Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 27
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27
sjálfsögðum hluta af náminu. Sem
dæmi um þetta má nefna að á und-
anförnum 2 árum hafa æ fleiri
skólar tekið upp veflægar þjón-
ustur Microsoft (Office 365). Við
höfum þess vegna mörg tekið að
nýta þjónustur sem eru hluti af því
umhverfi í verkefnavinnu nemn-
enda, þannig að þeir verði tilbúnir
að nýta þann hugbúnað af þekk-
ingu og leikni þegar þeir fara að
vinna í skólum.“
Hver er þín skoðun á þeirri iðn-
byltingu sem er í gangi núna?
Ætli það sé ekki að bera í
bakkafullan lækinn að fullyrða að
fjórða iðnbyltingin muni breyta
öllu... En það er varla til það svið
mannlegrar tilveru sem er ekki að
færast yfir á stafrænt form líka og
í leiðinni mun það, hvernig við ger-
um hluti og menningin í kringum
einstaka svið tilverunnar breytast
líka. Við virðumst standa á þeim
stað í þróuninni þar sem við sjáum
að þeir ótrúlegu hlutir sem staf-
ræna tæknin er að gera mögulega,
þróast hraðar en við höfum nokkru
sinni séð áður og þeir eru mun
flóknari en við náum að grípa.
Þegar ég byrjaði að kenna á tölvur
vorum við að kenna fólki að vinna
á skjánum það sem það hafði áður
gert á pappír. Það sem þú gerðir á
skjánum kom eins út á pappírinn.
Þú vannst með skjal og gast nýtt
frábæra möguleika eins og „copy-
paste“ eða að senda sama bréfið í
pósti á marga viðtakendur með
persónulegum skilaboðum til hvers
og eins án auka vinnu. Síðan þá
eru gögnin okkar vistuð á mörgum
stöðum „í skýinu“, við þurfum ótal
lykilorð til að vernda þau. Við
skrifum mörg í sama skjalið sam-
tímis, spjöllum í beinni skriflaga,
munnlega eða í mynd á meðan við
þróum hugmyndirnar og birtum
þær svo á vefnum þannig að allir
viðskiptavinir fá skilaboðin sam-
stundis. Þannig gætum við lengi
talið.“
Þurfa að læra ný
samskiptamynstur
Hver eru tækifærin að þínu mati
og hindranirnar?
„Tækifærin sem þessi þróun
býður uppá eru gríðarleg. Þegar
við venjumst því að tæknin breyti
hlutum hratt og varanlega, bjóðast
uppfinningasömu fólki ótrúleg
tækifæri til að hasla sér völl og
skapa ný tækifæri þar sem engin
voru til áður. En vilji maður taka
þátt, hvort sem það er með því að
skapa nýtt eða að fylgja og bara
halda velli, þá þurfa allir að verða
færir um að læra nýjar leiðir í
samskiptum og vinnu reglulega og
viðstöðulaust. Allt bendir til þess
að hraðinn á breytingunum aukist
jafnt og þétt. Á undanförnum
fimm árum hafa verslun og við-
skipti í Kína breyst svo mikið að
mánaðarlega versla að minnsta
kosti 500 milljónir Kínverja á net-
inu með símanum sínum. Þessi
hluti atvinnulífsins er að verða
óþekkjanlegur. Þannig að málið er
ekki bara að læra að nota nýja
tækni í merkingunni að vita hvað
þú getur gert og hvar þú eigir að
smella á skjánum, heldur þurfum
við að læra ný vinnubrögð og ný
samskiptamynstur. Samskipta-
hæfnin sem dugðu verslunarfólki
þegar viðskiptavinurinn gengur
inn í búðina og spyr um nýjustu
bókina eftir Arnald, er allt önnur
en sú sem dugar í gegnum vef-
miðlana. Þegar kennarar þurfa að
hugsa um það hversu sýnilegir
þeir eru á Facebook og Twitter,
velta fyrir sér hvernig þeir svara
spurningum nemenda sinna, eða
hvernig þeir hvetja þá áfram og
lesa á milli línanna í textaskilaboð-
unum, þá þurfa þeir að læra ný
samskiptamynstur. Fyrir okkur
sem höfum annað hvort fengið að
læra þessa hluti hægt og rólega
undanfarin 20 ár eða jafnvel leyft
okkur að læra þá ekki, þá gætum
við fljótt lent í vandræðum.
Fólk er ólíkt að því leyti hvernig
það lærir. Sumir æða áfram, prófa
sig áfram og hætta ekki fyrr en
þeir geta. Þeir eru jafnvel tilbúnir
að læra nýjar aðferðir í forritinu
sem þeir nota, hálftíma áður en
þeir skila lokaafurðinni. Meðan
það stressar aðra að þurfa að læra
eitthvað nýtt á sama tíma og þeir
vinna og nota tæknina. Sumir stóla
á að fá næði til að læra á nám-
skeiði og aðrir fara jafnvel ekki á
námskeið nema þeir séu hvattir til
þess af yfirmönnum eða kollegum.
Við þurfum að taka tillit til þessa
og bjóða fólki upp á ólíkar leiðir til
að læra, annars skiljum við hluta
samstarfsmanna okkar eftir og
þeir úreldast, ná ekki að fylgjast
með og missa mikilvæg tækifæri.“
Virk í því að móta framtíðina
Hvert er hlutverk almennings í
þessari stafrænu byltingu að þínu
mati?
„Stafræn þróun í samtímanum
mun hafa veruleg áhrif á allt okkar
líf, samskipti, menningu og gild-
ismat. Þess vegna hljótum við öll
að þurfa að skilja þróunina það vel
að við getum tekið afstöðu til
hennar og tekið þátt í að móta
hana. Tökum dæmi: Ef símar, sem
allir eru með í vasanum, hafa því-
líkt aðdráttarafl að fólk nær ekki
að einbeita sér nægilega mikið við
vinnuna til að það nái árangri við
að leysa verkefni sín hvort sem
það er í kennslustofu, á fundi eða
undir stýri, þá hljótum við að
þurfa að þróa venjur, viðhorf og
menningu sem styður fólk til þess
að umgangast tæknina þannig að
hún hindri það ekki í að ná ár-
angri. Við búum þessa venjur og
menningu til saman í gegnum sam-
töl og almennar umræður. Sömu-
leiðis hljótum við, sem starfsmenn
á vinnustað, eða þátttakendur í
lýðræðislegu samfélagi að tala um
og vinna að því að við nýtum upp-
lýsingatæknina til góðs og látum
ekki einhverja sjálfvirkni ráða för
óháð því hvaða áhrif hún hefur á
líf okkar og menningu. Sem borg-
arar ber okkur að vera virk í því
að móta framtíðina saman, hvert á
sinn hátt. En það gerum við varla
ef við hunsum það sem er að ger-
ast og skiljum það ekki. Fjölmiðlar
spila hér stórt hlutverk. Ljós-
vakamiðlarnir sinna til dæmis list-
um og menningu æði vel, gjarnan
mættu þeir líka taka þennan hluta
menningar okkar til fræðandi og
gagnrýninnar umræðu reglulega.“
Ertu með námskeið eða vinnu-
stofur þar sem farið er yfir þetta
efni?
„Endurmenntun Háskóla Ís-
lands fékk mig einmitt til að
hrinda af stað nýju námskeiði þar
sem fólki verður boðið að taka frá
rólegan eftirmiðdag vikulega í
fjórar vikur til að kynna sér nýj-
ungar í upplýsingatækni og læra
að nýta af skynsemi þau verkfæri
og þær þjónustur sem því býðst
að nota í vinnunni í dag. Við mun-
um skipuleggja námskeiðið þannig
að fólk læri að skilja helstu kerfin
og þjónusturnar og hvernig það
getur nýtt sér þær til góðs í
vinnunni. Þátttakendur munu
þjálfast í því að fylgjast með og
auka leikni sína og læra sjálft að
viðhalda þekkingu sinni og færni.
Markmiðið er að hjálpa þeim að
verða sjálfstæðir í því að þróa sig
áfram í notkun upplýsinga-
tækninnar. Námskeiðið heitir
Verkstæði í upplýsingatækni og
það hefst í seinustu viku febrúar,“
segir Hróbjartur að lokum.
elinros@mbl.is
Nútíminn „Stafrænum
verkfærum sem auðvelda
allt samstarf fólks fjölgar
stöðugt og þau verða mið-
læg í hverju starfinu á fætur
öðru, þannig að það ríður á
fyrir alla að kunna að læra
að nota slíkar þjónustur.“
E k i l l ö k u s k ó l i | G o ð a n e s i 8 - 1 0 | 6 0 3 A k u r e y r i | S í m i : 4 6 1 7 8 0 0 | G s m : 8 9 4 5 9 8 5 | w w w . e k i l l . i s
ÖKUNÁM Á NETINU
Netökuskólinn Ekill gefur þér færi á að stunda
ökunám þegar þér hentar, þar sem þér hentar.
Skráning á www.ekill.is
SKÓLI
Háskólinn áHólum
Hagnýtt háskólanám
• Ferðamálafræði
• Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta
• Viðburðastjórnun
• Fiskeldisfræði
• Reiðmennska og reiðkennsla
Tækifærin eru í okkar greinum
Hólaskóli -
HáskólinnáHólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
Þú finnur Hólaskóla
bæði á Facebook
og Twitter!
Háskólasamfélagmeð langa sögu
Hólar í Hjaltadal er í sennmikill
sögustaður og útivistarparadís.
Háskólinn á Hólum er lítill en
öflugur háskóli sem sinnir kennslu
og rannsóknum á sviði ört
vaxandi atvinnugreina.
w
w
w
.h
ol
ar
.is