Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 2

Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 2
ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 EM í handbolta karla 2018 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 2 EM 2018 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Annað árið í röð fer íslenska karlalandsliðið í handknattleik á stórmót þar sem vænting- arnar eru í lágmarki. Fæstir bjuggust við því að liðið færi langt á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar 2017 og raunin varð sú að það féll út fyrir heimamönnum í sextán liða úr- slitum. Landsliðsmennirnir gátu eftir sem áð- ur borið höfuðið þokkalega hátt þegar þeir héldu heimleiðis. Sennilega er enn síður reiknað með stór- kostlegum árangri á Evrópumótinu í Króatíu sem hefst í dag. Takist íslenska liðinu að forð- ast að lenda í neðsta sæti A-riðilsins, þar sem það mætir Svíþjóð, Króatíu og Serbíu, og kom- ist með því í milliriðil mótsins er það þegar bú- ið að ná lengra en væntingar flestra standa til. Þá verður framhaldið skemmtilegur bónus, leikir við Frakkland og Noreg, og annaðhvort Hvíta-Rússland eða austurrísku strákana hans Patreks Jóhannessonar, svo framarlega sem B-riðillinn spilast samkvæmt „bókinni“. Fyrir HM í Frakklandi var talað um að ver- ið væri að hefja uppbyggingu til framtíðar og það er áfram á dagskránni. Tveir í hópnum hafa aldrei spilað á stórmóti og fjórir til við- bótar hafa ekki áður tekið þátt í lokakeppni EM. Það er umtalsverð breyting frá fyrri ár- um þegar Ísland var komið með eitt reyndasta landslið heims og hafði innbyrt silfur- og bronsverðlaun á stórmótum. Leikmenn sem hafa komið inní hópinn á síðustu tveimur til þremur árum eru komnir í stærri hlutverk og fá í Króatíu tækifæri til að þróast og þroskast enn frekar í sínum hlutverkum. Þeir fá ómetanlega reynslu. En metnaður leikmanna og þjálfara nær vafalítið lengra en bara til þess að vera með og kannski nær liðið að koma á óvart, nýta sér að fáir skuli hafa trú á því og enda ofar á töflunni en því er spáð. Hver veit. Á síðustu árum hafa íslensk landslið í fleiri íþróttagreinum en handknattleik komist í lokakeppni stórmóta. Áhuginn og athyglin hafa beinst í aðrar áttir en þegar handbolta- strákarnir áttu sviðið, og handboltastúlkurnar komust líka tvisvar í lokakeppni. Þetta er ekki auðvelt hlutskipti. Það er hinsvegar til marks um þann glæsilega árangur sem handbolta- landsliðið hefur náð, með því að vera framar- lega í flokki í Evrópu og í heiminum allt frá sínu fyrsta stórmóti árið 1958, að það þyki eng- ar fréttir að það skuli vera á meðal þátttöku- liða á EM í Króatíu. Þó var leiðin þangað löng og ströng og með naumindum að Ísland náði að tryggja sér keppnisréttinn á mótinu. Það er til marks um sterka stöðu íslensks handbolta í heiminum að nítján prósent þátt- tökuliða á EM eru með íslenska þjálfara. Fyrir utan Geir Sveinsson er Patrekur mættur með lið Austurríkis og Kristján Andrésson með lið Svíþjóðar. Kristján er einmitt andstæðingur í fyrsta leiknum í kvöld. Þýskaland varð Evr- ópumeistari 2016 undir stjórn Dags Sigurðs- sonar. Reyndasti leikmaður Dana er ættaður frá Íslandi. Á Asíumótið síðar í þessum mánuði mæta tvö lið með íslenska þjálfara við stjórn- völinn. Dagur stýrir liði Japans og Guðmundur Þ. Guðmundsson er landsliðsþjálfari Barein. Þetta er ekkert annað en magnað. „Sturluð staðreynd“ eins og einhver myndi orða það! Morgunblaðið og mbl.is fjalla að vanda ít- arlega um EM. Kristján Jónsson íþrótta- fréttamaður er kominn til Split og flytur frétt- ir af mótinu á báðum miðlum. Á mbl.is er sérstakur EM-vefur með öllum fréttum frá Króatíu. Segja má að keppnin hefjist með þessu EM-blaði þar sem handknattleiks- áhugamenn fá allar helstu upplýsingar um keppnina, liðin og eitt og annað sem tengist ís- lenska liðinu og sögu þess á fyrri mótum. Ís- land mætir Svíþjóð í fyrsta leiknum í Split klukkan 17.15 í dag. Góða skemmtun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungur Janus Daði Smárason er í fararbroddi hjá ungu kynslóðinni í landsliði Íslands og er þegar kominn í stórt hlutverk í liðinu. Næsta skref uppbyggingarinnar ÞJÁLFARINN Kristján Jónsson Split „Ég er enginn Gaui,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari og hló þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hversu oft hann hefði verið fulltrúi Íslands á stórmótum sem leikmaður og þjálfari. Átti hann þar vitaskuld við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson sem keppt hefur fyrir A-landsliðið á stórmótum síðan alda- mótaárið 2000. Þegar Guðjón fékk tækifæri á EM í Króatíu árið 2000 var Geir einmitt nýbúinn að láta staðar numið sem leikmaður eftir flottan landsliðsferil. „Stórmótin hjá mér eru líklega komin á annan tuginn en það sem vantar hjá mér eru Evrópumótin. Það var varla búið að finna þá keppni upp þegar ég var að spila. Ísland fór í fyrsta skipti á EM árið eftir að ég hætti í landslið- inu,“ sagði Geir. Spurður um hver munurinn sé að vera á stórmóti sem leikmaður eða þjálfari segir Geir þjálfarana hafa mun fleiri verkefni á sinni könnu eins og gefur að skilja. „Munurinn er auðvitað gríðarlega mikill. Sem leikmaður er maður hluti af hópnum og maður einbeitir sér þar töluvert að því að vera sjálfur í lagi. Á mörgum stórmótum var ég reyndar fyrirliði og þá hafði ég fleiri skyldum að gegna. Sem þjálfari er þetta allt önnur vinna. Ég hef oft sagt í gríni að það sé djók að vera leikmaður miðað við það að vera þjálfari en öllu gríni fylgir þó einhver alvara. Sem þjálfari þarf maður að vera skrefinu á undan. Skipuleggja þarf allar æfingar og hvað skal ræða á öllum fundum. Ég kvarta ekki því þjálfarastarfið er skemmtilegt þótt það sé öðruvísi en hlutverk leikmannsins.“ Fólki þykir gaman að horfa Handboltalandsliðið á sérstakan stað í hjörtum Íslendinga og þannig hefur það verið um langa hríð. Kann Geir einhverja skýringu á því? „Lengi vel var þetta nánast eina íþróttin þar sem við gátum virkilega látið ljós okkar skína á alþjóðavett- vangi. Kannski hafði það sitt að segja. Hvað boltagreinarnar varðar þá hafa fleiri greinar komið sterkar inn á Ís- landi og samkeppnin því aukist. Ég held að handboltinn hafi hins vegar alltaf hentað okkur Íslendingum vel. Bæði sem stemningsíþrótt en einnig skemmtileg fyrir leikmennina. Í gegnum tíðina hefur okkur tekist að skapa okkur þennan sess að fólki þykir gaman að horfa á landsliðið. Það væri kannski svolítið tómlegt ef ekki væri stórmót á dagskrá hjá Ís- lendingum í janúar,“ benti Geir á. Gaman að spila við Svía Varðandi riðil Íslands á EM sem fram fer í Split þá segir Geir ljóst að hann sé mjög erfiður en þar leika auk Íslendinga: Króatar, Serbar og Svíar eins og rækilega kemur fram hér í EM-blaðinu. „Auðvitað er riðillinn mjög erfiður en ég get líka sagt það um annan riðil í mótinu þar sem eru Spánn, Danmörk, Ungverjaland og Tékk- land. Þetta er niðurstaðan og hún hefði getað verið betri en einnig verri. Það verður gaman að spila við Svía enda grannþjóð og svo er heimaþjóðin í okkar riðli. Serbar eru auk þess nánast heimaþjóð enda er Serbía næsti bær við. Ég held að verkefnið sé skemmtilegt, bæði ef maður horfir á liðin og staðsetn- inguna. Ég gæti trúað að við værum á einum skemmtilegasta staðnum hvað stemninguna varðar. Eftir því sem ég kemst næst er þetta mikil íþróttaborg og höllin stór og góð. Ég hlakka því bara til.“ Í hvern leik til að vinna Spurður um hvaða væntingar hann fari með inn í EM segist Geir vera þannig gerður að hann vilji vinna alla leiki. „Ég er alinn upp við að vænting- arnar eru alltaf þær að fara í hvern einasta leik til að vinna. Það tekst ekki alltaf og þar af leiðandi fylgja vonbrigði sumum leikjum. Á móti liði eins og Þjóðverjum á dögunum verð- ur maður raunsærri enda er það gríð- arlega öflugt lið að eiga við. Þýska- land er klárlega lið sem getur orðið Evrópumeistari að mínu mati og það kæmi gríðarlega á óvart ef Þjóð- verjar yrðu ekki í undanúrslitunum. Ég vil sjá okkur standa okkur vel og á móti eins og EM vil ég auðvitað ná sem lengst,“ sagði Geir Sveinsson í samtali við Morgunblaðið. kris@mbl.is Væri svolítið tómlegt  Ófá stórmótin að baki hjá þjálfaranum Geir Sveinssyni  Er þó á leið á EM í fyrsta skipti  Telur handboltaíþróttina henta Íslendingum vel  Á von á góðri stemningu hjá heimamönnum í Split Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnandi Geir lék sjálfur 340 landsleiki á sínum tíma og er þetta annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.