Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 4

Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 R únar Helgi Vignisson rithöf- undur og þýðandi er for- stöðumaður MA-námsins í ritlist og þar kennir hann ásamt vel mannaðri sveit samkenn- ara í námi sem tekur alls fjögur miss- eri. Færri komast að en vilja og flestir mæta til leiks með það fyrir augum að fá sköpunarverk sín útgef- in. „Við erum reyndar líka með ritlist á BA-stiginu sem aukagrein og er hún opin öllum meðan pláss leyfir. Þar er áherslan aðallega á almenna þjálfun í ritsmíðum, bæði hagnýta og listræna. Þarna er á ferðinni ákveðið bland í poka og hefur notið vaxandi vinsælda því margir sjá sér hag í því að taka þetta meðfram öðru námi til þess að verða einfaldlega betri pennar og geta fyrir bragðið komið sínum fræðum betur til skila,“ út- skýrir Rúnar Helgi. Hann bætir því við að einkum séu það nemendur af Hugvísindasviði sem bæti ritlist við sem aukagrein, ekki síst nemendur í bókmenntafræði, kvikmyndafræði og íslensku. „En sem betur fer slæðist með fólk úr ýmsum öðrum greinum enda eru allir velkomnir.“ Góður penni þarf líka að lesa mikið Rúnar heldur áfram: „En til að kom- ast inn í ritlistarnámið á meistarastigi þarf að fara í gegnum ákveðið nál- arauga. Fólk þarf að hafa skrifað eitt- hvað til að geta sótt um. Með um- sókninni þurfa að fylgja ritsýni, allt að 30 síður, og svo fer þriggja manna dómnefnd, sem ég sit í ásamt tveimur höfundum sem tilnefndir eru af Rit- höfundasambandinu, yfir umsóknir og velur inn. Síðan meistaranámið var sett á laggirnar 2011 hefur rétt rúmur þriðjungur hlotið náð fyrir augum inntökunefndar. Sumir reyna þó að bæta umsóknir sínar og komast þá stundum inn síðar.“ Rúnar Helgi bætir því við að ekki sé verra að vera búinn að kíkja eitt- hvað á ritlist sem aukagrein á BA- stigi hjá HÍ, eða taka að minnsta kosti stök námskeið, til að búa til betri umsókn. Námið á meistarastiginu er sem fyrr segir alls fjögur misseri, eða sem nemur tveimur árum. „En hafi fólk engan bakgrunn í bókmenntum bæt- ist eitt misseri við, þar sem nem- endur taka ákveðin bókmennta- námskeið á BA-stiginu, til að tryggja að viðkomandi hafi nægan bók- menntalegan bakgrunn.“ Rúnar Helgi segir námið annars ekki svo flókið, það byggist á hinu alkunnri tvennu – lestri og skrift. „Það er mat allra þeirra sem hafa tjáð sig um kennslu í ritlist að til þess að verða góður penni þurfi líka að lesa mikið. Maður þarf að vera góður lesandi, ekki bara á verk annarra heldur sjálfs sín líka til að geta ýtt verkum sínum áfram og að því miðar þetta nám – að gera fólk jafnframt að góðum lesurum til þess að það verði betri skrifarar. Við látum þau lesa talsvert af efni héðan og þaðan úr heiminum og síðast en ekki síst lesa þau verk hvert annars.“ Mikilvægt að taka þátt í samtalinu Þarna er einmitt kominn einn allra mikilvægasti þátturinn í náminu, að því er Rúnar Helgi segir. „Nemendur rýna verk hver annars og spjalla um þau þannig að tímarnir hjá okkur eru alltaf mestanpartinn spjall. Við trúum á samtalið og teljum það vera árangursríka kennslu- aðferð. Þar af leiðandi er hálfgerð skyldumæting hjá okkur. Fólk á að mæta og námið er ekki boðið sem fjarnám. Í gegnum samtalið byggist smátt og smátt upp betri tilfinning fyrir því sem maður er að gera.“ Rúnar Helgi bendir engu að síður á þá staðreynd að allmargir sem eru í meistaranáminu stundi það meðfram einhverri vinnu. Þá sé það skipulagn- ing og sjálfsagi sem gildi. Einnig sé í boði að ljúka náminu á aðeins lengri tíma. „Ef fólk virkilega gefur sig í þetta, mætir vel undirbúið og tekur þátt í umræðum, fer því ótrúlega hratt fram. Maður hefði eiginlega varla trúað því hversu hraðar framfarirnar geta orðið og það í listgrein sem sum- ir halda fram að ekki sé hægt að kenna; annaðhvort sé maður fæddur rithöfundur eða ekki. Því höfum við svarað þannig að við vitum svosem ekki með vissu hvort hægt sé að kenna þetta en við vitum að hægt er að læra það. Við reynum því að búa til umhverfi þar sem nemandinn getur þroskað hæfileika sína.“ Uppbyggjandi kennsla í stað niðurrifs Margir veigra sér mögulega við því að bera sköpunarverk sín á borð fyrir aðra, skrif þar með talin, en Rúnar Helgi tekur fram að í Ritlist þurfi enginn að óttast harkaleg viðbrögð. „Við bregðumst við því sem kemur upp úr grasrótinni, því sem nem- endur skrifa, og reynum að hjálpa þeim áfram með skrifin. Það er alltaf markmiðið hjá okkur.“ Hann bætir því við að í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum þar sem skapandi skrif komi við sögu sé nám í ritlist oftar en ekki sett þannig fram að kennarinn hakki í spað alla texta sem nemendur leggi fram, brýtur nemandann þannig niður og byggir hann svo upp eftir eigin höfði. Rúnar Helgi segir að hann og samkennarar hans leitist frekar við að hlúa að því sem verður til í náminu. „Það er ekki markmið okkar að auka umsvifin hjá sálfræðingum og geðlæknum hér í borg,“ bætir hann við og kímir, „heldur að hjálpa nem- endum að bæta sig og byggja þau upp. Við sjáum í sjálfu sér enga þörf á að rífa nemendur niður og það hefur sýnt sig að nemendur okkar – sjálfir höfundarnir sem útskrifast héðan úr ritlistarnáminu – eru ekki allir saman steyptir í sama mótið. Þvert á móti eru þeir allskonar, skrifa allskonar texta í allskonar bókmennta- formum.“ Útskrifaðir sakna félagsskaparins – vilja helst ekki hætta Þó að námið í Ritlist sé krefjandi líð- ur nemendum þar yfirleitt vel að sögn Rúnars Helga, að því marki að fólk vill stundum helst ekki hætta og þegar útskrift er í sjónmáli sé gantast með það í hópnum hvort ekki sé hægt að sækja um inngöngu í námið aftur. „Þá sakna þau félagsskaparins. Rithöfundar hafa verið ákaflega ein- angraðir í gegnum tíðina. Þeir hafa unnið hver í sínu horni og stundum átt bágt,“ útskýrir Rúnar Helgi og þó það votti fyrir glettni í röddinni þá er ljóst að þessu gamni fylgir nokkur al- vara. „Hér búum við til samfélag og leggjum mikla áherslu á það. Það er kannski það merkilegasta sem við höfum bætt við íslenskt bókmenntalíf – þetta samfélag og þau tengsl sem myndast í meistaranáminu og endast guð-má-vita-hve lengi. Fólk eignast hérna svokallaða ritvini og vinnur saman löngu eftir að námi lýkur. Það er gríðarlega dýrmætt.“ Á fjórða tug verka gefin út á nýliðnu ári Aðspurður hvort flestir sem hefji meistaranám í ritlist ali með sér þann draum að fá efni eftir sig gefið út þá samsinnir Rúnar Helgi því. „Já, ég held að flestir ætli sér það, í einhverri mynd, þó meiningin sé ekki endilega að verða rithöfundur í fullu starfi. Sú er líka raunin að langflestir sem hafa farið hér í gegn hafa sent frá sér efni, birt í blöðum, tímaritum, á vefsíðum, átt leiktexta á sviði eða hreinlega sent frá sér bækur.“ Tölurnar tala líka sínu máli um ár- angur nemenda í útgáfu, eins og Rún- ar Helgi bendir á. „Bara á þessu ári hafa komið vel á fjórða tug verka frá höfundum sem hafa farið í gegnum námið hér og þau hafa unnið til ýmissa verðlauna og fengið tilnefningar til enn fleiri. Okk- ar fólk er því farið að setja mark sitt á bókmenntalífið hérlendis nú þegar og á örugglega eftir að gera það enn frekar í framtíðinni.“ jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ritlist „Ef fólk virkilega gefur sig í þetta, mætir vel undirbúið og tekur þátt í umræðum, fer því ótrúlega hratt fram. Maður hefði eiginlega varla trúað því hversu hraðar framfarirnar geta orðið,“ segir Rúnar. Bókaútgáfa „Bara á þessu ári hafa komið vel á fjórða tug verka frá höfundum sem hafa farið í gegnum námið hér og þau hafa unnið til ýmissa verðlauna og fengið tilnefningar til enn fleiri.“ „Umhverfi þar sem nemandinn getur þroskað sína hæfileika“ Sagt er að allir gangi með bók í maganum, og það á ekki síst við um bókaþjóðina, okkur Íslendinga. Við Háskóla Íslands er boðið upp á nám í ritlist á meistarastigi og á þeim vettvangi gengur býsna vel að lokka téða bók út úr fylgsni sínu og yfir á pappír. Ritvinir „Hér búum við til samfélag og leggjum mikla áherslu á það. Fólk eignast hérna svokallaða ritvini og vinnur saman löngu eftir að námi lýkur. Það er gríð- arlega dýrmætt,“ segir Rúnar Helgi Vignisson um meistaranámið í ritlist við HÍ. Námskeið sem skila árangri. Áhersla er lögð á talþjálfun, auðgun orðaforða, skilning á menningarmun, sem og að efla sjálfstraust og samskiptahæfni. Námskeiðin eru sniðin að verðandi og núverandi háskólanemum svo og þeim sem hafa nýlega lokið námi. Samstarfskólar Lingó eru þekktir fyrir fagmennsku og byggja á áratuga þekkingu og reynslu. Tungumál & háskólanám erlendis Hagnýtt tungumálanám fyrir mennskælinga og háskólanema

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.