Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 29
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 29 Námskeið framundan Kennsla - ráðgjöf Aðferðir tónlistar í kennslu - í samstarfi við LHÍ Kennari: Gunnar Benediktsson fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar við LHÍ. Leikstjórn með ungu fólki - í samstarfi við LHÍ Kennari: Bjarni Snæbjörnsson leikari og MA í leiklistarkennslu. Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik - í samstarfi við Greiningarstöð Umsjónarkennarar: Laufey I. Gunnars- dóttir þroskaþjálfi og Elín Konráðsdóttir félagsráðgjafi. Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir í kennslu: Bætt hegðun, betri líðan Kennari: Elísa Guðnadóttir sálfræðingur hjá salstofan.is. Kvíði barna og unglinga: Hagnýtar leiðir Kennari: Elísa Guðnadóttir sálfræðingur hjá Sálstofan. Máltækni Kennari: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við HÍ. Forrit og öpp til að búa til myndrænt efni: Töflur með myndum og texta Kennari: Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur, framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar. TEACCH - Skipulögð kennsla og vinnubrögð Kennarar: Áslaug Melax og Sigrún Hjartardóttir leikskólasérkennarar og einhverfuráðgjafar og Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari og einhverfuráðgjafi. Upplýsingatækni og starfsþróun til framtíðar - á framhaldsstigi Kennarar: Dr. Anna Ólafsdóttir dósent við HA og Sólveig Zophaníasdóttir sérfræðingur við HA. Yngstu börnin í leikskólanum - á framhaldsstigi Kennari: Kristín Dýrfjörð dósent Hug- og félagsvísindasvið HA. Fjármál - rekstur - skattar Virðisaukaskattur frá a til ö Kennari: Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur hjá SkattVis og aðjúnkt við HÍ. Úthlutun arðs hjá hluta- og einkahlutafélögum Kennari: Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur hjá SkattVis og aðjúnkt við HÍ. Verktaki – launþegi Kennari: Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur hjá SkattVis og aðjúnkt við HÍ. Skattlagning útleigu á íbúðarhusnæði. Heimagisting o.fl. Kennari: Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur hjá SkattVis og aðjúnkt við HÍ. Verðmat fyrirtækja Kennari: Jóhann Viðar Ívarsson framkvæmdastjóri Fidelis ráðgjafar. Lestur og greining ársreikninga Kennari: Jóhann Viðar Ívarsson framkvæmdastjóri Fidelis ráðgjafar. Arðsemisgreining fjárfestingatækifæra í rekstri Kennari: Jóhann Viðar Ívarsson framkvæmdastjóri Fidelis ráðgjafar. Menning - stjórnun - færni Á slóðum fornsagna - trílógia Kennari: Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur. Mættu - láttu sjá þig - sýndu kjark Kennari: Ragnhildur Vigfúsdóttir CDWF., MA, diplóma í jákvæðri sálfræði. Styrkleikavinnustofa Kennari: Ingrid Kuhlman MA., diploma í jákvæðri sálfræði, þjálfari hjá Þekkingarmiðlun. Að taka á erfiðum starfsmannamálum Kennari: Eyþór Eðvarðsson MA. í vinnusál- fræði, leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun. Samskipti og samtalsaðferðir Kennari: Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands. NLP markþjálfun Kennarar: Hrefna Birgitta Bjarnadóttir NLP kennari, stjórnenda- & starfsþróunar- markþjálfi og Þyri Ásta Hafsteinsdóttir NLP stjórnendamarkþjáfi og samskiptaráðgjafi - bruen.is Konur til áhrifa Kennari: Svanhildur Hólm, lögfræðingur, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlamaður og dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Listmeðferð - grunnnámskeið - á framhaldsstigi Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur. Listmeðferð - grunnnhugtök, aðferðir og kenningar - á framhaldsstigi Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur. Listin að komast að í fjölmiðlum Kennari: Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Spænska I Kennari: Auður Inga Ólafsdóttir spænskukennari við VMA. Sólborg, Norðurslóð 2, 600 Akureyri, sími 460 8090, simenntunha@simenntunha.is, www.simenntunha.is M eðvirkni er undarlegt og torskilið fyrirbæri. „Fólk spyr mig oft hvort það að vera hjálpsamur og góð- viljaður í garð annarra sé með- virkni,“ segir sr. Anna Sigríður Páls- dóttir. „Það er það alls ekki, munurinn á góðvild og meðvirkni liggur fyrst og fremst í líðan gerand- ans. Ef við gerum mikið fyrir aðra og klárum við það okkar eigin and- legu innistæðu, þá finnum fyrir von- brigðum með viðbrögð þeirra sem við viljum hjálpa. Enginn skilur okk- ur eða gerir neitt fyrir okkur á móti. Við finnum fyrir líkamlegum og and- legum einkennum á borð við spennu, vanlíðan, áhyggjur, svefnleysi, líður almennt illa og einangrum okkur fé- lagslega. Er þá líklegt að hegðun okkar eigi meira skylt við meðvirkni en góðmennsku. Ef við hinsveg hug- um vel um okkur sjálf , mætum og uppfyllum okkar eigin þörfum, þá gefur við af gnægð okkar og væntum einskis til baka. „ Anna starfaði um langt árabil sem prestur, fyrst í Grafarvogskirkju, og síðustu sjö árin í Dómkirkjunni. Áð- ur en hún varð prestur var hún rá- gjafi aðstandenda áfengis og vímu- efnaneytenda, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þar hefur hún reglulega haldið meðvirkninámskeið, eins og það sem haldið er í Skálholti, þar sem fólki er hjálpað að ná tökum á meðvirknivandanum. Námskeiðið í Skálholti er haldið í samstarfi við Lausnina og geta áhugasamir skráð sig bæði á Lausnin.is og á Skálholt- .is. Meðvirk af ýmsum ástæðum Að sögn Önnu var það fyrst í tengslum við meðferð á fólki með áfengis- og fíkniefnavanda að sér- fræðingar tóku að átta sig á að öll fjölskyldan bregst við fíkninni á óheilbrigðan hátt, og reynir að hafa áhrif á þann sem er í neyslu með leiðum sem að jafnvel auðvelda fíkl- inum að halda uppteknum hætti. Þar var farið að aðstoða aðstandendur við það að þekkja meðvirkni og veita þeim aðstoð við að láta af meðvirkni. Anna segir að síðar hafi komið í ljós meðvirkni sé alls ekki bundin við fjölskyldur og vini fólks sem glímir við fíkn. Meðvirkni geti t.d. komið fram hjá aðstandendum langveikra, og í kringum fólk sem kljáist við vandamál af ýmsum toga. Meðvirkni getur líka komið fram þó ekkert bjáti á, og einfaldlega verið vegna slæms hegðunar- og fjölskyldu- mynsturs sem kemst á með tím- anum: „Jafnvel í fjölskyldum þar sem all- ir eru vel meinandi, og allir vilja hvorum öðrum hið besta, þá geta hlutirnir verið í ólagi,“ segir Anna og bætir við að oft sé grunnurinn að meðvirkni lagður á meðan við erum börn. „Mörg börn læra einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um sjálf sig, eða að þekkja þarfir sínar. Til dæmis getur rót vandans legið í því að það verða hlutverkaskipti í fjölskyld- unni; börnin verða fullorðin allt of ung, taka á sig ábyrgð sem þau valda ekki og ganga jafnvel foreldum sín- um í vina eða foreldrastað. Það verð- ur til þess að þau læra að setja þarfir annarra fram fyrir síðar. Margir læra það líka að tala ekki um tilfinn- ingar, fela ástand á heimilinu og minnast ekki á ákveðin leyndarmál. Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt.“ Eina heilbrigða manneskjan Anna bendir á að meðvirknin sé svo lúmsk að fólk eigi í miklum erf- iðleikum með að uppgötva, og við- urkenna fyrir sjálfu sér að það sé meðvirkt. „Meðvirkir einstaklingar líta oft á sig sem einu heilbrigðu manneskjurnar í sínu nærumhverfi og finnst jafnvel að allir aðrir hefðu meira gagn af að fara á meðvirkni- námskeið. Enda er þetta iðulega fólk sem stendur sig ákaflega vel, er allt- af til staðar, og reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir aðra án þess að fá nokkuð í staðinn. Það er oft ekki fyrr en þau sjá eigin upplifun í frásögn- um annars fólks sem líður fyrir með- virkni, að vandinn verður þeim ljós. Sagt er að þeir sem fórna sér á þennan hátt sjái, á dauðastund sinni, líf annarra líða hjá sem kvikmynd, ekki sitt eigið. Það hefur gleymt að lifa sínu lífi.“ Námskeiðið í Skálholti varir í fimm daga og er það hluti af með- ferðinni að gefa þátttakendum færi á að aftengjast amstri og skyldum hversdagslífsins í svona langan tíma. Með því gefst þeim ráðrúm til að huga að eigin líðan og hamingju. „Allir hafa sitt eigið herbergi og geta dregið sig þar í hlé ef þess þarf,“ útskýrir Anna. „Við höldum tvær fræðslustundir á dag þar sem farið er yfir birtingarmyndir og áhrif meðvirkni, og hvernig hún hef- ur áhrif á heilsu okkar og daglegt líf. Margir kannast við sjálfa sig í þess- um fyrirlestrum, og í hópsamræðum sem haldnar eru tvisvar á dag þar sem er farið yfir efni fræðslustund- anna og reynslu þátttakenda.“ Að vinna bug á meðvirkni getur verið flókið verkefni og sjaldan leyst eins og hendi sé veifað. Anna segir námskeiðið í Skálholti yfirleitt bara fyrsta skrefið. „Eftir námskeiðið hittast þátttakendur vikulega, fjórar vikur í röð, og ræða þar um daglegt líf sitt og þær breytingar sem hafa vonandi átt sér stað. Aðstæður fólks eru mismunandi, bakland þeirra einnig, og sumum finnst of lítið hafa breyst á meðan aðrir óttast að of miklu hafi verið breytt. Margir kjósa síðan að hitta meðlimi hópsins áfram af og til, og hjálpa hver öðrum að vinna að betri líðan í einkalífi og starfi.“ ai@mbl.is Að vinna sig frá meðvirkni Á námskeiði Önnu Sigríðar Pálsdóttur í Skálholti er farið í saumana á orsökum og afleiðingum með- virkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari sam- skiptum einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Kristinn Vandmeðfarið Anna segir meðvirkni ekki aðeins geta komið fram hjá aðstandendum fíkla og sjúklinga. Fólk getur jafnvel þróað með sér meðvirkni þó svo að engin vandamál virðist til staðar í fjölskyldunni, og allir vilji öðrum hið besta. Fórn Stundum er rót meðvirkni að fólk lærði ungt að setja þarfir annarra ofar sínum eigin. Munurinn á góðmennsku og meðvirkni getur verið óskýr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.