Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 18
Getty Images/iStockphoto
glíma við áföll eða ofbeldi og nota
mat eða matarleysi til að framkalla
hugbreytandi ástand. Þegar viðkom-
andi byrjar að nota matvæli sem í eðli
sínu geta verið fíknivaldar, þróum við
gjarnan efnalega ánetjun í þau. Og
það eru í raun fáir að spá í hvað ligg-
ur á bakvið að þú hámir í þig heilan
kexpakka í einni lotu í stjórnleysi.“
Hún segir annan þátt þegar skjól-
stæðingur er í hegðunarfíkn, s.s.
vinnu-, spila-, skulda- eða eyðslufíkn
þá sé hann að keyra upp adrenalín-
framleiðslu með streituhormónum,
að koma upp aðstæðum sem mynda
efnahvörf í líkamanum sem eru eins
og þau sem myndast þegar við borð-
um sykur, sterkju o.fl.“
Sykur meira ávanabindandi
en kókaín
En hvað segja rannsóknir okkur
um áhrif sykurs á heilann?
„Sykur getur verið átta sinnum
meira ávanabindandi en kókaín sam-
kvæmt virtum rannsóknum á þessu
sviði í dag. Neysla á sykruðum fæðu-
M
argir af skjólstæð-
ingum okkar hafa
notað sætindi eða
mat til að breyta
vanlíðan sinni.
Ýmsar fæðuteg-
undir virka einmitt eins og deyfilyf
og vímuefni. Þetta gerist oft í kjölfar-
ið á upplifun á áföllum eða ofbeldi
sem viðkomandi verður fyrir,“ segir
Esther sem er heilbrigðið uppmálað,
grönn og heilsusamleg og maður
veltir fyrir sér hvort skjólstæðingum
stafi ekki ógn af því að leita aðstoðar
til manneskju sem virðist svona frjáls
viðvíkjandi mat. „Ég sjálf var 60 kg
þyngri fyrir 15 árum og þekki því af
eigin raun að vera matarfíkill.“
Frjáls í kringum mat
Í dag segist Esther lifa góðu lífi og
það sé rétt tilgetið hjá blaðamanni að
hún er frjáls gagnvart mat. „Þegar
við tökum út fæðutegundir sem eru
ávanabindandi verður lífið ekki bara
svart og hvítt. Ég gekk inn í nýtt líf í
mínum bata þar sem ég fékk loksins
að borða frábæran mat og mikið af
honum. Ég er alla daga södd, blóð-
sykurinn er í lagi og mér líður vel á
líkama og sál. Ég veit að þetta hljóm-
ar einkennilega en það sama gerist
hjá einstaklingi í bata frá áfeng-
isneyslu. Hann getur verið frjáls í
hinum ýmsu aðstæðum, því hann
upplifir ekki löngun í áfengi og er
sáttur með þær ákvarðanir sem hann
hefur tekið í lífinu.“
Esther segir að ef við eigum við
áfengis- eða vímuefnavanda að stríða
sé það afmörkuð fíkn í ákveðin efni
sem breyta líðan, en hægt er að taka
alfarið út úr lífsstílnum, en varðandi
mat þá erum við að glíma við miklu
víðtækara mál. „Við getum ekki bara
hætt að borða. Við þurfum öll nær-
ingu og viljum og eigum að njóta þess
að nærast. En áskorunin er að stór
hluti þess sem við neytum í dag er
verksmiðjuframleidd, tilbúin fæða,
þar sem sykri, sterkju, fitu og salti er
bætt við hana. En þetta geta allt ver-
ið fíknvakar fyrir matarfíkla. Því
meira sem fæða er unnin, því meiri
líkur eru á að hún geti verið ánetj-
andi.
Sem dæmi þá getur þú borðað
kókaín-lauf beint af trénu og fundið
kannski smá breytingu, en þegar
laufið hefur verið verksmiðjufram-
leitt í duft þá er það orðið eitt af
hættulegustu vímuefnum sem þekkj-
ast.“
Vanlíðan afgreidd með mat
En hver er munurinn á matarfíkn
og t.d. áfengisfíkn?
„Það er nákvæmlega það sama að
gerast í höfðinu á matarfíklum og
öðrum fíklum ef við skoðum heila-
sneiðmyndir í þessu samhengi. Eitt
frægasta dæmið er rannsókn á við-
brögðum í heilastarfsemi þegar fíkni-
efnafíkli var sýnd mynd af kókaín
krakkpípu og matarfíkli var sýnd
mynd af mjólkurhristingi. Niðurstöð-
urnar voru sláandi eins.“
Esther segir fjölmarga vera að
glíma við lystarstol, ofát og lotutengt
át. „Sá sem glímir við átröskun, hefur
oftar en ekki lært að glíma við líðan
sína og tilfinningar með áti og neyslu
á ákveðnum matartegundum. Margir
tegundum er einnig talin valda 70%
af þeim lífsstílssjúkdómum sem við
glímum við. Heilbrigðisyfirvöld ættu
því að mínu mati að taka þessi mál
miklu fastari tökum. Svo ekki sé
minnst á þá staðreynd að 60% lands-
manna eru í yfirþyngd og þeim
kostnaði sem af því hlýst fyrir heil-
brigðiskerfið okkar.“
En eru þá allir í yfirþyngd mat-
arfíklar?
„Nei, alls ekki. Þeir sem gleyma
sér í vananum, og ákveða svo að taka
sig á í lífinu og tekst það eru að öllum
líkindum ekki fíklar. Matarfíklar
hinsvegar reyna að létta sig eða tak-
ast á við stjórnlausa áthegðun og
lenda á vegg. Þeir ná árangri inni á
milli en detta svo aftur í sama farið
eða verra ástand og geta því þurft að-
stoð rétt eins og aðrir sem glíma við
fíknivanda.
Það langar engan
að vera yfir 100 kg
Það er svo mikilvægt að við áttum
okkur á því og samþykkjum að það
langar engan að vera yfir 100 kg, eða
yfirleitt að glíma við þyngdarvanda.
En hjá mörgum gerist það þrátt fyrir
að einstaklingurinn sé að gera allt
sem hann getur til að stöðva þyngd-
araukninguna. Því fyrr sem við átt-
um okkur á að viljastyrkurinn virkar
ekki þegar kemur að þessum vanda
og leitum eftir ráðgjöf þar sem unnið
er með þennan vanda sem fíkni-
vanda, því fyrr fáum við tækifæri til
að upplifa það frelsi sem í því felst að
nota þær meðferðarleiðir sem í raun
virka fyrir þennan sjúkdóm,“ segir
Esther og tekur sjálfa sig sem dæmi.
„Ég glímdi við mikla afneitun á vand-
anum og upplifði mig t.d. aðeins sem
pínulítinn matarfíkill þó að ég væri
60 kg yfir kjörþyngd og glímdi við
gríðarlegt þunglyndi, þrátt fyrir að
ég væri búin að reyna allt undir sól-
inni til að takast á vanda minn og
hann jókst alltaf og varð stöðugt
verri viðfangs. Þegar mér hinsvegar
lánaðist að fara eftir leiðbeiningum
sem virka fyrir matarfíkla og upplifa
þær jákvæðu breytingar á líðan bæði
líkamlega og andlega, þá í raun áttaði
ég mig á hversu alvarleg staða mín
var orðin.
Varð aldrei södd
„Ég til dæmis þekkti ekki það
ástand að vera södd, neyslan mín og
áhrif hennar á heila- og taugamóttak-
arana í heilanum svæfðu eðlilega til-
finningu fyrir seddu og ollu stöðugri
ílöngun (craving) sem stjórnaði lífi
mínu. Í dag hef ég átt 5.420 daga þar
sem ég hef haldið mig frá skaðlegum,
ávanavekjandi fæðutegundum, borð-
að hollan og góðan mat og finn fyrir
eðlilegri seddutilfinningu og vellíð-
an,“ segir hún og leggur áherslu á að
það að átta sig á þætti afneitunar á
vandanum sé stór þáttur í ráðgjöfinni
og meðferðinni sem hún leiði skjól-
stæðinga sína í gegnum og svo
fræðslan um hvernig ákveðnar mat-
artegundir valdi breytingum í heila-
starfseminni.
Mælikvarðinn á matarfíkn
Hver er þá mælikvarðinn á hvort
við glímum við matar- eða átfíkn?
„Það er þrennt sem þarf að vera til
Er löngun þín í sætindi
eða mat stjórnlaus?
Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins
þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og
erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í
gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Hún hefur lagt sitt af
mörkum við að fræða landsmenn um stjórnleysi tengt mat og
áhrif þess á andlega og líkamlega heilsu fólks. Enda hefur
vitundarvakning tengd matarfíkn stóreflst á undanförn-
um árum, sem og skilningur almennings á málefn-
inu. Eitt megineinkenni matarfíknar er afneitun og
því eru margir að kljást við þessa fíkn einir
og í einangrun. Við leitumst við að skilja
vandamálið betur.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
„Varðandi mat þá erum við
að glíma við mjög víðtæk
mál. Við getum ekki bara
hætt að borða,“ segir Esther
Helga Guðmundsdóttir hjá
Matarfíknarmiðstöðinni.
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018