Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 2

Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 2
Í SPLIT Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslendingar þurfa að bíða enn um sinn eftir fyrsta sigrinum gegn Kró- atíu á stórmóti karla í handknatt- leik. Króatar slitu sig frá íslenska liðinu í síðari hálfleik og sigruðu, 29:22, þegar liðin mættust í A-riðli EM í Split í gærkvöldi. Framundan er úrslitaleikur á morgun gegn Serbíu um hvort liðið kemst áfram í milliriðilinn í Zagreb ásamt Króöt- um og Svíum. Vert er að geta þess að Íslend- ingar léku mjög vel í fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður í Spaladium- höllinni þar sem um 11 þúsund Kró- atar studdu lið sitt með tilheyrandi látum. Króatía er geysilega erfiður andstæðingur. Ekki einungis vegna þess að liðið spilar iðulega um verð- laun á stórmótunum heldur einnig vegna þess að leikmenn liðsins eru einstaklega klókir. Í vörninni reyna þeir að koma andstæðingunum úr jafnvægi með fjölbreyttum varn- arleik og bíða eins og hýenur eftir því að komast inn í sendingar þegar andstæðingur lendir í ógöngum. Okkar mönnum tókst að forðast það að mestu leyti með góðri frammi- stöðu í sókninni í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14:13. Janus Daði Smárason skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jafnaði því leikinn. Þá kom hins vegar kafli þar sem Króatar skoruðu fimm mörk í röð. Þeir tóku upp á því að taka mark- vörðinn út af og bæta við manni í sóknina. Þeir voru snjallir að nýta yfirtöluna sem skapast við það. Guð- jón Valur Sigurðsson fékk reyndar tækifæri til að jafna 15:15 en hitti ekki markið þegar hann freistaði þess að skjóta yfir völlinn í opið markið. Í síðari hálfleik reyndist erfitt að verjast Króötum og þeir voru mjög agaðir í sínum sóknum. Markvarsla Björgvins Páls Gúst- avssonar var ekki í líkingu við það sem hann kallaði fram gegn Svíum og Ágúst Elí Björgvinssyni gekk ekki betur þegar hann kom inn á eftir 40 mínútur. Nánast er útilokað að Ísland geti unnið Króatíu á útivelli þegar mark- varslan er ekki betri. Þar er ekki einungis við markverðina að sakast því vörnin átti erfitt með að hemja útileikmenn Króata. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom sterkur inn í bakvarðastöðuna í vörninni undir lok fyrri hálfleiks en þar hafði Janus átt erfitt uppdráttar. Janus var hins vegar ógnandi í sókninni og þar lék Aron Pálmarsson einnig mjög vel lengst af. Þá átti Ómar Ingi Magn- ússon góða spretti í fyrri hálfleik. Ljósmynd/Uros Hocevar Markahæstur Aron Pálmarsson er hér að skora eitt af fimm mörkum sínum gegn Króötum í gærkvöld. Króatar of snjallir í Split  Biðin eftir fyrsta sigrinum á Króötum lengist frekar  Góð frammistaða Íslands í fyrri hálfleik  Fimm mörk í röð frá Króötum lögðu grunninn að sigri þeirra 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Spaladium-höllin í Split, lokakeppni EM karla 2018, A-riðill, sunnudaginn 14. janúar 2018. Gangur leiksins: 2:2, 5:4, 7:7, 8:8, 12:9, 14:13, 17:14, 21:15, 22:16, 24:18, 27:20, 29:22. Mörk Króatíu: Luka Cindric 7, Igor Karacic 4/1, Luka Stepancic 4, Manuel Strlek 4, Marko Mamic 4, Iv- an Cupic 2, Denis Buntic 2, Igor Vori 1, Marko Kopljar 1. Varin skot: Ivan Stevanovic 8, Mirko Alilovic 2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 4/3, Ólafur Andrés Guðmundsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Janus Daði Smárason 3, Rúnar Kárason 2, Arnar Freyr Arn- arsson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, Ágúst Elí Björgvinsson 3. Utan vallar: 0 mínútur. Dómarar: Evgeny Zotin og Nikolay Volodkov, Rússlandi. Áhorfendur: 11.000. Króatía – Ísland 29:22 Pierre-Emerick Aubameyang, framherjinn öfl- ugi í þýska liðinu Borussia Dort- mund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það gerði markalaust jafntefli við Wolfsburg á heimavelli í gær. Í þriðja sinn á tveimur síðustu leik- tíðum var Aubameyang settur í agabann. Gabonmaðurinn, sem hef- ur skorað 13 mörk í 18 deildar- leikjum með Dortmund á tíma- bilinu, mætti ekki á liðsfund degi fyrir leik og ákvað þjálfari liðsins að velja hann ekki í hóp sinn. „Hann sagðist hafa gleymt fundinum en við vitum allir að það var ekki ástæðan,“ sagði Peter Stöger, þjálf- ari Dortmund, við fréttamenn. gummih@mbl.is Enn og aftur settur í agabann Pierre-Emerick Aubameyang Körfuknattleiks- deild Skalla- gríms hefur slitið samstarfi sínu við Richardo Gonzáles Dávila, þjálfara meist- araflokks kvenna og yngri flokka hjá félaginu. Gonzáles var gagnrýndur fyr- ir framgöngu sína þegar liðið tap- aði fyrir Njarðvík í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta, en hann þótti helst til harður í gagn- rýni sinni á leikmenn sína. Þá lét Cameron Tyson-Thomas hafa það eftir sér eftir leik liðanna að hún teldi að sú leið sem Gonzáles viðhafði við að stýra Skallagríms- liðinu í leiknum hefði orðið til þess að liðið laut í lægra haldi í leiknum. Körfuknattleiksdeild Skallagríms vinnur að ráðningu nýs þjálfara liðsins, sem er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni fjögurra efstu liða í Dominos-deild kvenna í körfu- bolta. Skallagrímur rak Gonzáles Ricardo Gonzáles A-RIÐILL: Ísland – Króatía.................................... 29:22 Svíþjóð – Serbía................................... 30:25  Kristján Andrésson er þjálfari Svíþjóð- ar. Staðan: Króatía 2 2 0 0 61:44 4 Ísland 2 1 0 1 48:53 2 Svíþjóð 2 1 0 1 54:51 2 Serbía 2 0 0 2 47:62 0 Leikir á morgun: 17.15 Ísland – Serbía 19.30 Króatía – Svíþjóð B-RIÐILL: Austurríki – Frakkland ...................... 26:33  Patrekur Jóhannesson er þjálfari Aust- urríkis. Noregur – Hvíta-Rússland.................. 33:28 Staðan: Frakkland 2 2 0 0 65:57 4 Noregur 2 1 0 1 64:60 2 Hvíta-Rússland 2 1 0 1 55:59 2 Austurríki 2 0 0 2 52:60 0 C-RIÐILL: Þýskaland – Svartfjalland ....................32:19 Makedónía – Slóvenía ...........................25:24 Staðan: Þýskaland 1 1 0 0 32:19 2 Makedónía 1 1 0 0 25:24 2 Slóvenía 1 0 0 1 24:25 0 Svartfjallaland 1 0 0 1 19:32 0 D-RIÐILL: Spánn – Tékkland................................. 32:15 Danmörk – Ungverjaland.................... 32:25 Staðan: Spánn 1 1 0 0 32:15 2 Danmörk 1 1 0 0 32:25 2 Ungverjaland 1 0 0 1 25:32 0 Tékkland 1 0 0 1 15:32 0 EM 2018 Í KRÓATÍU Það er ljóst eftir úrslitin í A-riðli Evrópumótsins í handknattleik í gær að Ísland og Serbía mætast í úr- slitaleik um sæti í milliriðli í loka- umferðinni á morgun. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá Svíþjóð svöruðu tapinu gegn Íslandi í fyrsta leik með því að skella Serbum í gær, 30:25, og bæta þar með stöðu sína í riðlinum. Svíar voru sex mörkum yfir í hálf- leik, 16:10, en Serbar virtust ætla að geta hleypt spennu í leikinn á ný eft- ir hlé. Þeir voru tveimur fleiri um tíma en fóru illa að ráði sínu og Svíar unnu öruggan sigur og kræktu í sín fyrstu stig í riðlinum. Serbar eru án stiga en eygja enn von um milliriðla með sigri gegn Íslandi. Annað tap Patreks Patrekur Jóhannesson er í vand- ræðum með lærisveina sína hjá Austurríki eftir annað tap í B-riðli, nú fyrir heimsmeisturum Frakka 33:26. Austurríki var undir allan tímann, meðal annars fimm mörkum í hálfleik 17:12, og mátti að lokum sætta sig við sjö marka tap. Aust- urríki verður nú einfaldlega að vinna Noreg í lokaumferð riðilsins á morg- un, en Frakkar eru hins vegar komnir áfram í milliriðil. Austurríki mætir Noregi í loka- leiknum á morgun og dugir ekkert nema sigur til þess að eiga mögu- leika á því að komast áfram í milli- riðil. Noregur vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi 33:28 og nældi í sín fyrstu stig. Austurríki er því eina þjóðin án stiga í riðlinum. AFP Austurríki Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni gegn Frökkum í gær. Ísland er eina von Serba  Serbía fer í úrslitaleik gegn Íslandi  Patrekur í vanda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.