Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 02.01.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 É g get ekki sagt að ég hafi alltaf verið í góðu formi. Þegar ég var um þrítugt þá drakk ég eins og fiskur og reykti eins og stromp- ur. Ég var um 100 kg að þyngd, enda borðaði ég að lágmarki tvisv- ar á dag á veitingahúsum og þess utan var ég alltaf í vinnunni,“ segir Pétur og útskýrir að það hafi verið á þessum tíma sem hann ákvað að taka líf sitt í gegn. „Ég breytti al- gjörlega um lífsstíl. Það var góð ákvörðun að hætta að drekka og reykja. Svo gifti ég mig, eignaðist börnin mín. En hreyfingin kom ekki inn í líf mitt fyrr en 10 árum seinna þegar ég var orðinn fertug- ur,“ segir Pétur. Lykillinn að æfa í góðum félagskap Í dag hefur Pétur aldrei verið í betra formi. Hann er líka byrjaður á fjallahjóli, fjallaskíðum og fjalla- hlaupum. „Við eigum yndislega náttúru og það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri að komast út úr bænum í kyrðina og hreyfa mig uppi á fjöllum.“ En hver er lykillinn að því að snúa við lífinu og komast í form að mati Péturs? „Fyrir mig var lykillinn að því að fara að æfa og halda mig í íþróttinni annars vegar að vera í góðum félagsskap og hins vegar að ganga í félag. Sem dæmi í þrí- þrautinni, þá hef ég æft með bæði með Ægi og Breiðabliki, sem eru bæði frábær félög. En þegar þú skráir þig í félag ertu með þjálf- ara, æfingaprógram og að æfa með fólki sem þú fylgir eftir. Þú færð góðar leiðbeiningar frá þjálfara sem gerir það að verkum að það fer að verða skemmtilegt að mæta á æfingar. Þar hittirðu félagana þína, endar í pottinum á eftir æf- ingar eða á djúsbarnum. Það er þessi félagslegi þáttur og að vera ekki einn að æfa sem mér finnst skipta máli. Svo ekki sé minnst á að skrá sig í keppni og vera með markmið.“ Duglegur að vinna frameftir fer ekki í endurminningarnar En hvað um þá sem segjast ekki hafa tíma til að æfa. Hefur vinnan aldrei verið fyrir æfingapró- gramminu? „Fyrir mína parta þá er það á hreinu að ég er ekki að fara að skrifa í endurminningarnar mínar hvað það var gaman að vinna fram- eftir alla daga í lífinu,“ segir Pétur og brosir. „Auðvitað skiptir miklu máli að reyna að finna jafnvægi í lífinu, á milli vinnu, fjölskyldu og hreyfingu. En ég verð persónulega sorgmæddur þegar ég hugsa um þann tíma þegar ég týndi mér í vinnu. Það skilar kannski árangri og tekjum að vinna út í eitt, en hvað situr eftir?“ spyr Pétur. Hann rifjar upp árin sem hann var framkvæmdastjóri Íslandsbanka í London og síðar forstjóri Straums. „Ég man sem dæmi árin mín í bankanum, hvað maður var stoltur af öllu því sem við vorum að gera, en svo fór allt á hausinn og vinnan hvarf. Atburðarásin sem fór af stað var þannig að maður fékk tækifæri til að endurskoða lífið og ég persónulega fór að velta fyrir mér hvernig minningar gefur það að leggja allt í vinnuna.“ Pétur er sammála því að Járn- maðurinn sé mikil vinna og það gangi kannski ekki með fullri vinnu og fjölskyldu. „Það er áskor- un og þú þarft að fórna einhverju, því það er ekki hægt að æfa fyrir Járnkarl og gera allt hitt líka. Hins vegar getur Járnmaðurinn verið frábær kostur fyrir einhvern sem er ekki búinn að eignast börn eða fyrir þá sem eiga uppkomin börn sem eru farin að heiman.“ Að sögn Péturs má áætla að æf- ingar fyrir Járnkarlinn taki allt frá 3 stundum til 5 stunda á dag. „Þú byrjar kannski daginn á að fara á sundæfingu, sem tekur 1,5 klukku- stundir, svo ferðu að hjóla eða hlaupa seinna um daginn. Um helgar tekurðu svo kannski 5 klukkustunda hjólaæfingu. Svo þetta er hellings vinna, og gera þarf ráð fyrir klukkustund í kring- um hverja æfingu til að koma sér á staðinn, baða sig o.fl.“ „Eftir að ég varð fimmtugur, þá hef ég verið aðeins lausari við í vinnu, sumir myndu jafnvel segja að ég hafi ekkert verið að vinna. Ég var í hálfu starfi og eiginlega rekinn fyrir að æfa svona mikið. Kannski eru það ekki svo mikil meðmæli með mér í þessu,“ segir Pétur og útskýrir að hann hafi fundið betra jafnvægi í dag. Óttinn er bara í hausnum á manni „Ég var bara eitthvað svo ákveð- inn að standa mig í að ná árangri í þessu. Og það kostaði mig ým- islegt, en breytti jafnframt lífi mínu sem ég er þakklátur fyrir.“ Geturðu sagt okkur meira um það? „Já, allt í einu uppgötvaði ég að ég gæti miklu meira en ég hafði áður talið mig geta, ég fór lengra. Ýtti mér út á ystu brún bæði and- lega og líkamlega. Maður kemst greinilega alltaf miklu lengra en maður telur í fyrstu,“ segir Pétur og útskýrir að í dag óttist hann Morgunblaðið/RAX Tilgangur lífsins að rækta hið góða Pétur Einarsson er einn af þeim sem verða bara betri með árunum. Hann hefur þrisvar tekið þátt í Járnmanninum, hann varð einn fyrsti Íslendingurinn til að klára öll aðalmaraþonin (Boston, Chicago, New York, Berlin og London), hann byrjaði í þríþraut 2006, hann hefur hjólað mörg þúsund kílómetra og er nú með það nýja markmið að keppa á fjallaskíðum. Hann vakti athygli fyrir að vera í góðu formi þegar hann tók að sér hlutverk Baltasars Kormáks í Eiðnum, þar sem hann hjólaði og synti fyrir Balta í kvikmyndinni. Hvaða mann hefur Pétur að geyma, hefur hann hafi alltaf verið í góðu formi og hvernig æfir hann? Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Ég var bara eitthvað svo ákveðinn að standa mig í að ná árangri í þessu. Og það kostaði mig ýmislegt, en breytti jafnframt lífi mínu sem ég er þakklátur fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.