna, f. 2005, og Matthea, f. 2006. Fyrir átti Júlíus soninn Ólaf, f. 1993. Guðmundur var í sambúð með Sigríði Bergmann Gunnarsdóttur, f. 1970, en þau slitu samvistum. Synir þeirra eru tvíbur- arnir Gunnar og Brynjar Bergmann, f. 1988, Vilhjálmur Bergmann, f. 1990, og Friðrik Berg- mann, f. 1992. Síðustu árin var Guðmundur í sam- bandi með Söru Haraldsdóttur, f. 1971. Hennar börn eru Marg- rjet Davíðsdóttir, f. 1996, Álfrún Freyja Geirdal, f. 2000, og Óðinn Örn Geirdal, f. 2006. Guðmundur ólst upp á Vita- stíg 17 í Reykjavík og lauk grunnskólaprófi frá Austurbæj- arskóla. Að loknum grunnskóla hóf hann störf sem bifreið- arstjóri, sem varð ævistarf hans, fyrst hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar og síðar hjá Vífilfelli þar til yfir lauk. Útför Guðmundar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 9. jan- úar 2018, klukkan 13. Faðir okkar var fábrotinn mað- ur, hann elskaði Kiss, Leicester, Argentínu og hvítar Hondur með topplúgu og leðri og á hverjum degi fékk maður að vita að þessir hlutir væru bestir. Hann bar þennan boðskap víða út, þó hann hafi verið óhaggandi í þrjóskunni fannst okkur hann einstaklega skemmtilegur enda eyddum við miklum tíma saman í og utan vinnu. Við deildum mörgum af áhugamálum hans, svo sem að hylla Kiss, það fóru ófáar stund- irnar í það. Takk fyrir allt, elsku pabbi okkar, við munum halda áfram að bera út hinn heilaga boðskap. Gunnar og Brynjar. Mágur minn Gummi fékk vondar fréttir í júní 2016, verkur sem var að angra þennan sterka mann reyndist illvígt krabba- mein. Með bjartsýni og von tókst hann á við sjúkdóminn og í þeirri baráttu var stuðningur sona hans, kærustu, systra og fjölskyldu honum ómetanlegur. Margar orr- ustur voru háðar en því miður töpuðust þær allar og í lok síðasta árs kvaddi Gummi þessa jarðvist. Fyrstu kynnin af Gumma voru árið 1989 er ég og Anna Jórunn, systir hans, byrjuðum að hittast en þá var hann tvítugur og þegar orðinn tveggja barna faðir. Við áttum frá fyrstu kynnum skap saman en sameiginleg áhugamál voru knattspyrna, kvikmyndir og tónlist. „Ég vona að félagarnir fjórir, en nöfn þeirra skipta engu máli, spari hverja krónu því hljómsveit- in Kiss verður ekki langlíf.“ Gummi hafði gaman af að benda á þessa blaðagagnrýni, en hann féll fyrir Kiss 10 ára og var alla ævi harður aðdáandi. Í fótboltanum var Gummi Vals- maður og í æsku byrjaði hann að halda með Leicester og naut þess ríkulega er „litla liðið“ varð ensk- ur meistari vorið 2016. Margir knattspyrnuáhugamenn fljúga til Englands á leiki en Gummi hafði aldrei farið á leik. Sl. haust fórum við Gummi ásamt Brynjari syni hans og Önnur Jórunni á leik þar sem heimamenn, meistarar 2016, kepptu við núverandi meistara Chelsea. Þar fengum við höfðing- legar móttökur af eldri stjörnum liðsins og ekki þótti Gumma síður skemmtilegt að hitta og fá mynd af sér með einni af stjörnum liðs- ins í dag, enska landsliðsmannin- um Harry McGuire. Er heim var komið hafði Gummi margsinnis orð á því hversu mikið þessi ferð hafði gefið honum, en það átti ekki síður við um samferðamenn hans. Þegar Ísland dróst á móti Arg- entínu í fyrsta leik á HM þá voru tilfinningar blendnar, gleði yfir leik á móti stórstjörnum Argent- ínu en sorg að vita að Gummi myndi ekki fá að upplifa leik gegn sínu liði, Argentínu. Ekki veit ég hvers vegna Argentína varð fyrir valinu en margar af stjörnum liðs- ins voru eins og rokkstjörnur, t.a.m. Mario Kempes, Claudio Ca- niggia og Gabriel Batistuta. Lengstan sinn starfsaldur starfaði Gummi hjá Vífilfelli. Í stúdentsveislu á heimili mínu voru meðal gesta forráðamenn Laugarásbíós og höfðu ekki hug- mynd um að Gummi tengdist minni fjölskyldu. Er Gummi hafði yfirgefið veisluna var ekkert verið að spara lýsingarorðin á því hversu vel Gummi hefði þjónustað fyrirtækið, áreiðanlegri og traust- ari mann var ekki hægt að finna. Gummi hafði húmorinn í lagi, en skömmu eftir að hann greind- ist og upplýsti um sjúkdóminn skrifaði hann þetta á Facebook: „Er einstaklega lánsamur með góða vini og vinnufélaga og ekki má gleyma að nefna frábæran verkstjóra sem segir mér að hafa engar áhyggjur af vinnunni og hugsa bara um bata. Sem sagt Palli Ólafs er búinn að lofa því að bíll 305, bíllinn sem fyrirtækið byggir afkomu sína á, sé í 24/7 keyrslu.“ Hugur minn er hjá strákunum hans Gumma, tvíburunum Gunna og Binna, Villa og Frikka. Hjá unnustu Gumma, Söru, sem var hans stoð og stytta og systrum hans, Jóhönnu, Önnu Jórunni og Viggu. Stefán Unnarsson. Það er með trega sem við syst- urnar minnumst Gumma bróður okkar nú þegar hann hefur kvatt þessa jarðvist langt fyrir aldur fram. Við vorum fjögur systkinin, Gummi var næstyngstur og eini strákurinn. Hann var alla tíð orkumikill og mjög krefjandi og hefði örugglega talist ofvirkur í dag. Ef hann fékk áhuga á ein- hverju varð ekki aftur snúið. Í boltanum var það Valur, Leicest- er í enska og að lokum Argentína í heimsboltanum. Hann var 10 ára þegar hann uppgötvaði hljóm- sveitina Kiss, sem varð strax hans uppáhalds og var svo þar til yfir lauk. Tónlist þeirra hljómaði daginn út og inn á æskuheimilinu og komust við systurnar ekki hjá því að hlýða á, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Gummi var í eðli sínu einfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg en var í samskiptum jafnan glað- legur og sló á létta strengi. Það er ekki hægt að segja að Gummi hafi verið duglegur að mæta í fjöl- skylduboð en eftir að hann veikt- ist snemmsumars 2016 varð mikil breyting á. Það má segja að við systurnar höfum kynnst honum upp á nýtt og samverustundir með honum urðu fleiri en nokkru sinni fyrr á lífsleiðinni og tengslin sterkari. Hann tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og talaði opin- skátt um þau, sem auðveldaði okkur að takast á við sorgina. Þó að hann hafi barist hetju- lega í veikindunum og vonast eftir kraftaverki vissi hann innst inni að hann hefði takmarkaðan tíma. Þann tíma ákvað hann að nýta vel og var þakklátur fyrir hverja stund. Við systur þökkum samfylgd- ina. Hvíl í friði, elsku bróðir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Jóhanna, Anna Jórunn og Vigdís. Guðmundur Guðmundsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.