Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018FRÉTTIR Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) ICEAIR -1,52% 16,2 SKEL +3,24% 7,18 S&P 500 NASDAQ +2,04% 7.486,044 +1,52% 2.852,89 -0,69% 7.677,11 FTSE 100 NIKKEI 225 25.7.‘17 25.7.‘1724.1.‘17 24.1.‘17 1.700 652.300 1.929,85 2.225,03 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 50,2 70,05 +0,56% 23.940,78 45 Enn ríkir mikil óvissa um mögulega uppbyggingu vindorkugarðs í Þjórs- árdal. Landsvirkjun hefur um nokk- urra ára skeið unnið að rannsóknum og undirbúningi að slíkum garði á hraun- og sand- sléttunni austan Þjórsár og á svæði sem nefnist Hafið. Þannig hefur verkefnis- stjórn um fjórða áfanga ramma- áætlunar enn ekki kallað eftir gögn- um frá fyrirtæk- inu um áætlanir þess, þrátt fyrir að stjórnin hafi verið að störfum frá því í apríl í fyrra. „Upphaflegar áætlanir okkar gerðu ráð fyrir uppbyggingu 200 MW vindorkugarðs sem samanstæði af allt að 67 vindmyllum sem hefðu aflgetu upp á 3,5 MW hver. Sú tillaga okkar hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum verkefnisstjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar og í kjölfarið gerðum við breytingar á tillögunni sem við höfum útfært nákvæmlega,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. „Við höfum tekið tillit til at- hugasemda sem m.a. sneru á ásýnd- aráhrifum. Vindmyllurnar þóttu m.a. hafa of mikil áhrif á útsýni í átt til Heklu. Því gerðum við verulegar breytingar á tillögunni og færðum vindorkugarðinn m.a. lengra til norð- urs og minnkuðum hann. Það þýðir að eftir breytingarnar gerum við ráð fyrir því að aflið verði á bilinu 100- 150 MW og vindmyllurnar færri um leið.“ Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort niðurstöður þriðja áfanga rammaáætlunar eigi yfirhöfuð eftir að koma til umfjöllunar á vett- vangi Alþingis en ef það verði raunin vonist fyrirtækið til að fá tækifæri til að kynna þær breyttu áætlanir sem það hafi uppi í þessa veru. „Það væri æskilegt að við gætum komið þessum breytingum á fram- færi ef þriðji áfanginn verður tekinn til umræðu á þessum vettvangi. Ann- ars bíðum við einfaldlega eftir því að verkefnisstjórn um fjórða áfanga áætlunarinnar kalli eftir þessum gögnum. Við höfum trú á því að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í til að draga úr áhrifum af þessari fram- kvæmd séu þannig að fallast beri á þær,“ segir Óli Grétar. Gefur góð fyrirheit Frá árinu 2012 hefur fyrirtækið verið með vindmyllur á Hafinu í rekstri. Það hefur verið gert í til- raunaskyni og til þess að kanna hvort aðstæður hér séu raforkuframleiðslu af þessu tagi hagfelldar. Niðurstöð- urnar benda ótvírætt til þess að svæðið henti afar vel til þess. Í núverandi tillögum er gert ráð fyrir því að vindmyllurnar sem settar verði upp nái allt að 150 metra hæð með spaðana í hæstu stöðu. Óli Grét- ar segir að það sé hámarkið en að frekari rannsóknir muni leiða í ljós hvort nauðsyn sé á svo háum myllum. „Þetta þarf að skoða út frá að- stæðum á svæðinu. Þegar ljóst er orðið hverskonar vindmyllur henta best til þess að hámarka afköstin og það kunna að vera lægri myllur en þetta.“ Vindorkan verður sífellt sam- keppnishæfari á markaði. Í sögulegu tilliti hefur ekki verið hagkvæmt að byggja upp raforkuframleiðslu á grundvelli vindorku hér á landi. Aðr- ar framleiðsluleiðir hafa verið hag- kvæmari. Óli Grétar segir að sú sviðsmynd breytist hratt. „Tæknin verður sífellt ódýrari og þannig er þessi leið að færast nær til dæmis jarðvarmavirkjununum í hag- kvæmni. Ég tel að á næstu 5 til 10 ár- um verði þessi leið fyllilega sam- keppnishæf á markaðnum og að þá verði hún sömuleiðis áberandi í upp- byggingunni hér á landi.“ Vindorkan sífellt að verða álitlegri kostur Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á sama tíma og hag- kvæmni raforkuframleiðslu á grunni vindorku eykst ár frá ári hefur verkefnastjórn fjórða áfanga rammaáætl- unar ekki enn kallað eftir gögnum um uppbyggingu vindorkuvers í Þjórsárdal. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsvirkjun hefur rekið tvær stórar vindmyllur ofan Búrfellsstöðvar frá árinu 2012 og hafa þær gefið afar góða raun, að sögn Óla Grétars Blöndal. LÍFEYRISSJÓÐIR Á næstu árum er líklegt að reynt verði að koma bankakerfinu úr ríkis- eigu. Til að átta sig á umfanginu má benda á að samanlagt eigið fé við- skiptabankanna þriggja er umtals- vert meira en markaðsverð inn- lendra hlutabréfa í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Þetta kemur fram í skýrslu starfs- hóps um hlutverk lífeyrissjóða í upp- byggingu atvinnulífs, sem forsætis- ráðherra skipaði í fyrrasumar. Lífeyrissjóðirnir eiga skráð hluta- bréf fyrir meira en 400 milljarða króna, samanborið við eigið fé bank- anna sem er yfir 600 milljarðar króna. Fram kemur í skýrslunni að ef ekki takist að selja banka í alþjóð- legum útboðum sé ekki fyrir- sjáanlegt að unnt sé að koma bönk- um í einkaeigu nema með sölu smátt og smátt til lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta sem þá ættu, að öðru jöfnu, hluti í öllum bönkunum. Fari svo að lífeyrissjóðirnir eign- ist helmingshlut í bönkunum eða meira mun innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukast verulega og umsvif þeirra í atvinnulífinu vaxa að sama skapi. Til þess að eignast bankana þyrftu sjóðirnir að verja umtalsverðum hluta af ráðstöfunarfé næstu ára og/ eða selja aðrar eignir, segir í skýrsl- unni. helgivifill@mbl.is Bankarnir eru stór biti fyrir lífeyrissjóðina Morgunblaðið/Kristinn Eigið fé Landsbankans var 243 millj- arðar króna við lok þriðja fjórðungs. EFNAHAGUR „Það er eins og að bera saman epli og appelsínur að bera saman meðallaunavísitölu og verðvísitölu launa,“ segir Ólafur Hjálm- arsson hag- stofustjóri í sam- tali við ViðskiptaMogg- ann. Í nýrri saman- tekt Samtaka at- vinnulífsins kem- ur fram að launavísitala Hagstofunnar hafi of- metið launahækkanir á almennum vinnumarkaði um 0,7% á hverju ári frá 2005. Uppsöfnuð skekkja sé því 8%. „Samtök atvinnulífsins eru að bera saman tvær ólíkar aðferðir,“ segir Ólafur. „Verðvísitala er ávallt byggð á sömu samsetningu á milli tímabila. Þann samanburð er SA að gagnrýna núna. Hún sýnir hvernig verð á unna klukkustund þróast. Meðallaunavísitalan sýnir hvernig meðallaun breytast. Tök- um ímyndaðan vinnustað sem dæmi: Ef ráðinn er fjöldi sum- arstarfsmanna lækka meðallaun. Verðvísitalan breytist hins vegar ekki því hún mælir eingöngu verð en hin er með allar samsetning- arbreytingar inni. Það er sinn hvor tilgangur með þessum vísitölum.“ Aðspurður hvort það sé á mis- skilningi byggt að horfa á launa- vísitölu þegar horft er til launaþróunar í kjarabaráttu, segir Ólafur það vera ákvörðun aðila vinnumarkaðarins til hvers sé horft. „Það þarf að gera grein- armun á vísitölunum. Við höfum líkt þessu við að það eigi ekki að vera aðeins einn mælikvarði fyrir veður; það er ekki nóg að hafa hitastig heldur þarf einnig að vita vindstig, hvort það rigni og fleira.“ Í sumar mun Hagstofan birta vísitölu launakostnaðar sem endurspeglar þróun launakostn- aðar, þar með talið launa og launatengdra gjalda. helgivif- ill@mbl.is „SA bera saman ólíkar aðferðir“ Ólafur Hjálmarsson Óli Grétar Blöndal Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.