Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
H
ér áður fyrr var langalgeng-
ast að nemendur kæmu til
okkar til að fá einkaflug-
mannsréttindi svo þeir
gætu flogið sér til gamans, en nú
hefur það breyst og er meirihluti
nemenda ungt fólk sem kemur til
okkar í atvinnuflugmannsnám, stað-
ráðið í að starfa sem flugmenn,“
segir Baldvin Birgisson, skólastjóri
Flugskóla Íslands.
Góð aðsókn í atvinnuflugmanns-
námið gæti m.a. skýrst af því að
námið er orðið ódýrara en það var á
árum áður, og líka mikil vöntun á
flugmönnum hjá flugfélögunum.
„Atvinnuflugmannsnám er tveggja
ára nám og kostar samtals 8,8 millj-
ónir, sem eru heilmiklir peningar.
En fyrir 30 árum mátti reikna með
að borga jafn mikið fyrir námið og
fyrir tveggja herbergja íbúð, og fyr-
ir 15 árum var jafn dýrt að læra að
verða atvinnuflugmaður og að
kaupa nýjan Toyota Land Cruiser,“
upplýsir Baldvin.
Uppgangurinn hjá íslensku flug-
félögunum þýðir að ráða þarf fleiri
flugmenn, og segir Baldvin að fólk
með atvinnuflugmannspróf upp á
vasann geti hér um bil gengið að
góðu starfi vísu. „Kjör íslenskra
flugmanna eru ljómandi góð, og at-
vinnuöryggið ágætt,“ bætir hann
við.
Atvinnuflugmannsréttindin duga
ekki ein og sér til að fá í hendurnar
lyklana að Boeing breiðþotu, og
þörf er á frekari þjálfun til að læra
á hverja gerð farþegaþota og -flug-
véla. „Það er undir flugfélaginu
komið sem viðkomandi ræður sig til
að veita þjálfun í notkun á þeirri
tegund flugvéla sem það notar. Þeir
sem ráðnir eru til Icelandair fá
þannig þjálfun í að fljúga Boeing
757 á meðan flugmenn Bluebird
Cargo læra á Boeing 737, og geta
að því loknu tekið til við farþega-
eða fragtflug.“
Gamla leiðin er lengri
Námsbrautin sem leiðir beint til at-
vinnuflugmannsréttinda kallast
samtvinnað atvinnuflugmannsnám,
og sameinar bæði grunnám og
framhaldsnám í flugi þar sem byrj-
að er á hefðbundnu einkaflug-
mannsnámi. Enn er hægt að velja
að fara fyrst í einkaflugmannsnám,
og bæta við atvinnuflugmannsrétt-
indum í framhaldinu, en þá þurfa
nemendur að taka fleiri flugtíma,
auk þess að námið tekur lengri
tíma.
Baldvin bendir á að atvinnuflug-
mannsnám er í boði hjá Flugskóla
Íslands annars vegar og hjá Flug-
skóla Keilis hins vegar, og finna
megi fleiri skóla sem geta veitt
einkaflugmannsréttindi, en þá er
minna af náminu metið til atvinnu-
flugmannsprófs.
Atvinnuflugmannsnámið má fjár-
magna að hluta með lánum frá
Lánasjóði íslenskra námsmanna, og
oft geta bankarnir líka komið til
móts við nemendur. Nemendurnir
greiða fyrir kennsluna og flugtím-
ana eins og þeim vindur fram, og
verða því ekki að reiða fram alla
upphæðina strax í byrjun námsins.
Afborganir af lánum hefjast námi
loknu, eða um það leyti sem að
nemandinn hefur störf hjá flug-
félagi.
Krefjandi vinna
Margir sjá flugmannsstarfið í hill-
ingum en Baldvin segir gott fyrir þá
sem hyggja á að starfa á þessu sviði
að vita að vinnan getur verið slít-
andi. „Í millilandaflugi þarf iðulega
að mæta mjög snemma á morgnana
til vinnu og lýkur vinnudeginum um
11 klukkustundum síðar. Einnig er
flogið seinni partinn, og á nóttinni.
Þeir sem fljúga vestur um haf upp-
lifa meiri tímamismun á leið sinni á
áfangastað, og getur það verið erfitt
fyrir líkamsklukkuna. Flugmenn
þurfa því að huga vel að bæði svefni
sínum og mataræði svo þeir séu
alltaf í stakk búnir til að leysa starf-
ið vel af hendi. Kröfurnar eru mikl-
ar, mikill hraði í starfinu, og flug-
menn þurfa að vera í góðu formi til
að takast á við þau verkefni sem
mæta þeim.“
Talandi um að vera í góðu formi,
þá eru gerðar strangar kröfur til
flugmanna hvað varðar líkamlegt og
andlegt heilbrigði, og geta t.d. sum-
ir geðsjúkdómar og hjarta- og æða-
sjúkdómar bundið enda á drauminn
um að vinna sem flugmaður. „Sjón-
in þarf að vera góð, en þarf ekki að
vera fullkomin. Flugmenn mega
nota gleraugu eða hafa gengist und-
ir leysi-aðgerð á augum til að laga
sjónina,“ segir Baldvin og mælir
eindregið með því að áhugasamir
byrji á að gangast undir heilbrigð-
isskoðun áður en þeir taki fyrstu
skrefin í átt að atvinnuflugmanns-
prófi. ai@mbl.is
Þar sem nemendurnir fara á flug
Um þessar mundir þykja atvinnumöguleikarnir
góðir fyrir þá sem hafa atvinnuflugmannsréttindi.
Flugskólanámið kostar sitt en fjármögnunarleiðir
eru í boði fyrir flesta og von á fínum tekjum.
Morgunblaðið/Þórður
Grunnur Atvinnuflugmannsprófið er bara byrjunin og þarf meiri sérhæfingu til að fljúga ólíkum gerðum flugvéla. Flughermir,
eins og sá sem sést á myndinni, kemur í góðar þarfir þegar læra þarf á fullkomnar þotur á öruggan og hagkvæman hátt.
Morgunblaðið/RAX
Ómissandi Flugskólinn býður ekki aðeins upp á flugnám, heldur einnig flugvirkj-
unarnám og námskeið fyrir flugþjóna. Flugbransann vantar alltaf gott fólk.
Flugskóli Íslands býður upp á
margskonar nám, og útskrifar
m.a. flugvirkja. Flugvirkjanámið
þykir spennandi og ágætlega
launað, og bjóða upp á atvinnu-
tækifæri um allan heim. Einnig er
skólinn með nám fyrir flugfreyjur
og -þjóna, þar sem farið er í
saumana á öllu því sem þarf til að
huga að öryggi farþega um borð
og veita þeim faglega þjónustu.
Þá býður Flugskóli Íslands líka
upp á nám fyrir 14-16 ára ung-
linga, sem hafa brennandi áhuga
á flugi. „Um er að ræða sum-
arskóla; þriggja daga námskeið
þar sem ungmennin fá að kynnast
fluginu vel. Þau skoða flugskól-
ann, kynna sér flughermi, heim-
sækja Landhelgisgæsluna og
fræðast um viðhaldið sem flug-
virkjarnir sinna,“ segir Baldvin. „Í
tímum fá þau fjölbreytt fræðslu-
efni um flug og loks er farinn
stuttur hringur í kennsluflugvél.“
Sumarskóli
í flugi fyrir
unglinga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ástríða Flugmannsstarfið heillar marga. Baldvin Birgisson skólastjóri Flugskóla
Íslands í Twin Otter vél, svipaðri þeirri sem hann flaug í upphafi ferils síns.