Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
storkurinn.is
storkurinn@storkurinn.is
• Prjóntækni •
• Prjónhönnun •
• Sjalaprjón •
• Hekltækni •
• Leikfangahekl •
• Útsaumur •
o.fl.
NÁMSKEIÐ
STORKSINS
Fjölbreytt úrval af skólavörum í fallegri verslun okkar í Mosfellsbæ og í
vefverslun Múlalundar – www.mulalundur.is. Þú pantar – við sendum til þín Múlalundur | Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500
www.mulalundur.is
Þú kaupir skólavörurnar hjá Múlalundi
og skapar um leið störf fyrir fólk með skerta starfsorku
K
ennarar Tónskóla Sig-
ursveins hafa í mörg horn að
líta um þessar mundir enda
þarf að undirbúa fjölbreytt
skólastarf á vorönn. Tónskóli Sig-
ursveins er stærsti tónlistarskóli
Reykjavíkur, með tvær meg-
insstarfsstöðvar í Hraunbergi og á
Engjateigi. Nemendurnir Tónskól-
ans eru hátt í 570 talsins og kennt á
flestar gerðir hljóðfæra en að auki á
skólinn í vaxandi samstarfi við Hóla-
brekkuskóla og Fjölbrautarskólann í
Breiðholti um tónlistarkennslu hátt í
200 nemenda. Ár-
lega stendur Tón-
skólinn í sam-
vinnuverkefni við
30 leiskóla í
Reykjavík og
meira en 600 leik-
skólabörn heim-
sækja skólann.
Júlíana Rún
Indriðadóttir er
skólastjóri Tón-
skólans: „Við er-
um með stóra Suzuki-deild þar sem
nemendur geta byrjað strax við
þriggja ára aldur og lært á fiðlu,
selló, víólu, gítar og píanó. Einnig má
hefja nám við skólann í forskóla sem
er ætlaður 6-8 ára börnum. Þar er
lagður grunnurinn fyrir almennt
hljóðfæranám og börnin fá að kynn-
ast ólíkum hljóðfærum, leika á blokk-
flautur og kantele og upplifa tónlist í
gegnum dans og hreyfingu.“
Eftir forskólann tekur við almennt
hljóðfæra- og söngnám og geta nem-
endur valið að fara í klassískt hljóð-
færanám eða rytmískt nám s.s. á raf-
gítar eða rafbassa. „Engin
aldurstakmörk eru við skólann og
hægt að hefja tónlistarnám á hvaða
aldri sem er. Nemendur hafa líka lok-
ið framhaldsprófi á ýmsum aldri en
þeir sem hefja tónlistarnám mjög
ungir og fara alla leið ljúka flestir
framhaldsprófi á aldirnum 19-23 ára.
Í desember luku þrír fiðlunemendur
framhaldsprófi með glæsilegum tón-
leikum og sjö aðrir stefna á fram-
haldspróf á vorönn,“ útskýrir Júl-
íana.
Stuðningur og aðhald
Marga foreldra dreymir um að börn-
in þeirra læri á hljóðfæri, en vita ekki
hvernig á að vekja áhugann og óttast
að barninu kunni að leiðast námið.
Júlíana segir mikið gagn að því ef
börnin fá sjálf að velja sér hljóðfæri,
og henti forskólinn vel til að gefa
þeim tækifæri á að uppgötva það
hljóðfæri sem höfðar mest til þeirra.
„Stuðningur foreldra skiptir líka
miklu máli enda hljóðfæranámið ólíkt
öðru námi sem börnin stunda að því
leyti að það fer að miklu leyti fram
heima fyrir. Það lærir enginn að spila
á hljóðfæri bara í spilatímum, og ef
börnin vanrækja að æfa sig heima er
hætta á að þeim fari lítið fram og
hætti að finnast tónlistarnámið
skemmtilegt.“
Júlíana segir það ekki heldur aðal-
atriði að börn byrji tónlistarnám sem
yngst, og um að gera að láta það eftir
þeim að læra á hljóðfæri ef áhuginn
kviknar á táningsárunum, t.d. ef að
unglingspilturinn eða -stúlkan á
heimilinu fær skyndilega rafmagns-
gítar-bakteríuna.
Leigja út hljóðfærin
Annað sem foreldrar hafa áhyggjur
af er kostnaðurinn við hljóðfæra-
kaup, en Júlíana segir Tónskólann
bjóða upp á þægilega lausn. „Við
leigjum nemendunum hljóðfæri á
mjög vægu verði, og kostar t.d. leigan
á strengjahljóðfæri 10.000 kr. fyrir
árið. Þetta kemur sér vel enda getur
verið dýrt að kaupa hljóðfærin ný,
auk þess sem börnin stækka og þurfa
því á stærri hljóðfærum að halda með
reglulegu millibili.“
Eftir því sem tónlistarnáminu
vindur fram segir Júlíana að verði æ
brýnna að huga að því að eðlilegt
jafnvægi sé á tómstundastarfi og
námi barnanna. „Eftir því sem börn-
in verða eldri getur álagið aukist í
íþróttastarfinu og í skólanum, og
reynir núna sérstaklega mikið á nem-
endur á framhaldsstigi eftir að
menntaskólinn var styttur um eitt ár.
Skóladagurinn er að lengjast, sem
getur bitnað á æfingum og hafa sum-
ir nemendur gripið til þess ráðs að slá
tónfræðigreinunum í tónlistarnáminu
á frest til að geta sinnt hljóð-
færanáminu nægilega vel.“ ai@mbl.is
Inn í heillandi heim tónlistarinnar
Stuðningur foreldra
skiptir miklu máli í tón-
listarnámi barnanna og
brýnt að börnin vanræki
ekki að æfa sig heima
Undirstaða Til að námið sé skemmtilegt þarf að æfa samviskusamlega.
Samstarf Skólahljómsveit flytur verk af innlifun fyrir tónleikagesti.
Hæfileikar Ungir nemendur á tónleikum á Kjarvalsstöðum. Að kunna á hljóðfæri er dýrmætt veganesti út í lífið.
Uppgötvun Börnin eru forvitin um tónlist, og njóta þess að fikta og spila.
Júlíana Rún
Indriðadóttir