Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 1
LOKS AÐ LOSNAVIÐ EFTIRMÁLINVANTAR ERLENT FJÁRMAGN fakandi og rafdrifið fjórhjól gæti nýst vel á Íslandi. 4 Brýnt er að renna enn sterkari stoðum undir fjármögnun íslenskra sprota með því að laða að erlent fjármagn. 15 VIÐSKIPTA 4 Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, telur að íslenskt hagkerfi sé að þroskast í rétta átt, enda loksins að losna við eftirmál kreppunnar. Sjál Unnið í samvinnu við FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Óvíst með þátttöku sjóðanna Á næstu dögum munu stjórnir lífeyr- issjóða hér á landi taka afstöðu til til- boðs sem Kaupþing, stærsti eigandi Arion banka, hefur gert þeim um kaup á litlum hlut í bankanum. Í að- draganda þess að tilboðið barst fengu forsvarsmenn sjóðanna kynningu á bankanum en sú kynning var í hönd- um Kviku fjárfestingarbanka sem halda mun utan um söluferlið. Í samtölum við forsvarsmenn sjóð- anna virðast ólík sjónarmið uppi um hversu álitlegur kostur bankinn sé um þessar mundir. Það virðist hins vegar samdóma álit þeirra að ef verða eigi af kaupum þeirra í bankanum, áður en lagt verður af stað með skráningu og útboð á bréfum í hon- um, þá þurfi verðið að endurspegla þá áhættu sem felist í því að koma að bankanum fyrir útboð. „Við höfum enga tryggingu fyrir því að útboðið muni heppnast og við höfum ekki áhuga á því að eiga hlut í bankanum ef hann verður ekki skráð- ur á markað.“ Með þessum orðum lýsti einn viðmælenda Viðskipta- Moggans stöðunni en viðkomandi taldi ósennilegt að Kaupþing væri tilbúið til að fallast á fyrirvara sem fæli í sér tímafrest til skráningar. Sá frestur fæli það í sér að ef ekki tækist að skrá bankann innan tiltekins frests myndi Kaupþing skuldbinda sig til að kaupa hlutinn aftur af sjóðunum með fyrirfram ákveðnu vaxtaálagi. Þá er það einnig nefnt að ríkis- stjórnin hefur boðað gerð sérstakrar hvítbókar um bankakerfið. Því sé uppi pólitísk óvissa um þá umgjörð sem fjármálakerfinu verði búin til framtíðar. Reikna verði þá óvissu inn í verð bréfanna. Í hópi stóru sjóðanna fjögurra sem mestu ráða um framgang málsins eru þau sjónarmið uppi að hver og einn sjóður verði að taka til sín „tals- verðan“ hlut ef þeir ætli á annað borð að taka þátt. Ekki sé forsvaranlegt að verja miklum tíma og mannskap í að leggjast yfir málið nema líkur standi til að sjóðirnir hafi teljandi áhrif á bankann í framhaldinu. Helguvík hefur áhrif á málið Ljóst er að það fjárhagstjón sem Arion banki og þrír lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir vegna greiðsluþrots kísil- vers United Silicon í Helguvík, hefur áhrif á afstöðu sjóðanna til bankans. Þannig segja viðmælendur Viðskipta- Moggans að það mál leiði til þess að menn stígi varlega til jarðar og að ganga þurfi úr skugga um að önnur viðlíka vandræðamál komi ekki í bak- ið á bankanum á komandi misserum. Stjórnir sjóðanna munu funda í dag og á komandi dögum um mögu- leg kaup á bréfum í bankanum. Tíma- fresturinn sem þeim hefur verið gef- inn til að svara tilboðinu er fram í miðjan febrúar, þegar bankinn birtir ársuppgjör sitt. Þykir sá frestur afar stuttur miðað við þá fjármuni sem undir eru. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðum barst tilboð frá Kaupþingi í gær um mögulega aðkomu þeirra að Arion banka. Sjóðirnir virðast misjafnlega spennt- ir fyrir bréfum í bankanum. Morgunblaðið/Eggert Kaupþing stefnir að því að losa um eignarhlut sinn í Arion banka á árinu. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 25.7.‘17 25.7.‘17 24.1.‘17 24.1.‘17 1.792,29 1.768,48 130 125 120 115 110 123,35 125,75 Nýtt íslenskt sjávarsnakk með bjór- bragði, Kaldi Beersnack, er væntan- legt á markaðinn frá fyrirtækinu Hjalteyri SeaSnack, á Hjalteyri við Eyjafjörð. Snakkið er framleitt í sam- starfi við bjórgerðina Kalda á Ár- skógssandi. Rúnar Friðriksson verk- smiðjustjóri, segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Mér hefur fundist vera gat á markaðnum þegar kemur að vöru sem passar vel með bjórsötri,“ segir Rúnar. Hann segir að fyrir nokkru hafi hann gengið á fund eigenda Kalda, og fengið hjá þeim flestallar tegundir bjórs sem þar eru framleiddar, til að prófa. „Ég marineraði með bjórnum, kryddaði síðan fiskinn og þurrkaði. Til að gera langa sögu stutta þá steinlá þetta. Ég hef gert ótal til- raunir í þessum efnum síðustu fimm árin, en aldrei fengið jafn sterk og já- kvæð viðbrögð við nokkurri vöru,“ bætir Rúnar við. Bjór frá Kalda notaður í snakk Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jóhannes Valgeirsson fram- kvæmdastjóri Hjalteyri SeaSnack. Fyrirtækið Hjalteyri Sea- Snack framleiðir bragðbætt sjávarsnakk og er bjór blandað í nýjustu vöruna. 7 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur hagvaxtarhorfur í heim- inum ekki hafa verið betri síð- an árið 2010 en raunsæis sé þörf. Bjartsýni AGS um hagvöxt eykst 10 Elon Musk hefur gert nýjan tíu ára ráðningarsamning við Tesla sem gæti fært honum allt að 50 milljarða dala í bónus. Rafmagnaður bónus Musk 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.