Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 5

Morgunblaðið - 15.01.2018, Page 5
Í HÖLLINNI Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is Með þolinmæðina að vopni tókst Keflvíkingum að leggja baráttuglaða og þrjóska nágranna sína í Njarðvík að velli, 74:53, í úrslitaleik Maltbik- ars kvenna í körfubolta í Laug- ardalshöllinni á laugardaginn var. Þó heil 20 stig skilji liðin að í úrvals- deildinni var leikurinn lengst af spennandi, Keflvíkingar voru yfir allan tímann en þeim tókst seint að slíta sig frá baráttuglöðum Njarð- víkingum sem eygðu að klára ótrú- legt Öskubuskuævintýri. Reyndist of stór biti Njarðvík hefur tapað hverjum einum og einasta deildarleik sínum í vetur, 15 talsins, en í bikarnum urðu þrjú sterk úrvalsdeildarlið Njarð- víkingum að bráð. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar frá því í fyrra og nágrannarnir í Keflavík reyndust þó einum of stór biti fyrir hugaða Njarðvíkinga sem geta verið stoltir af sínu liði. Þetta hefði þó getað ver- ið allt öðruvísi leikur ef Shalonda R. Winton hefði ekki verið að sýna all- ar sínar bestu hliðar. Sú bandaríska skoraði 37 stig og átti 23 fráköst fyrir Njarðvík í leiknum og hrein- lega kjöldró mótherja sína á löngum köflum en það var henni að þakka að grænklæddir voru nokkrum sinnum hársbreidd frá því að komast yfir. Njarðvíkingum tókst að jafna metin rétt fyrir hálfleik og svo aftur í þriðja leikhluta en aldrei kom þessi mikilvæga karfa til að koma liðinu í forystu. Í fjórða leikhluta var róð- urinn svo einfaldlega orðinn of þungur er lið Njarðvíkur varð þreytt og þunglamalegt. Mikil breidd hjá Keflvíkingum Á meðan Njarðvík spilaði á sömu leikmönnum allan tímann sást ber- sýnilega hve mikil breidd er í liði Keflavíkur, þrátt fyrir að mikilvægir leikmenn sitji hjá vegna meiðsla ásamt því að veikindi herjuðu á leik- mannahópinn nýlega. Hin banda- ríska Brittanny Dinkins er yfirleitt í brennidepli þegar liðið spilar, enda frábær leikmaður, en hún hafði hægt um sig framan af í gær. Mik- ilvægi hennar skein þó í gegn í síð- ari hálfleik en hún átti ótal varn- arfrákasta á ögurstundum. Keflvíkingar voru fyrst og fremst þolinmóðir og biðu tækifæris til að koma sér í afgerandi stöðu og þar var það Embla Kristínardóttir sem bar af að lokum í liði meistaranna; hún stjórnaði leiknum vel og setti niður mikilvægar körfur í fjórða leikhlutanum til að skilja liðin end- anlega að. Embla aftur á heimaslóðir Stór skörð hafa verið höggvin í lið Keflavíkur undanfarið vegna meiðsla og kom liðið nokkuð breytt til leiks eftir jól en brugðist var við áföllunum með því að fá Emblu aft- ur heim til uppeldisfélagsins. Hún var ekki lengi að finna taktinn hjá sínu gamla liði en leikurinn á laug- ardaginn var aðeins hennar þriðji fyrir Keflavík í vetur. Embla lék stórt hlutverk í liði Keflavíkur sem vann tvöfalt árið 2013 og með hana innanborðs gæti liðið afrekað það enn einu sinni en Keflavík vann auð- vitað bæði deild og bikar í fyrra. Að- spurð hvað hefði skapað þennan sig- ur sagði Embla uppskriftina einfalda; „Barátta, liðsheild og þolinmæði. Við undirbjuggum okkur fyrir erf- iðan leik og fengum hann,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið milli fagnaðarstunda í Laugardalshöllinni í gær. „Við náðum svo að koma betur stemmdar út í seinni hálfleikinn og þá gekk okkur betur,“ bætti hún við. Embla segir það vera gífurlega sætt að snúa aftur á heimaslóðir og vinna bikarinn en að nú þurfi að snúa spjótum að deildinni: „Þetta er alveg ótrúlega sætt, ég varla trúi þessu en þetta er frábært. Nú þurfum við að nýta reynsluna sem við fengum hérna til að reyna við deildina líka.“ Þolinmæði og breidd gerði gæfumuninn  Keflavík varði bikarmeistaratitil sinn og varð bikarmeistari í 22.sinn að að inn þeg- hús. int gn ra m. að fá eik í ið s a im a í Það et - aði r sta a- Axel Morgunblaðið/Hari Bikarmeistarar Helgi Rafn Viggósson lyftir bikarnum á loft eftir sigur Tindastóls gegn KR-ingum í úrslitaleik Maltbikarsins. ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Spánn Real Madrid – Villarreal.......................... 0:1 Real Sociedad – Barcelona ...................... 2:4 Eibar – Atlético Madrid........................... 0:1 Girona – Las Palmas ................................ 6:0 Deportivo La Coruna – Valencia ............ 1:2 Levante – Celta Vigo ............................... 0:1 Alavés – Sevilla......................................... 1:0 Espanyol – Athletic Bilbao...................... 1:1 Staðan: Barcelona 19 16 3 0 52:9 51 Atlético Madrid 19 12 6 1 28:8 42 Valencia 19 12 4 3 40:19 40 Real Madrid 18 9 5 4 32:17 32 Villarreal 19 9 4 6 26:21 31 Sevilla 19 9 2 8 23:28 29 Eibar 19 8 3 8 24:31 27 Getafe 19 7 5 7 23:18 26 Girona 19 7 5 7 28:28 26 Celta de Vigo 19 7 4 8 33:27 25 Athletic Bilbao 19 6 7 6 21:20 25 Leganés 17 7 3 7 13:14 24 Real Betis 18 7 3 8 30:34 24 Espanyol 19 6 6 7 16:22 24 Real Sociedad 19 6 5 8 33:34 23 Levante 19 3 9 7 15:26 18 Alavés 19 6 0 13 14:27 18 Dep. La Coruna 19 4 4 11 21:37 16 Málaga 19 3 2 14 13:33 11 Las Palmas 19 3 2 14 14:46 11 Vináttulandsleikur karla Indónesía – Ísland.................................... 1:4 Ilham Udin 29. – Albert Guðmundsson 45., 66., 71., Arnór Smárason 58. Reykjavíkurmót karla B-riðill: KR – Leiknir R. ........................................ 3:2 Víkingur R. – Þróttur R........................... 1:2  KR 3 stig, Þróttur 3, Víkingur 0, Leiknir R. 0. Reykjavíkurmót kvenna A-riðill: KR – Fjölnir.............................................. 2:1 B-riðill: HK/Víkingur – Valur ............................... 0:2 Kjarnafæðismót karla Tindastóll – Magni ................................... 0:2 KA – Völsungur ........................................ 8:1 Leiknir F. – Þór........................................ 0:2 Fótbolti.net mót karla ÍA – ÍBV.................................................... 3:1 Breiðablik – Stjarnan............................... 0:1 FH – Grindavík......................................... 1:1 KNATTSPYRNA Maltbikar karla Úrslitaleikur: KR – Tindastóll..................................... 69:96  Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Maltbikar kvenna Úrslitaleikur: Keflavík – Njarðvík.............................. 74:63  Þetta var 22. bikarmeistaratitill Keflvík- inga. 1. deild karla Gnúpverjar – Fjölnir............................ 66:95 Staðan: Skallagrímur 13 11 2 1320:1162 22 Breiðablik 13 10 3 1174:1051 20 Snæfell 13 9 4 1308:1220 18 Vestri 13 9 4 1183:1125 18 Hamar 13 9 4 1204:1173 18 Fjölnir 15 7 8 1297:1318 14 Gnúpverjar 14 4 10 1218:1318 8 FSu 14 1 13 1168:1292 2 ÍA 12 0 12 943:1156 0 Spánn Valencia – Zaragoza ......................... 103:58  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 3 stig og tók 2 fráköst fyrir Valencia. B-deild: Picken Claret – Leganés ................... 43:61  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 9 stig, tók 11 fráköst og gaf eina stoðsend- ingu fyrir Leganés. Frakkland Le Mans – Chalons-Reims .................. 90:84  Martin Hermannsson skoraði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir Calons-Reims. Pau-Orthez – Cholet .......................... 70:78  Haukur Helgi Pálsson skoraði 4 stig fyr- ir Cholet en hann lék í 23 mínútur. Danmörk Virum – Hörsholm .............................. 59:66  Sandra Lind Þrastardóttir skoraði 3 stig fyrir Hörsholm og tók eitt frákast. NBA-deildin SA Spurs – Denver............................. 112:80 Toronto – Golden State 125:127 Chicago – Detroit 107:105 Washington – Brooklyn 119:113 Charlotte – Oklahoma........................ 91:101 Dallas – LA Lakers .......................... 101:107 LA Clippers – Sacramento .............. 126:105 KÖRFUBOLTI Pétur Rúnar Birgisson Flest stig, flestar stoðsendingar og flest fráköst í liði Tinda- stóls. Bestur á vellinum, alveg sama hvert er litið. Hann má vera stoltur af sinni frammistöðu. Moggamaður leiksins Laugardalshöll, Maltbikar kvenna, úrslitaleikur, laugardaginn 13. janúar 2018. Gangur leiksins:: 4:1, 6:6, 10:9, 15:12, 22:17, 25:20, 33:26, 35:35, 37:37, 44:39, 44:43, 51:46, 61:51, 63:58, 71:63, 74:63. Keflavík: Embla Kristínardóttir 20/6 fráköst, Thelma Dís Ágústs- dóttir 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins 16/11 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5. Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn. Njarðvík: Shalonda R. Winton 37/ 23 fráköst/3 varin skot, Erna Frey- dís Traustadóttir 7, Björk Gunn- arsdótir 6/4 fráköst, Hrund Skúla- dóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 4, Aníta Carter Kristmundsdóttir 3, María Jóns- dóttir 1/4 fráköst. Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Keflavík – Njarðvík 74:63

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.