Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 21

Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 21
A f nýjum námskeiðum dettur mér helst í hug að nefna að í febrúar verðum við með námskeið í því að búa til ra- men-núðlur, segir Sigríður Björk, eða Sirrý, þegar við tökum tal sam- an um allt það lystaukandi námsefni sem í boði er hjá Salt eldhúsi á vor- önn. „Kennarinn á námskeiðinu er frá Tíbet, heitir Kunsang Tsering og hann nam listina að búa til ra- men í Osaka í Japan. Þess má einn- ig geta að hann rekur hinn vinsæla veitingastað Ramen Momo í miðbæ Reykjavíkur. Við hlökkum mikið til að sjá námskeiðin frá honum og auk ramen-núðlanna ætlar hann að vera með annað þar sem þátttakendur læra að búa til „dumplings“ alveg frá grunni, gera deigið og allt. Það námskeið verður í mars.“ Ekki verður hjá því komist að spyrja Sirrý hvort komin sé fram á sjónarsviðið nothæf þýðing á enska heitinu dumplings en hún segist ekki vita til þess, enda sé enska orð- ið í almennri notkun. Áhugasömum má þó benda á til útskýringar að um er að ræða lítil deig-umslög með einhvers konar fyllingu, sem eru ýmist steikt, gufusoðin eða djúp- steikt. Hvert slíkt umslag er yf- irleitt munnbiti að stærð. Gagn og gaman fyrir alla Sirrý heldur áfram: „Svo verðum við með ostagerðarnámskeið og brauðgerðarnámskeið í vor. Við er- um búin að vera með námskeið í súrdeigsbrauðgerð lengi og það er mjög vinsælt og nú bætum við framangreindum námskeiðum við.“ Aðspurð hvaða ostategundir séu þarna á döfinni segir hún að kennt verði að búa til ricotta, halloumi og mozzarella. „Einnig gerum við heimagert smjör og sitthvað fleira spennandi.“ Hér kann ef til vill einhverjum lesendum að þykja verkefnin hljóma helst til krefjandi og hætta sér þar af leiðandi ekki á námskeið en Sirrý segir slíkar áhyggjur óþarfar. „Þetta er allt saman matvara sem hver sem er getur tileinkað sér að búa til og maður þarf alls ekki að vera neitt undrabarn í matargerð til að ráða við þessi námskeið. Þau eru hugsuð og hönnuð til að allir geti haft gagn og gaman af. Við kennum alltaf í hópum og leggjum metnað okkar í að allir geti lært eitthvað og taki einhvern fróðleik og kunnáttu með sér af námskeiðinu. Það skiptir okkur máli að fólk læri eitthvert handbragð á öllum námskeiðunum sem við erum með þannig að það sé eitthvað sem þátttakendur taka með sér heim í viðbót við uppskrift- irnar. Það er atriði sem við höfum alltaf lagt mikla áherslu á.“ Vinsældir ganga í bylgjum Námskeiðin hjá Salt eldhúsi ættu ekki að setja ýkja mikið strik í reikninginn hjá fólki sem telur tíma sinn takmarkaðan til tómstunda. Flest námskeiðin taka bara eitt kvöld og fer kennslan alla jafna fram frá klukkan 17:00 til 21:00. „Svo höfum við verið að bæta við námskeiðum á laugardögum og það hefur verið vinsælt. Þá hefjast nám- skeiðin klukkan 11:00.“ Salt eldhús hefur verið starfandi í um fimm ár og þegar Sirrý lítur um öxl – eins og gjarna er við hæfi um áramót – og rifjar upp vinsælustu námskeiðin í starfseminni þarf hún að hugsa sig um í stutta stund. „Það eru náttúrlega alltaf ein- hverjar dellur í gangi frá einu tíma- bili til annars. Einu sinni var varla hægt að halda nógu mörg sushi- námskeið, slíkar voru vinsældirnar, svo var bjórgerð í heimahúsum mjög vinsæl. Þetta gengur í bylgj- um sem gefa síðan eftir. Súrdeigið er búið að vera vinsælt mjög lengi og franskar makrónur, það er aldrei nógu mikið af þeim,“ bætir Sirrý við og brosir. „Svo er það indverska námskeiðið hjá okkur, það hefur alltaf verið ofsalega vinsælt.“ Aðspurð hvers vegna hún telji indverskan mat eiga svo greiða leið að hjörtum okkar Íslendinga segir hún hann yfirleitt bragðmikinn, kjarngóðan og yljandi. Það eru lýsingarorð sem falla Ís- lendingum í geð, ekki síst yfir vetr- armánuðina! „Svo er indverskur matur bara svo hollur og næringarríkur enda mikið í honum af grænmeti og baunum.“ Steik elduð eins og best verður á kosið – og sósan með Kjötæturnar fá svo nokkuð fyrir snúð sinn í vor en þá verður tvívegis haldið námskeið sem ber hið efni- lega nafn „Hin fullkomna steik“ í viðbót við sous-vide námskeiðin sem hafa notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Það er Matthías Þór- arinsson matreiðslumaður sem kennir á námskeiðinu og þar er reynslubolti á ferð sem kann sitt fag enda búinn að vera kokkur meðal annars á veitingastaðnum í Perlunni í mörg ár. „Hágæða steik er ekki ódýrt hrá- efni og því vel þess virði að læra handtökin við matreiðsluna svo út- koman verði eins góð og hráefni býður frekast upp á. Matthías kenn- ir þátttakendum líka að búa til ljúf- fenga sósu sem fer vel með kjötinu. Þá fer hann vel í öll undirstöðuatriði hvað varðar mismunandi vöðva af nautinu og hvaða matreiðsla hentar hverjum hluta best. Það taka allir heilmikla þekkingu með sér af þessu námskeiði.“ Að læra að elda frá grunni Þó námskeiðin séu fjölbreytt að innihaldi og umfjöllunarhráefni þá segir Sirrý það gegnumgangandi hugsun námskeiðshaldara og kenn- ara að kenna fólki að elda sjálft og þó einkum að elda frá grunni. „Við leggjum á það áherslu að fólk læri að elda frá grunni án auka- efna svo það geti nært sjálft sig, kunni að umgangast hráefnið sem það kaupir og geti nýtt það eins og best verður á kosið.“ Að læra að elda frá grunni Sem fyrr eiga fróðleiksfúsir sælkerar sér heima- höfn hjá Salt eldhúsi. Þar verða margvísleg mat- reiðslunámskeið í boði á vorönn, sívinsælir góð- kunningjar í bland við nýtt efni og spennandi, eins og Sigríður Björk Bragadóttir, matreiðslu- maður og eigandi, segir frá. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hagnýtt „Við kennum alltaf í hópum og leggjum metnað okkar í að allir geti lært eitthvað og taki einhvern fróðleik og kunn- áttu með sér af námskeiðinu. Það skiptir okkur máli að fólk læri eitthvert handbragð,“ segir Sirrý um námskeið Salt eldhúss. Vinnubrögð „Við leggjum á það áherslu að fólk læri að elda frá grunni án aukefna svo það geti nært sjálft sig, kunni að umgangast hráefnið sem það kaupir og geti nýtt það eins og best verður á kosið.“ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21 SÖNGSKÓLINN ÍREYKJAVÍK SÖNGUR LÉTTIR LUND SÖNGLÖG - ÓPERA - SÖNGLEIKIR - ÞJÓÐLÖG - DÆGURLÖG EINSÖNGUR - SAMSÖNGUR - KÓRSÖNGUR Í boði: Fullt nám, hálft nám og námskeið Sími: 552-7366 www.songskolinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.