Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018VIÐTAL
„Það er mikill heiður að fá svona verðlaun og
á sama tíma mikil hvatning til að halda áfram
á sömu braut,“ segir Hjörtur Erlendsson í
samtali við ViðskiptaMoggann, spurður um
þýðingu þess að fá nýsköpunarverðlaun
Creditinfo í ár. „Nýsköpun er hluti af okkar
daglega starfi og hefur skipt miklu máli hjá
Hampiðjunni frá því um miðja síðustu öld,“
bætir hann við.
Hampiðjan á sér langa sögu, en hún var
stofnuð árið 1934 þegar mikill skortur var á
veiðarfæraefnum í landinu. Skipstjórnarmenn
og vélstjórar tóku sig þá saman og stofnuðu
fyrirtæki til að búa til garn, en á þeim tíma
voru notaðir náttúrulegir þræðir í garnið.
„Hampiðjan var í þessu fyrstu árin að spinna
og búa til garn og fá það hnýtt í net úti í bæ,
á heimilum og bóndabæjum í nágrenni
Reykjavíkur og svo voru netin seld til
útgerðaraðila.“
Bylting með gerviefnunum
Hjörtur segir að mikil bylting hafi orðið
upp úr 1960 þegar gerviefni komu til sög-
unnar, en stjórnendur og eigendur hafi þá
staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun. „Eig-
endur Hampiðjunnar þurftu að gera upp við
sig hvort þeir ættu að hætta starfsemi eða
byggja alveg upp á nýtt, því það var ekki
hægt að nota sömu vélarnar fyrir gerviefnin
og voru notuð fyrir náttúrulegu efnin. Þeir
tóku þá stórhuga ákvörðun árið 1965 að halda
áfram starfsemi, og keyptu á þeim tíma full-
komnustu vélar sem til voru. Nú þurfti að
þróa vörurnar úr þessum nýju efnum, neta-
garnið, kaðlana og slíkt og á sama tíma að
læra á hvernig nýju vélarnar unnu. Þarna tel
ég að þessi nýsköpun hafi byrjað hjá Hamp-
iðjunni og þessi nýsköpunarandi hefur haldist
alla tíð síðan.“
Hjörtur segir að eitt af því sem knýi ný-
sköpunarandann áfram sé það að starfsmenn
telji alltaf að hægt sé að gera betur og leiti í
sífellu leiða til að bæta vörurnar. „Við erum
vissulega með þróunardeild, en til þess að
hún geti unnið sitt starf á skilvirkan hátt þá
þurfa starfsmenn hennar að fá að heyra hug-
myndir, umræður og skoðanir úr öllum átt-
um.“ Hjörtur bætir við að það sem sé einstakt
við Hampiðjuna sé að hún haldi öllum þráðum
í hendi sér, ef svo má að orði komast. Öll virð-
iskeðjan sé til staðar innanhúss því fram-
leiðsluferlið hefst á því að búa til þræði úr
plastkornum og síðan taki við garn og kaðla-
framleiðsla. „Við skilum af okkur fullbúnum
veiðarfæratrollum með öllu sem til þarf, og
sendum svo okkar sérfræðinga út á sjó til að
aðstoða skipstjórnarmenn og útgerðarmenn
við að stilla veiðarfærin á réttan hátt. Af því
að við ráðum yfir allri virðiskeðjunni þá get-
um við, ef eitthvað þarf að laga, farið til baka
í framleiðsluferlinu og breytt því sem okkur
sýnist, á öllum stigum framleiðslunnar.“
En hefur fyrirtækið alltaf haft alla virðis-
keðjuna á sínu valdi?
„Já og nei. Þetta byrjaði á þeim tíma þegar
það var ekkert kvótakerfi við lýði. Netaverk-
stæði voru víða um land, og Hampiðjan fyrst
og fremst efnisframleiðandi. Við framleiddum
kaðla og net sem notuð voru í veiðarfærin og
netaverkstæðin keyptu þessi efni og fram-
leiddu úr þeim troll. En vegna þess hve mörg
þessi fyrirtæki voru, og sum þeirra ekki stór,
þá höfðu þau ekki mikla möguleika til þess að
þróa veiðarfærin. Hampiðjan tók forystu í því
og þróaði troll í samstarfi við netaverkstæðin
og í samstarfi við Bæjarútgerð Reykjavíkur,
BÚR, sem síðar varð grunnurinn að stofnum
HB Granda.“
Keyptu fyrst í útlöndum
Hjörtur segir að síðar meir hafi Hampiðjan
fengið áhuga á að stofna og reka eigin neta-
verkstæði til að nýta þá þekkingu og getu
sem fyrirtækið hafði yfir að ráða. „Við vildum
ekki stofna netaverkstæði á Íslandi því þá
værum við að keppa við okkar viðskiptavini.
Því fórum við eins langt í burtu frá landinu og
við gátum og stofnuðum netaverkstæði í
Namibíu í Afríku og á Nýja-Sjálandi.“
Síðar breyttist rekstrarumhverfið á Íslandi
fyrir netaverkstæðin og þörf var fyrir að
Hampiðjan starfrækti eigin netaverkstæði
hér á landi. „Með tilkomu kvótakerfisins varð
til sú mikla hagræðing sem við njótum í dag í
útgerð og fiskveiðum en það hafði hinsvegar í
för með sér að netaverkstæðunum á Íslandi
fækkaði því skipin stækkuðu og urðu færri.
Hampiðjan var stærsti birgir netaverkstæð-
anna og því varð það úr að við tókum yfir
rekstur nokkurra netaverkstæða, sem leiddi
til stofnunar Fjarðaneta í samstarfi við Síld-
arvinnsluna á Norðfirði og Loðnuvinnsluna á
Fáskrúðsfirði, og Fjarðanet rekur í dag þrjú
netaverkstæði á Íslandi, í Neskaupstað, á
Akureyri og Ísafirði. Þá rekur Hampiðjan
eigin netaverkstæði í Reykjavík og í
Vestmannaeyjum.“
Hampiðjan hefur vaxið og dafnað og ný-
sköpun blómstrað með alþjóðlegri starfsemi,
en í samstæðunni eru núna 24 fyrirtæki í 12
löndum og starfsstöðvarnar eru 35. Starfs-
menn eru rúmlega 900, þar af 70 á Íslandi.
Heildarvelta fyrirtækisins var um 14,5 millj-
arðar króna árið 2016. Um 90% af þeirri veltu
er erlendis.
Námið skiptir sköpum
Eitt sem Hjörtur nefnir sérstaklega og sem
hefur gert Ísland og Hampiðjuna sam-
keppnishæfa á alþjóðamarkaði er að hér er
boðið upp á þriggja ára nám í veiðarfæragerð.
„Þetta hafa önnur lönd ekki og Ísland er eina
landið með slíka iðnmenntun. Með mikilli fag-
þekkingu eykst getan til að þróa efni og
veiðarfæri. Þetta er ein af meginástæðunum
fyrir því að Hampiðjan er á þeim stað sem
hún er á í dag og sýnir mikilvægi þess fyrir
Ísland að viðhalda öflugri iðnmenntun í land-
inu.“
26 útskrifaðir netagerðarmenn eru í vinnu
hjá Hampiðjunni, hér á landi og erlendis.
„Hér á Íslandi eru sölustjórar og hönnuðir
hjá okkur yfirleitt menntaðir netagerðar-
meistarar. Þeir öðlast reynslu og vaxa upp í
ábyrgðarmeiri störf og þessi menntun gefur
því mikla framamöguleika hérlendis sem og
erlendis.“
Ýmis spennandi verkefni eru í pípunum
hvað nýsköpun varðar. Hjörtur talar um
tæknibyltingu í þeim efnum. „Þar á ég helst
við verkefni er snýr að gagnaflutningi milli
trolls og skipa. Það eru margskonar nemar á
trollunum sem sýna stöðu þess og aflamagn
og sem sýna sónarmynd af opnun trollsins og
þessar upplýsingar þarf að flytja upp í brúna.
Með aukinni gagnaflutningsgetu er hægt að
safna meiri og nákvæmari upplýsingum í
rauntíma og nýta til að stýra trollinu betur.“
Ein nýjungin sem Hjörtur nefnir er tóg
sem flutt getur rafmagn frá skipi niður í troll.
Hugmyndin er það nýstárleg að ekki er enn
til markaður fyrir vöruna en hún er engu að
síður mikilvæg til að hleraframleiðendur nái
að þróa stýranlega toghlera. „Það er til staðar
mikill áhugi á því að geta stýrt trollinu betur
á botninum til að lágmarka botnsnertingu og
hámarka opnun trollsins en til þess þarf bæði
gagnaflutning og raforku til að breyta still-
ingum á toghleranum. Við höfum nú þróað
tógtaug sem getur flutt rafmagn frá skipinu
og niður í toghlerann. Þetta verður væntan-
lega einn liður í tæknibyltingu veiðarfæra
næstu ár.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýsköpunin hófst með
tilkomu gerviefnanna
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hampiðjan er framúrskarandi fyrir-
tæki ársins á sviði nýsköpunar, að
mati Creditinfo. Hjörtur Erlends-
son, forstjóri félagsins, segir að
nýsköpunin hafi hafist fyrir alvöru á
sjöunda áratugnum og nýsköp-
unarandinn svifið yfir vötnum allar
götur síðan.
Hjörtur Erlendsson segir að
nám í veiðarfæragerð hér á
landi sé einstakt og almennt
ekki til staðar í öðrum löndum.
Það sé ein meginástæðan fyrir
því að Hampiðjan er á þeim
stað sem hún er á í dag.
”
Það er til staðar mikill áhugi á því að geta stýrt
trollinu betur á botninum, en til þess þarf bæði
gagnaflutning og meira afl.