Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 4
Fjórhjólið yrði fáanlegt með aukahlutum og festingum til ólíkra nota. gæti tækið m.a. nýst við viðhald og viðgerðir í óbyggðum, til að ferja fótbrotna ferðamenn niður af hálendinu eða til að skutla stygg- um sauðum rakleiðis í réttirnar. Fjórhjólið er rafmagnsdrifið, og þar sem þyngdarpunkturinn er lágur og enginn ökumaður á 3E- DI8 að komast á staði þar sem venjuleg fjórhjól komast ekki. ai@mbl.is Honda með hugmynd að nýjum vinnufélaga FARARTÆKIÐ Japanski ökutækjaframleiðandinn Honda kynnti á dögunum nýtt hugmynda-fjórhjól sem ætti að nýtast vel á Íslandi. Honda 3E-DI8 fjórhjólið á að geta ekið sér sjálft á áfangastað og því t.d. hjálpað til við að flytja efni og áhöld á milli staða án þess að hafa mann við stýrið. Á Íslandi 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018FRÉTTIR Öryggismál eru samskiptamál Námskeiðið Framúrskarandi öryggismenning (Behavior based safety leadership program) hefur áhrif á viðhorf einstaklinga og eflir frumkvæði þeirra í að láta öryggismál sig varða. Það eykur ábyrgðartilfinningu fyrir eigin öryggi og samstarfsmanna. Þátttakendur vinna að raunverulegu úrbótaverkefni er lýtur að því að innleiða sýn fyrirtækisins í öryggismálum. Hefst 14.mars • Nánar ádale.is Copyright© 2018DaleCarnegie &Associates, Inc. All rights reserved. ad_sec_121317_iceland Ávinningur: • Skapar sýn á framúrskarandi árangur í öryggismálum • Byggir upp sjálfstraust og hæfni til að sýna frumkvæði • Styrkir samskiptahæfni til að bregðast við krefjandi aðstæðum • Eflir tjáskipti til að höfða til ólíkra einstaklinga • Þroskar hæfni í 360º stjórnun • Eykur hæfni til að hafa áhrif á viðhorf til öryggismála Kristrún er nýtekin við nýrri stöðu aðalhagfræðings hjá Kviku. Hún segist spennt fyrir komandi árum hjá bankanum en í starfinu mun hún fá tækifæri til að efla efnahagsgreiningu fyrirtækisins. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Við erum á áhugaverðum stað, að koma út úr eins konar yfir- spennu síðustu tveggja ára. Hag- vaxtartölur upp á 2,5-3% kunna að hljóma minna spennandi eftir síðustu misseri, og staldra sumir við tölur sem sýna fram á hægari vöxt víðs vegar í kerfinu. Þetta er þó jákvæð þróun, við viljum miklu frekar sjá hægari og stöð- ugan vöxt hér ár frá ár en svona miklar sveiflur. Ég held að ís- lenskt hagkerfi sé að þroskast í rétta átt, enda mætti segja að 2018 sé fyrsta árið þar sem við erum laus við allflest eftirmál fjármálakreppunnar. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Fyrst og fremst hafa ein- staklingar sem ég hef unnið með haft sterk áhrif á mig – get ekki sagt að gömlu hagfræðikenning- arnar og höfundar þeirra hafi mótað mig sem hagfræðing þó ég hafi lesið þar margt áhugavert. Ég hef verið heppin að eiga ein- staklega góða „mentora“ í gegn- um tíðina, fólk sem hefur haft óbilandi trú á mér en á sama tíma vitað hvað ég megi gera betur. Stephen Roach leiðbein- andi minn við Yale og fyrrum að- alhagfræðingur Morgan Stanley er hér efstur á lista. Steve hafði mikil áhrif á mig, hvernig ramma eigi inn sögur og frásagnir. Hann kenndi mér einnig að þú lærir langmest af því að reyna að skilja hvaðan þeir sem eru ósam- mála þér koma. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég reyni að lesa eins mikið og ég get, og alls ekki aðeins hag- fræðibækur. Ég er rosalega hrif- in af höfundum og bókum þar sem tvinnuð er saman flókin heimsmynd (t.d. Sapiens, Stran- gers in Their Own Land) – þar sem er skilningur á því að ekki er hægt að toga í einn spotta án þess að hreyfa aðra þætti. Hugsarðu vel um líkamann? Já, ég reyni að gera það. Mér finnst best að fara bara út að hlaupa, einföld hreyfing, og var frekar virk þegar ég bjó erlendis í lengri hlaupum og fór meðal annars mitt fyrsta heila maraþon í New York haustið 2016. Ég er reyndar nýbyrjuð í jóga sem á að vera allra meina bót. Svo tek ég auðvitað alltaf stigann þegar það er í boði. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég hef verið frekar dugleg við að safna gráðum, enda gæti ég verið eilífðarnámsmaður og hef alltaf notið mín í skóla. Annað hvort færi ég aðeins yfir á annað svið (félagsfræði, stjórnmála- fræði, mannfræði) eða kláraði kannski doktorinn. SVIPMYND Kristrún M. Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku Hægur en stöðugur vöxtur betri en sveiflur Morgunblaðið/Árni Sæberg VINNUFERÐALAGIÐ Það verður sífellt ódýrara að fljúga, en lækkandi miðaverði fylgir að glamúrinn minnkar: sæt- in eru þröng, borga þarf fyrir snarlið og drykkjaúrvalið er óspennandi. Þeir sem vilja ferðast með meiri stæl ættu að skoða hanastéls- dósirnar frá hönnunarfyrirtækinu W&P á matarvefnum Punch. Þar á bæ áttuðu menn sig á að þó svo að áfengisúrvalið á flugfreyjukerr- unni sé frekar takmarkað, þá þarf ekki að bæta miklu við til að gera prýðilegan kokkteil. Ef maður má t.d. fá hjá flugþjóninum ögn af vodka og ísmola þá þarf bara engi- fersíróp, skeið og mæliglas til að blanda ljúffengan Moscow Mule. Þó ViðskiptaMogginn vilji ekki ýta undir drykkju, þá er hér komin agalega skemmtileg leið til að lífga upp á flugið næst þegar skjótast þarf á fund úti í heimi. ai@mbl.is Hanastél í háloftunum Ekki þarf mikið til að gera prýðilegan kokkteil í þröngu flugvélarsæti. NÁM: Stúdent frá MR 2008; BS í hagfræði frá HÍ 2011; MA í hag- fræði frá Boston háskóla 2013; MA í alþjóðafræðum frá Yale há- skóla 2016. STÖRF: Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 2011-12; hagfræðingur í vinnuhópi hjá forsætisráðuneytinu og blaða- maður á Viðskiptablaðinu 2013-14; sérfræðingur í greining- ardeild Morgan Stanley 2015-17; hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017-18; aðalhagfræðingur Kviku frá 2018. ÁHUGAMÁL: Hlaup og alls kyns tónlist, samverustundir með fjölskyldu, borgarbrölt, góður bjór og lestur. Ég hlusta mikið á útvarpið sem er minn uppáhalds miðill. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Einari B. Ingvarssyni viðskipta- fræðingi. HIN HLIÐIN Kristrún hljóp sitt fyrsta heilmaraþon 2016 en er núna byrjuð í jóga sem á að vera allra meina bót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.