Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 15

Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 15FÓLK Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Fjármögnun íslenskra sprota var með líflegra móti á síðasta ári en þrátt fyrir að fjárfestingar í sprotum hafi verið fleiri en nokkru sinni fyrr þá var fjárfest fyrir lægri upphæðir. Þetta kemur fram í árlegri úttekt vef- síðunnar Northstack sem Kristinn Árni Lár Hróbjartsson ritstýrir: „Fjárfestingum fjölgar milli ára úr 20 í 22 en á sama tíma eru upphæðir- nar að minnka og fara úr samtals 56,6 milljónum dala árið 2016 niður í rúm- lega 35,3 milljónir dala árið 2017,“ út- skýrir Kristinn. „Við undan-skiljum þó tilvik eins og 240 milljóna dala risafjáröflun WuXi-NextCode hjá Sequoia og réttara að tala um það sem kínverskt fyrirtæki enda var það keypt af kínverskum aðilum á sínum tíma og rekið þaðan þó svo að Next- Code sé enn með starfsstöð á Ís- landi.“ Að mati Kristins má m.a. skýra þróunina með því að meira er um að innlendir fjárfestar leggi fé í sprota sem komnir eru styttra á veg og þurfa því á minna fjármagni að halda. Stærri og þroskaðri sprotar séu margir vel fjármagnaðir og hafi ekki þurft á meiri stuðningi að halda á síð- asta ári. Sveiflurnar á milli ára geta verið miklar og strax stefnir í að sprotarnir muni taka inn mikið fjármagn á þessu ári. „Það eru ekki liðnar nema fjórar vikur af árinu og þegar búið að tilkynna að þrjú fyrirtæki hafi safnað samtals tæplega 26 milljónum dala: Kerecis sem fékk 3 milljónir dala í byrjun janúar, leikjafyrirtækið Solid Clouds sem fékk 2,5 milljónir dala hjá Kili og Oculis sem aflaði 20,3 milljóna dala í fjármögnunarlotu og mun í kjölfarið flytja höfuðstöðvar sínar til Sviss. Árið 2018 gæti verið ár þar sem fjárfestingarnar verða færri en í fyrra, en upphæðirnar hærri.“ Þegar tölurnar eru skoðaðar virð- ist sem fjármögnunarumhverfi ís- lenskra sprota sé orðið nokkuð þroskað, og alltént ekki að sjá að hörgull sé á fjármagni. Kristinn tek- ur undir þetta og bendir á að úttekt Northstack nái ekki yfir þá fjár- mögnun og stuðning sem sprotar hér á landi fá t.d. í gegnum sprotahraðla og Tækniþróunarsjóð. „Það er aldrei auðvelt að fá fjárfesta á sitt band, en það virðist vera að þeir sem hafa góða hugmynd og gott teymi geti nokkuð örugglega tryggt sér 20-100 milljónir króna til að búa til vöru og láta á það reyna hvort hún á erindi við mark- aðinn.“ Þarf að laða að erlent fjármagn Jenný Ruth Hrafnsdóttir, einn af þremur stofnendum og eigendum Crowberry Capital, segir að þróunin virðist vera í rétta átt. Hún telur að þakka megi auknum framlögum til Rannís að sprotafyrirtækin eru oft betur undirbúin en áður þegar þau hefja leitina að fjárfestum. Jenný bendir á að enn séu ekki margir sjóðir hér á landi sem fjár- festa í sprotum, en með stofnun Crowberry á síðasta ári urðu sjóðir- nir fjórir talsins. Eru sjóðirnir þannig byggðir upp að þeir fjárfesta í þrjú til fjögur ár en einbeita sér síðan að því að fylgja fjárfestingum sínum eftir og ráðast ekki í nýfjárfestingar á meðan, og fjármögnun nýrra sprota í leit að fjármagni því háð þessum sveiflum. Að mati Jennýjar er brýnt að renna enn sterkari stoðum undir fjár- mögnun íslenskra sprota með því að laða að erlent fjármagn. „Það var mikilvægt fyrir okkur hjá Crowberry að hafa það inni í fjárfestingarstefnu okkar að af þeim tíu til tólf félögum sem við munum fjárfesta í er mögu- legt að eitt til tvö verði útlend. Með því að fjárfesta erlendis til hliðar við aðra sjóði er mun auðveldara að fá þá inn í fjárfestingar í íslenskri nýsköp- un og tækni. Þannig getum við ýtt fyrirtækjunum lengra áfram þar sem baklandið verður sterkara og að- gangur að þekkingu og reynslu margfaldast.“ Ekki þarf að finna upp hjólið í þessum efnum, segir Jenný, heldur hægt að fylgja góðum fordæmum er- lendis: „Finnski sjóðurinn Tesi, sem er sambærilegur við Nýsköp- unarsjóð, ákvað að fjárfesta ekki að- eins í finnskum sjóðum sem styðja við nýsköpun og sprota heldur líka í sjóð- um víðsvegar um Evrópu, en það fjármagn er skilyrt þannig að einhver hluti þess þarf að fara til finnskra nýsköpunarfyrirtækja. Það hefur enda sýnt sig að þegar Finnar eru í hópi bakhjarla sprotafjárfesting- arsjóða, þá líta þeir meira til finnskra fjárfestingartækifæra en þeir myndu ella gera.“ Ísraelarnir gengu enn lengra og buðu erlendum fjárfestum rausnar- legt mótframlag gegn fjárfestingu í sjóðum sem fjárfesta í nýsköpun. „Það olli gífurlegri aukningu í er- lendri fjárfestingu í ísraelskum ný- sköpunarfyrirtækjum. Síðan minnk- aði smám saman þörfin fyrir aðkomu ríkisins, en áhugi erlendra fjárfesta hélst óbreyttur enda búið að byggja upp öflugt sjóðaumhverfi.“ Sprotar virðast vel fjármagnaðir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sprotar byrjuðu árið af krafti og fengu þrjú fyrir- tæki samtals 26 milljóna dala fjármögnun í janúar. Brýnt er að styrkja fjár- mögnunarumhverfið hér á landi með meiri þátttöku erlendra sjóða. Jenný Ruth Hrafnsdóttir Kristinn Árni Lár Hróbjartsson Morgunblaðið/Golli Mynd úr safni af nemendum í nýsköpunaráfanga hjá FB. Fjármögnunar- umhverfi sprota hér á landi hefur batnað mikið á undanförnum árum. SPROTAR Expectus Guðrún Eydís Jónsdóttir hefur verið ráðin hugbúnaðarsérfræðingur hjá Expectus Software. Fyrir- tækið, sem er dótturfélag Expectus, sérhæfir sig í þróun á hugbúnaðarlausnum exMon og exTables. Guðrún Eydís er með BS-gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu frá Chalmers University of Technology sem hún lauk á nýliðnu ári. Í tilkynningu frá Expectus kemur fram að markaðurinn hér á landi hafi tek- ið vel í hið íslenska exMon-rauntímaeftirlitskerfi en það er hluti af þeim lausnum sem Expectus býður upp á og tengjast mælaborðum og stjórn- endaupplýsingum. Þá hefur Garðar Ingi Reynisson einnig gengið til liðs við Expectus sem ráðgjafi og sérfræðingur í áætlanagerð og rekstrarhagkvæmni. Lýtur starf hans meðal annars að verk- efnum tengdum áætlanakerfinu Kepion. Garðar er með BS-gráðu í hátækniverkfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og MS-gráðu í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Expectus var fyrst íslenskra fyrirtækja til að uppfylla skilyrði sem Microsoft Gold Partner á sviði viðskiptagreindar, að því er fram kemur í tilkynningu, auk þess að vera eini aðilinn á Íslandi sem hefur vottun til að veita þjónustu á sviði innleiðingar stefnu með 4DX-aðferðafræði FranklinCovey. Nýir sérfræðingar í ráðgjöf og upplýsingatækni Landsbankinn Arn- heiður Klausen Gísla- dóttir hefur verið ráð- in í starf forstöðu- manns Fyrirtækja- miðstöðvar Lands- bankans. Miðstöðin, sem er staðsett í Borgartúni, sinnir málefnum minni og meðalstórra fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Þar eru starfsmenn fyrirtækjaþjónustu bankans á höfuð- borgarsvæðinu staðsettir. Arnheiður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Við útskrift árið 2000 hóf hún störf sem sérfræðingur í útlánamati fyrir útibú Landsbank- ans. Hún varð útibússtjóri í Austur- bæjarútibúi, síðar Borgartúnsútibúi, árið 2007 og hefur gegnt starfi svæðisstjóra í miðstöðinni frá 2014. Nýr forstöðumaður fyrirtækjamiðstöðvar VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.