Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 19
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19
Er kominn tími til
að gera eitthvað?
Aukin vellíðan
Ávinningurinn af námskeiðinu er aukin þekking á leiðum til
þess að hlúa að andlegri heilsu og efla vellíðan.
Bókfærsla og tölvubókhald
Farið er yfir grundvallaratriði og hugtök í bókfærslu og
bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Þátttakendur læra færslu
bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu
og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn
grunn fyrir.
ÚFF - Úr frestun í framkvæmd
Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir
þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu.
Sjálfsumhyggja
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér
færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju
(self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti
og erfiðleika.
Í fókus - að ná fram því besta
með ADHD
Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig er
hægt að ná betri tökum á einkennum ADHD í daglegu lífi.
Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá
Ég heiti
Robert Zadorozny
Ég er nemi í
Listaháskóla Íslands
á myndlistarbraut. Ég
var nemandi í Hringsjá
náms- og starfs-
endurhæfingu.
„Í Hringsjá fékk ég stuðning, hjálp, kærleik
og von, allt sem ég þurfti til að geta aftur
staðið á eigin fótum. Núna er ég að gera
það sem ég elska og hefði að öllum líkind-
um ekki byrjað á því nema fyrir Hringsjá„
Hringsjá býður úrval af öðruvísi
og spennandi námskeiðum sem
hafa hjálpað mörgum að komast
aftur eða í fyrsta sinn af stað til
meiri virkni, meiri lífsgæða og
fleiri valkosta í námi eða starfi.
S
tundum dugar hreinlega ekki
að geyma skólavörurnar í
venjulegri tösku, og allt of
alþýðlegt að kaupa Fjällrä-
ven eða Herschel – og þaðan af síður
tösku frá einhverju íþróttamerkinu,
eins og Nike eða Adidas. Þá kemur
ekkert annað til greina en að kíkja á
fínu tískuhúsin, sem eru dugleg að
hanna gullfallegar og rándýrar tösk-
ur sem eftir er tekið. ai@mbl.is
Lágstemmt og retró
Skólatöskur þurfa ekki endilega að
vera risastórar, með pokum og vös-
um fyrir ótal bækur, tölvur og smá-
hluti. Þessi netti bakpoki frá Gucci
er einmitt naumhyggjan uppmáluð
og kjörin taska fyrir þá sem fara
ekki með mikið meira en netta far-
tölvu í skólann og eins og eina fernu
af Kókómjólk. Töskuna má hvort
heldur bera á öxlunum eða halda í
hendi eins og skjalatösku.
Gucci-merkið er á sínum stað og
hefur á sér yfirbragð sem minnir á 9.
áratuginn. Velja má um nokkra liti,
en hvítt leðrið ætti að fara vel með
flestu.
1.350 pund hjá Gucci.com
Nú er það svart
Monogram Eclipse-mynstrið frá Lo-
uis Vuitton þykir í senn lágstemmt
og karlmannlegt. Eiginleikar mynst-
ursins sjást vel á Apollo-töskunni,
því þó það fari ekki milli mála hvað-
an taskan kemur þá er ekkert sem
æpir á fólk: „Sjáið mig! Ég spreða í
allt of dýrar töskur“.
Að innan má finna vasa fyrir
spjaldtölvu, og ágætis pláss fyrir
smáa fartölvu og alla þá smáhluti
sem þarf fyrir skóladaginn.
1.350 pund hjá LouisVuitton.com
Felulitir nútímamannsins
„Kamó“-mynstur Valentino hafa
aldeilis fallið í kramið hjá tískuspek-
ingunum. Mynstrin blanda saman
jarðtónum og skærum litum, sem
seint myndu henta til að hverfa inn í
skóglendi eða eyðimerkurlandslag,
en eru kannski einmitt það sem þarf
til að sjást ekki of greinilega í kokk-
teilboði með stjörnum og stórlöxum.
Þessi stóri bakpoki frá Valentino
leyfir mynstrinu að njóta sín, og er
svo rúmgóður að hann gæti hentað í
stutta helgarferð, og alveg örugg-
lega rúmað allar bækurnar og
íþróttafötin fyrir skóladaginn.
2.265 dalir hjá Valentino.com
Hlýja innan seilingar
Sumir verða alltaf að vera við öllu
búnir. Breska töskugerðarfyrir-
tækið James Purdey & Sons er með
rétta bakpokann fyrir þannig fólk.
Pokinn er sterkbyggður og rúmgóð-
ur með 18 lítra hólfi sem heldur bók-
um og raftækjum þurrum. Framan á
töskunni hangir síðan voldugt teppi
sem er þá alltaf til taks ef kalt er í
skólastofunni eða einfaldlega stemn-
ing fyrir smá lautarferð í frímín-
útum.
2.485 dalir hjá MrPorter.com
Skólatöskur
fyrir sterk-
efnaða
Louis Vuitton Gucci ValentinoJames
Purdey
& Sons