Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 8
UPPRIFJUN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Afar tveggja leikmanna í EM-
hópnum í handknattleik léku lands-
leiki í handknattleik á sínum tíma.
Annar þeirra lék einnig landsleiki í
knattspyrnu og hinn var einnig lands-
liðsþjálfari um skeið auk þess að vera
formaður landsliðsnefndar HSÍ.
Um er að ræða Framarann Rúnar
Guðmannsson, móðurafa Rúnars
Kárasonar stórskyttu hjá Hannover-
Burgdorf og Fram, og FH-inginn
Ágúst Birgi Björnsson afa Ágústs Elí
Björgvinssonar, markvarðar FH, en
Ágúst Elí er sonur Laufeyjar dóttur
Ágúst Birgis eða Bigga Björns eins
og hann var ævinlega kallaður. Móðir
Rúnars
Kárasonar
er Rann-
veig, dóttir
Rúnars
Guðmanns-
sonar.
Rúnar og Birgir voru valdir í lands-
liðið í handknattleik vegna Norð-
urlandaferðar 1959. Þeir náðu þó
ekki að leika saman því Birgir meidd-
ist skömmu fyrir ferðina og gat ekki
leikið með liðinu. Hann fór engu að
síður með í ferðina þar sem leiknir
voru þrír leikir á sex dögum. Þar sem
fjárhagur HSÍ var svo bágur á þeim
tíma að ekki var mögulegt að hafa
með aukamann var brugðið á það ráð
að efna til söfnunar til þess að gera
Birgi kleift að farið með. Settir voru
upp söfnunarbaukar í Bókabúð Lár-
usar Blöndal í Vesturveri, í Morg-
unblaðshúsinu og í bókabúð Olivers
Steins í Hafnarfirði. Ólafur Thors for-
sætisráðherra setti fyrstur í baukinn í
Vesturveri, 500 kr., en alls söfnuðust
liðlega 3.400 kr. Svo fór að Flugfélag
Íslands bauð Birgi flugfarið fram og
til baka frá Ósló. Þaðan ferðaðist
landsliðið með lest til Slagelse í Dan-
mörku og til Borås í Svíþjóð þar sem
síðasta viðureignin var háð og á ný til
Óslóar.
Rúnar lék tvo af leikjunum þremur
og voru það hans einu landsleikir í
handbolta. Rúnar var einnig öflugur
knattspyrnumaður og lék sex lands-
leiki í knattspyrnu á árunum 1958 til
1961 áður er hann lagði skóna á hill-
una eftir hnéaðgerð 1961, eftir að
hafa meiðst í leik við skoska liðið
Dundee um sumarið.
Þórólfur Beck, leikmaður KR, St.
Mirren og Glasgow Rangers, sagði í
viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson
blaðamann árið 1985: „Ég hef leikið
gegn mörgum snjöllum leikmönnum.
Erfiðasti leikmaðurinn sem ég hef
leikið gegn var Rúnar Guðmannsson,
sem var snöggur og sprettharður. Þá
var hann með mjög góðar staðsetn-
ingar og snjall í loftinu. Það voru ekki
margir sem unnu skallaeinvígi gegn
honum.“
Birgir lék 29 landsleiki af þeim 35
sem íslenska landsliðið lék frá 1958 til
1966 og var þátttakandi í á HM 1958,
1961 og 1964. Birgir var landsliðs-
þjálfari 1967 til 1968, aftur 1974 til
1975 og frá 1977 til 1978. Birgir
stýrði íslenska landsliðinu og bar hit-
ann og þungann af undirbúningi þess
á HM 1978 eftir að Pólverjinn Janus
Czerwinsky fékkst ekki til starfans
eins og til stóð.
Ágúst Elí, sem er 22 ára gamall,
tekur nú þátt í sínu fyrsta stórmóti
með íslenska landsliðinu en hann á að
baki sjö landsleiki, þann fyrsta í El-
verum í Noregi 8. júní á síðasta ári.
Þess má geta að Birgir afi hans lék
sinn fyrsta landsleik gegn Tékkum í
Magdeburg á HM í Austur-Þýska-
landi 27. febrúar 1958.
Rúnar Kárason, er 29 ára gamall,
og er öllu reyndari með landsliðinu
Afi Rúnar Guðmannsson lék með ís-
lenska landsliðinu árið 1959.
EM í handbolta karla 2018
METHAFI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Fyrir mér er það ekkert sérstakt
að mæta á Evrópumót í Króatíu á nýj-
an leik 18 árum eftir að ég tók þar þátt
í mínu fyrsta stórmóti. Ég hef áður
tekið í þátt í tveimur stórmótum í Sví-
þjóð með nokkurra ára millibili auk
þess sem ég hef margoft tekið þátt í
leikjum með landsliðinu og fé-
lagsliðum í Króatíu á undangengnum
18 árum,“ segir Guðjón Valur Sigurðs-
son, fyrirliði íslenska landsliðsins, en
hann tekur nú þátt í sínu 21. stórmóti
með landsliðinu, EM 2018 í Króatíu.
Fyrsta stórmót Guðjóns Vals var
EM í Króatíu árið 2000. Hans fyrsti
leikur í mótinu var 23. janúar gegn
Rússum og fjórum dögum síðar skor-
aði hann sitt fyrsta EM-mark í leik við
Slóvena. Reyndar urðu mörkin fimm í
þeirri viðureign auk tveggja í lokaleik
Íslands í mótinu og eins sigurleiknum,
á Úkraínu, 26:25, í Rijeka 29. janúar.
Guðjón Valur er langmarka- og leikja-
hæsti landsliðsmaður Íslands á EM og
sennilega einn leikja- og markahæsti
handknattleiksmaður í sögu Evr-
ópumótanna.
„Mótin hafa verið misjöfn og árang-
urinn verið upp og ofan. Engu að
síður hef ég alltaf mætt til leiks
með sömu tilhlökkun yfir að
taka þátt, mæta á staðinn og
sjá hvaða vinna hefur verið
lögð í gera mótið sem best úr
garði,“ segir Guðjón Valur og
bætir við að hann hafi aldrei
litið á það sem sjálfsagðan
hlut vera hluti af íslenska
landsliðinu á stórmóti.
„Þess vegna hækkar
aðeins blóðþrýstingurinn
hjá mér þegar menn
segja við mig að fram-
undan sé enn eitt stór-
mótið hjá mér. Það
er hvorki sjálfsagð-
ur hlutur að fá að
klæðast lands-
liðsbúningnum
né að taka
þátt í stór-
móti. Ég nýt
þess í botn í
hvert skipti
sem ég er
valinn til
þess
að
leika fyrir
íslenska
landsliðið
og ég ætla að
gera það
einnig að
þessu sinni.“
Umgjörðin
batnað í
kringum ÓL
Guðjón Valur
segir að margt
hafi breyst í
kringum lands-
liðið á þeim nærri
20 árum síðan
hann var valinn í
fyrsta sinn. Um-
gjörðin hafi eflst stiga af
stigi en á upphafsárunum
með landsliðið var HSÍ enn
að rétta úr kútnum fjárhags-
lega eftir að heimsmeist-
aramótið sem haldið var
hér á landi 1995.
„Starfið hefur gengið í
hæðum og lægðum á þessu
tíma. Umgjörðin hefur alltaf
styrkst í kringum þátttöku
okkar á Ólympíuleikum.
Kannski er erfitt að fullyrða
um þetta vegna þess að á þess-
um tíma hefur nokkrum sinnum
verið skipt um þjálfara og annað
starfsfólk. Með nýju fólki verða
alltaf breytingar. Síðan var hrun-
ið sem hafði heldur betur áhrif á
íþróttalífið á Íslandi og sennilega
fengið flest ef ekki öll sérsambönd
ÍSÍ að finna fyrir því.
Vissulega hefur margt mátt bet-
ur fara í kringum landsliðið á þeim
árum sem ég hef verið hluti af því.
Hinsvegar verður að hafa það í huga
að HSÍ rekur mörg landslið og báð-
um kynjum þar sem sami metnaður
hefur verið lagður í þau öll. Þegar ég
tók þátt í mótum og keppni með yngri
Ferill Guðjóns Vals
EM HM ÓL
Ár Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk
2000 4 7
2001 6 15
2002 8 21
2003 9 39
2004 3 15 6 32
2005 5 31
2006 6 38
2007 10 66
2008 6 34 8 43
2009
2010 8 39
2011 9 47
2012 6 41 6 44
2013 6 41
2014 7 44
2015 6 31
2016 3 17
2017 6 24
Alls 51 256 57 294 20 119
Samtals 128
leikir
669
mörk
Guðjón Valur Sigurðsson tekur þátt í sínu 21.
stórmóti með íslenska landsliðinu Segir að
alltaf sé sami fiðringurinn fyrir hvert stórmót
Ekkert sjálfsagt
að klæðast
landsliðs-
búningnum
8
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Afar tveggja EM-
leikmanna voru
landsliðskempur