Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Vilja fá greiddan uppsagnarfrest Húsnæði 365 sett á leigu Selur dótturfélög fyrir 10 milljarða Þremur sagt upp hjá N4 Telur að Apple hætti framleiðslu á X Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN 40 „snjöll“ reiðhjólastæði, þar af sex með rafmagnshleðslu, verða sett upp með vorinu við Ráðhús Reykjavíkur og við skrifstofur Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi. Stæðin eru 99% örugg og eru með innbyggðu öryggiskerfi. Að sögn Jónasar Björgvinssonar, fram- kvæmdastjóra Hjólalausna, sem eru með umboð fyrir stæðin, er samsetningu að ljúka í Tallinn í Eistlandi og stutt í að stæðin verði send til Íslands. Jónas segist finna mikinn meðbyr við hugmyndinni sem er nýjung á Íslandi, bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum. „Þetta er ný tækni, örugg og aðgangsstýrð hjólastæði fyrir almenning sem koma frá fyrir- tækinu Bikeep í Tallinn. Þessar lausnir eru nú þegar komnar upp í mörgum löndum í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Jónas í samtali við ViðskiptaMoggann. Kristinn Jón Ólafsson, verkefna- stjóri hjá snjallborgarteymi Reykjavíkurborgar, sem hefur það hlutverk að ýta undir nýsköpun inn- viða og finna lausnir sem einfaldað geta líf borgarbúa og aukið skil- virkni, segir að stæðin séu sett upp til prufu til að átta sig betur á virkni þeirra. „Við viljum ýta undir um- hverfisvænni samgöngumáta hjá starfsfólki borgarinnar til að byrja með. Við erum að fara að kaupa 10 rafmagnshjól sem staðsett verða í Ráðhúsinu og á Höfðatorgi. Nýju stæðin einfalda allt ferli við geymslu og utanumhald, enda hafa þau reynst nær fullkomlega örugg, þar sem hjóli hefur aldrei verið stol- ið úr þessum stæðum,“ segir Krist- inn í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að hægt verði að nota hefðbundin starfsmannakort til að opna og læsa stæðunum. Hann seg- ir að almenningi verði einnig frjálst að nota stæðin, með t.d. rafræna sundkortinu og Bikeep-appinu, en eftir prufutímann kemur í ljós hvort ráðist verður í frekari útbreiðslu stæðanna í borginni. Notendur Bikeep eru yfir milljón. Engu hjóli hefur verið stolið frá 2013. 99% örugg hjólastæði Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ef ný tegund „snjallra“ hjól- reiðastæða reynist vel á prufutíma verður þeim dreift víðar í höfuðborginni. Stæðin eru örugg og bjóða upp á rafhleðslu. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Lífeyrissjóðir landsmanna hafalengst af verið bundnir af fjár- magnshöftum og því ekki getað hagað fjárfestingum að vild. Tíma- bilið sem þeir og aðrir landsmenn hafa haft til þess að fjárfesta erlendis er afar stutt. Það var ein- ungis á árunum 1994-2008 og loks aftur frá árinu 2017. Hlutfall erlendra fjárfestingalífeyrissjóða var 23% árið 2016. Æskilegt er að hlutfallið væri í það minnsta 50%. Viðmiðið bygg- ist á því að innflutningur er um 40- 50% af einkaneyslu hér á landi og mögulega er hlutfallið hærra ef tekið er mið af innflutningi sem ís- lensk fyrirtæki nýta í framleiðslu sína. Með þeim hætti er leitað leiðatil að eyða gjaldeyrisáhættu sem skapast við lífeyristöku eftir fjöldamörg ár. Það eru til að mynda 32 ár í að ég verði löggilt gamalmenni. Ómögulegt er að segja hvert gengi krónu verður að þeim tíma liðnum miðað við helstu myntir. Og þar með hversu hátt hlutfall af lífeyrinum fari í kaup á erlendri vöru. Skynsamlegt er að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu. Önnur ástæða til þess að fjár-festa lífeyrissparnað á erlendum mörkuðum er áhættu- dreifing. Íslenska hagkerfið er lít- ið, tiltölulega einhæft og fá skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkað. Af þeim sökum getur samdráttur haft víðtæk áhrif. Það gæti sömuleiðis bitnað á lífeyrisgreiðslum. Áhætta með sparnað S orgarsaga kísilmálmverksmiðj-unnar í Helguvík á sér fáar hlið- stæður, einkum sökum umfangsins og allra þeirra blekkinga sem uppbygg- ingunni tengdust. Eftir sitja margir með sárt ennið en það er huggun harmi gegn að atvinnulíf á Reykjanesi þarf í engu að stóla á viðgang verk- smiðjunnar. Þegar ráðist var í upp- bygginguna var aðra sögu að segja og má raunar halda því fram að áformin hafi að mestu byggst á þeirri ósk að koma fleirum til starfa og glæða að nýju hálflamað atvinnulíf á svæðinu. En ásamt samfélaginu sitja lífeyr-issjóðir uppi með stórkostlegt tap af fjárfestingu í verkefninu. Þeir voru leiddir að svikamyllunni af Arion banka sem einnig stendur uppi með Svarta-Pétur. Mesta ábyrgð í málinu hlýtur bankinn að bera, sem burðarás í íslensku fjármálakerfi. Hann skil- greinir sig í „forystuhlutverki hér á landi“ á sviði fjárfestingarbanka- starfsemi og að hann veiti „víðtæka ráðgjöf og þjónustu í tengslum við fjárhagslega umbreytingu fyrirtækja á innlendum og erlendum vettvangi,“ svo vitnað sé í heimasíðu bankans. Bankinn og forsvarsmenn þeirralífeyrissjóða sem horft hafa upp á fjármuni umbjóðenda sinna fuðra upp í reykháfi verksmiðjunnar hafa vísað til þess að þeir sem standi í fjárfestingum hljóti að lenda í því að tapa peningum við og við – það sé ekki alltaf hægt að græða. Og það eru orð að sönnu. En alveg eins og það skiptir máli hvernig menn „græða peninginn“ eins og Góði úlf- urinn syngur svo listilega um, þá skiptir einnig máli hvernig menn tapa honum. Fjárfestingarbanki sem skiparsjálfum sér í forystuhlutverk á að þekkja þá sem hann á í við- skiptum við og kanna áreiðanleika þeirra, hann á að leita tryggra veða og láta ekki loddara taka á sér snún- ing. Hætt er við að sárt muni áframsvíða undan kísilmálminum sem aldrei brann í Helguvík. Þar brennur helst á lífeyrisþegum. Mun- urinn á þeim og hluthöfum Arion banka er sá að síðarnefndi hópurinn hefur borð fyrir báru. Það skiptir máli hvernig menn tapa peningunum Norvik Timber Indus- tries í Eistlandi, Lett- landi og Bretlandi verða seld til sænska félags- ins Bergs Timber. Selur félög fyrir um 10 milljarða 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.