Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 20
Trix Bjór í krukku á réttum stað og flugnanet geta haldið pöddum í skefjum. Í rösklega áratug hefur Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkju- fræðingur haldið vinsæl nám- skeið í matjurtaræktun. Nám- skeiðin fara fram í Ræktunar- og fræðslusetrinu á Dalsá í Mosfells- dal (www.dalsa.is/education). „Námskeiðið er dagsett þannig að fólk geti lært um hlutina á sama tíma og þarf að gera þá. Í fyrra hófum við t.d. fyrsta hluta eins vin- sælasta námskeiðsins 31. mars með fyrirlestri, sem við síðan fylgdum eftir með kennslustund 19. apríl þar sem nemendur lærðu að sá og prikla. Þriðji námskeiðsdagurinn var síðan 11. maí þegar komið var að því að læra réttu handtökin til að vinna beðin og setja í þau áburðarefnin sem notuð eru í líf- rænni ræktun, sá fyrir sumum matjurtaplöntunum og gróðursetja aðrar.“ Námskeið Jóhönnu fjalla um líf- ræna matjurtaræktun frá ýmsum hliðum, og er náminu hagað þannig að gagnist bæði byrjendum og þeim sem eru ögn lengra komnir í garð- og matjurtarækt. Á Dalsá hafa nemendur aðgang að öllum þeim áhöldum sem þeir þurfa til að takast á við verklegu tímana, og er fræ, mold og bakkar innifalið í námskeiðsgjöldunum. Jóhanna býð- ur m.a. upp á námskeið sem spann- ar allt frá forræktun yfir í gróð- ursetningu og áburðargjöf. „Einnig er í boði styttra kvöldnámskeið fyr- ir þá sem vilja kaupa plönturnar forræktaðar hjá garðyrkjustöðv- unum. Stundum hef ég haldið nám- skeið um ræktun í heimilisgróð- urhúsum og einnig varð nýlega til nýtt námskeið um ræktun á svölum og pöllum,“ segir Jóhanna. „Síðast- nefnda námskeiðið hafði ég reiknað með að yrði einkum sótt af eldri borgurum sem oft missa garðana sína þegar flutt er í þjónustuíbúðir, og finnst kannski gott að halda áfram að rækta, en svo kom í ljós að fólk á öllum aldri var áhugasamt um þetta afbrigði matjurtarækt- unar.“ Ekki svo snúið Margir mikla matjurtaræktun fyrir sér og halda að það sé varla nema á færi flinkasta garðyrkjufólks að galdra fram gómsætar gulrætur og ómótstæðilega kálhausa. Jóhanna segir matjurtaræktun þó alls ekki svo flókna, svo fremi að fólk hafi náð góðum tökum á nokkrum grundvallaratriðum. Ef plönturnar fá rétta umhyggju lætur uppskeran ekki á sér standa. „Þessi iðja er fólki mikils virði og mörgum finnst það gefandi leið til að tengjast náttúrunni að rækta sitt eigið grænmeti hvort heldur úti á svöl- um, í garðinum, ella á spildu sem leigð er af garðyrkjufélagi eða sveitarfélaginu.“ Jóhanna bendir á að oft verði matjurtaræktunin að fjölskyldu- áhugamáli, og algengt að börnin Drögin lögð að góðri uppskeru Að rækta grænmeti með lífrænum aðferðum er gefandi iðja sem heilu fjölskyldurnar geta haft gaman af í sameiningu. Hollusta Jóhanna hugar að uppskerunni í matjurtabeði í Dalsá. Haman er að rækta grænmetið frá grunni, og ekki dýrt. eða barnabörnin fái að aðstoða við ræktunina. Þá tryggir matjurta- ræktunin að nóg er af fersku græn- meti þegar líður á sumarið, og jafn- vel að það verður hluti af gamninu að deila uppskerunni með vinum og ættingjum. „Því fylgir oft skemmti- legur þrýstingur þegar styttist í veturinn að leita leiða til að láta uppskeruna endast og t.d. sýra grænmetið, þurrka eða frysta. Þetta eru allt atriði sem við komum inn á á námskeiðunum,“ segir Jó- hanna og mælir með að fólk rækti þær grænmetistegundir sem heim- ilismeðlimum finnst bestar. „Þá veldur það engum vandræðum þó að það gerist eina vikuna að græn- meti verði í matinn í 21 skipti.“ ai@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Jóhanna kennir lífræna mat- jurtaræktun, sem þýðir að sneitt er hjá allri notkun eiturefna og verksmiðjuframleiddra næring- arefna. Plönturnar dafna vel með lífrænum aðferðum, svo fremi sem rétt er að málum staðið. „Það er t.d. lykilatriði að vera með flugnadúk yfir kálplönt- unum, og hafa dúkinn á frá gróðursetningu og fram í byrjun júlí,“ útskýrir Jóhanna. „Snigill- inn getur líka verið skæður, en honum likar mjög vel við bjór og pilsner. Drykkurinn er settur í krukku sem er komið fyrir ofan í moldinni þannig að brúnin nemi við yfiborð jarðvegsins. Snigl- arnir geta ekki staðist að skríða þar ofan í, og þá er búið spil fyr- ir þá.“ Á Íslandi finnast líka ormar sem geta borað sér leið í kart- öflur en flugnadúkar og bjórk- rukkur bíta ekki á þeim. „Þessir glæru ormar geta verið viðloð- andi á vissum svæðum, og er þá það besta sem hægt er að gera að skipta um beð. Í lífrænni ræktun er þess líka gætt að rækta ekki kartöflur í sama beð- inu nema fjórða hvert ár, en með móti þrífast kartöflurnar betur.“ Laufléttar lífrænar lausnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.