Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Menntun skapar tækifæri Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is Ríkismennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is FJARNÁM Skráning á vorönn stendur til 10. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam H róbjartur, sem er formaður námsleiðarinnar Nám full- orðinna, er guðfræðingur frá HÍ, en eftir rannsókn- arstörf í Ísrael og Þýskalandi sneri hann sér að kennslufræði fullorð- inna sem hann nam við háskólann í Bamberg, Þýskalandi. Hann hefur unnið við fullorðinsfræðslu síðan 1995, bæði í Þýskalandi og á Ís- landi, meðal annars í menntakerfi rafiðnaðarmanna, haldið námskeið fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofn- anir, meðal annars um kennslu samstarfsfólks og upplýsingatækni. Helstu sérfræði- og rannsókn- arsvið eru nám fullorðinna, ný- sköpun, notkun upplýsingatækni við nám og kennslu, skapandi og lýðræðislegar nálganir í allri vinnu með litlum og stórum stórum hóp- um. Misjöfn staða fólks gagnvart tækninni Hvert er hlutverk þitt í Háskóla Íslands? „Ég leiði námsbraut um nám fullorðinna, þar sem ég kenni fólki sem skipuleggur nám fyrir full- orðna eða kennir, til dæmis í fyr- irtækjum og stofnunum, á spítöl- um eða símenntunarmiðstöðvum. Fullorðnir eru að læra alla ævi, sumir fara á námskeið í fræðslu- miðstöðvum, aðrir læra í vinnunni og fólk sem skipuleggur slíkt nám eða kennir kemur gjarnan til okk- ar að læra að skipuleggja, kenna, meta og markaðssetja námið. Hver er staðan á tölvulæsi þeirrar kynslóðar sem þú veitir þjónustu til? Í gegnum starf mitt sem há- skólakennari, kynnist ég fólki frá tvítugu upp í sextugt, þar tek ég eftir að fólk stendur mjög misjafn- lega vel að vígi þegar kemur að notkun upplýsingatækni við störf sín og nám. Flestir læra að nota þau kerfi sem þeir þurfa til að komast í gegnum vinnudaginn, en það er ákaflega misjafnt hversu knýjandi fólki finnst að fylgjast með framþróun tækninnar og að finna leiðir til að nýta tækninýj- ungar til að styðja við nám sitt eða störf.“ Aukið gagnsæi, bætt þjónusta Hróbjartur heldur áfram: „Í gegn- um Norrænt tengslanet um notkun upplýsingatækni í fullorð- insfræðslu höfum við, undanfarin 12 ár, stutt við kennara á öllum Norðurlöndunum sem kenna full- orðnum með því að kynna gagn- legar aðferðir, tæki og tól sem geta stutt við nám fullorðinna í alls konar aðstæðum. Tengslanetið sem ég vinn með hefur t.d. gert staf- ræna færni – sem borgaralega skyldu eða réttindi, að sérstöku viðfangsefni. Í tvö ár skoðuðum við hvernig ríki, sveitarfélög og stofn- anir hafa jafnt og þétt fært þjón- ustu sína yfir á vefinn og þar með þvingað borgara til að nýta slíka tækni í samskiptum sínum við mið- lægar stofnanir. Skattstofur, tryggingastofnanir og sveitarfélög hafa t.d. jafnt og þétt fært fleiri hluta þjónustu sinnar yfir á netið. Það er að sjálfsögðu frábært, því þannig má auka gagnsæi í sam- félaginu, bæta þjónustuna og auka þátttöku borga í stjórnun þeirra mála. Stundum hafa þessir sömu opinberu aðilar stuðlað að því fólki bjóðist tækifæri til að læra að nota tæknina. Ég hef komið inn í stofn- un til að kenna starfsfólki að kenna viðskiptavinum að nota þjónustu stofnunarinnar á vefnum. Í Danmörku var bókasöfnum á tímabili gert að kenna almenningi að eiga í samskiptum við ríki og sveitarfélög yfir vefinn. Svíar fóru í heilmikið átak til að auka staf- ræna hæfni fólks sem hafði enn ekki notað internetið. Þeir settu sér það markmið að fjölga int- ernetnotendum í Svíþjóð um 500.000 milli 2010 og 2013 og það tókst! (Sjá Digidel.se).“ Stafræn færni er grundvallaratriði Nú til dags snýst stafræn færni um það að geta tekið virkan átt í samfélaginu, að sögn Hróbjarts, hvort sem það er vinnusamfélagið, fjölskylda og vinir eða að fylgjast með og taka þátt í lýðræðinu. „Stafrænar þjónustur eru víða um heim að auka aðkomu almenn- ings að lýðræðislegum umræðum og ákvörðunum. Ekki bara að kjósa um forgangsröðun verkefna í hverfinu, heldur dýpri og víðtæk- ari mál eins og þegar Finnar komu fram frumvarpi um lögsetningu hjónabands fólks af sama kyni, var það almenningur sem kom málinu á dagskrá á þingi, ekki þingmenn! Þannig að stafræn færni almenn- ings snýst um grundvallaratriði allt frá því að geta fylgst með vin- um, fjölskyldu, fjármálum og póli- tík, að hafa öll hagnýtu málin í lífi sínu á hreinu yfir í að geta unnið af skynsemi með samstarfsfólki, hvort sem það er í næsta herbergi eða hinum megin á hnettinum. Stafrænum verkfærum sem auð- velda allt samstarf fólks fjölgar stöðugt og þau verða miðlæg í hverju starfinu á fætur öðru, þann- ig að það ríður á fyrir alla að kunna að læra að nota slíkar þjón- ustur.“ Þróunin hraðari en nokkru sinni Hvernig styðjið þið við aukið tæknilæsi fyrir þennan hóp? „Í náminu við Háskólann er það hluti af náminu að læra að nota alls konar verkfæri sem fólk getur eða þarf að nota í vinnunni. Þannig reynum við að gera notkun al- gengra og gagnlegra verkfæra að Stafræn þróun hefur áhrif á allt okkar líf Fólk lærir með ólíkum hætti en við eigum það sameiginlegt að við erum að læra, með einum eða öðrum hætti, alla okkar ævi, segir Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.