Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Samtímis því sem alþjóðaleiðtogar
flykktust glaðbeittir á fund
Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos á
mánudaginn, lýsti Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn ánægju sinni með
„víðtækustu samstilltu hagvaxt-
araukningu á heimsvísu frá árinu
2010“.
Efnahagsraunir síðastliðinna tíu
ára virðast núna heyra sögunni til
og samkvæmt nýjustu spám sjóðs-
ins eru efnahagshorfur bjartari en
þær hafa verið síðan í ársbyrjun
2010.
Þessi aukna bjartsýni rímar við
vaxandi trú forstjóra á að rekstrar-
horfur verði jákvæðar fyrir fyrir-
tæki, líkt og sjá má í árlegri könnun
endurskoðunarfyrirtækisins PwC.
Jákvæðara viðhorf stjórnenda
Á fundinum í Davos á mánudag
sagði Christine Lagarde, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins: „Allt bendir til þess að
[hagvöxtur á heimsvísu] muni halda
áfram að styrkjast bæði á þessu ári
og því næsta. Þetta eru mjög
ánægjuleg tíðindi.“
Hrun alþjóðlegra fjármálamark-
aða er enn í fersku minni og Grikk-
land er rétt byrjað að rísa úr
kreppu, en viðhorf þeirra forstjóra
sem komu til svissneska fjallabæj-
arins í vikunni er jákvæðara en það
hefur verið allt frá því efnahagslífið
var á fljúgandi siglingu fyrir meira
en áratug.
„Bjartsýni forstjóra varðandi
alþjóðahagkerfið er knúin áfram af
sterkum hagvísum. Það er ekki
skrítið að forstjórar skuli vera
svona brattir á sama tíma og hluta-
bréfaverð hækkar hratt,“ segir Bob
Moritz, stjórnarformaður PwC.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hækkaði spár sínar fyrir hagvöxt á
heimsvísu fyrir árin 2017, 2018 og
2019. Hagtölur frá í haust voru
betri en búist var við sem olli því að
hagvaxtarspár fyrir síðasta ár
hækkuðu og berast áhrifin áfram
inn í árið 2018, auk þess sem lægri
skattar á fyrirtæki í Bandaríkj-
unum munu hjálpa til.
Er gert ráð fyrir því að alþjóða-
hagkerfið vaxi um 3,9% á þessu ári
og því næsta, sem er hækkun um
0,2 prósentustig frá fyrri spám, og
skýrist það ekki hvað síst af betri
horfum í Bandaríkjunum og á evru-
svæðinu.
Skattabreytingar auka vöxtinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti
á að ávarpa ráðstefnuna á föstudag.
AGS hefur hækkað havaxtarspá
sína fyrir Bandaríkin úr 2,3% upp í
2,7% fyrir árið 2018 og bætt 0,6
prósentustigum við spána fyrir árið
2019, þannig að hún er nú í 2,5%.
AGS telur líklegt að á árinu 2020
muni áhrifin af lækkun skatta á
fyrirtæki geta aukið hagvöxtinn um
1,2%. Á árunum eftir það geti farið
að gæta neikvæðra áhrifa enda
muni þurfa að stokka upp fjármál
hins opinbera vegna tekjumissisins.
Kanada og Mexíkó munu líka
njóta góðs af því að ríkissjóður
Bandaríkjanna skuli taka minna til
sín, að sögn AGS, enda mun út-
flutningur þeirra til mikilvægasta
hagkerfis heims aukast í takt við
vaxandi eftirspurn. Þetta kann að
valda enn meira álagi á fríversl-
unarsamning Norður-Ameríku, sem
Trump hefur reynt að endursemja
um.
Evrópa upp, Bretland niður
AGS hækkaði einnig spár sínar
fyrir Evrópu, um 0,3% fyrir bæði
árin, upp í 2,2% árið 2018 og 2% ár-
ið 2019 vegna jákvæðra hagtalna,
meiri bjartsýni og vísbendinga um
að efnahagsbati álfunnar sé sjálf-
bær.
Það var aðeins hagvaxtarspáin
fyrir Bretland árið 2019 sem var
lækkuð, um 0,1 prósentustig niður í
1,5%. Stafar það af því að óvissa um
Brexit mun áfram koma í veg fyrir
að Bretland fái að njóta góðs af
vaxandi hagvexti á heimsvísu með
sama hætti og aðrar þjóðir.
Þó svo að þróuðu hagkerfin
standi betur en búist var við, þá
bendir AGS sérstaklega á að Asía
er enn sá heimshluti sem vex hvað
hraðast, og stýra þar risahagkerfin
Kína og Indland ferðinni. „Áfram
myndar þessi heimshluti meira en
helminginn af öllum hagvexti í
heiminum,“ segir sjóðurinn.
Uppsveiflan ekki sjálfbær
En Lagarde lagði á það áherslu
að þó svo að henni þættu horfurnar
„uppörvandi“ þá „ættum við ekki að
láta þar við sitja“. Þrátt fyrir að
AGS telji tiltölulega takmarkaða
áhættuþætti til staðar á næstu
tveimur árum, þá undirstrikaði
framkvæmdastjórinn að eitt og ann-
að geti ógnað því að uppsveiflan
verði viðvarandi.
Of margir hafi ekki fengið að
njóta góðs af vaxandi hagsæld,
megnið af hagvextinum stafi ein-
faldlega af hagsveiflum, og frekari
umbóta sé þörf til að geta haldið
áfram á sömu braut inn í næsta ára-
tug. Meiri verðbólga og hærri vext-
ir gætu líka hleypt loftinu úr því já-
kvæða viðhorfi sem ríkir gagnvart
næstu tveimur árum, segir hún.
Forstjórar bjartsýnir
„Værukærð er stærsti áhættu-
þátturinn,“ segir Maurice Obstfield,
aðalhagfræðingur AGS. „Við gæt-
um verið nær samdráttarskeiði en
fólk heldur.“
Könnun PwC sýnir að 57% af
þeim 1.300 forstjórum sem spurðir
voru álits telja að alþjóðahagkerfið
muni styrkjast á komandi ári. Um
87% telja að fyrirtæki þeirra muni
vaxa og 42% segjast „mjög bjart-
sýnir“, sem er hækkun frá í fyrra
þegar hlutfallið mældist 38%.
Bjartsýni fyrirtækja í Bretlandi
fór minnkandi, sem er frávik frá
þróuninni í heiminum almennt, og
telur PwC að Brexit-ferlinu sé
um að kenna.
AGS fagnar auknum alþjóðlegum hagvexti
Eftir Chris Giles í Davos
Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hefur hækkað spár
sínar fyrir hagvöxt á
heimsvísu fyrir árin 2017,
2018 og 2019, en varar um
leið við því að horfurnar
geti breyst hratt.
AFP
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var mætt á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos og greindi þar frá hagvaxtarspá AGS.
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is
Hörku herslulyklar frá