Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 9
en Ágúst Elí. Rúnar hefur leikið 88
landsleiki og var í fyrsta sinn með á
stórmóti á EM í Serbíu fyrir sex ár-
um. Rúnar lék sinn fyrsta landsleik
gegn Spánverjum í Reykjavík 18. júlí
2008.
Báðir afarnir eru látnir. Rúnar
Guðmannsson lést 2009 og Biggi
Björns tveimur árum síðar.
Leikjadagskrá á EM 2018 í Króatíu
D-riðill
Leikið í Varazdin
Úrslit:
13. jan. kl. 17.15
Spánn - Tékkland ___:___
13. jan. kl. 19.30
Danmörk - Ungverjal. ___:___
15. jan. kl. 17.15
Ungverjaland - Spánn ___:___
15. jan. kl. 19.30
Tékkland - Danmörk ___:___
17. jan. kl. 17.15
Tékkland - Ungverjal. ___:___
17. jan. kl. 19.30
Spánn - Danmörk ___:___
C-riðill
Leikið í Zagreb
Úrslit:
13. jan. kl. 16.15
Þýskaland - Svartfjallal. ___:___
13. jan. kl. 18.30
Makedónía - Slóvenía ___:___
15. jan. kl. 17.15
Slóvenía - Þýskaland ___:___
15. jan. kl. 19.30
Svartfjallal. - Makedónía ___:___
17. jan. kl. 17.15
Þýskaland - Makedónía ___:___
17. jan. kl. 19.30
Svartfjallal. - Slóvenía ___:___
B-riðill
Leikið í Porec
Úrslit:
12. jan. kl. 17.15
Hvíta-Rússl. - Austurríki ___:___
12. jan. kl. 19.30
Frakkland - Noregur ___:___
14. jan. kl. 17.15
Austurríki - Frakkland ___:___
14. jan. kl. 19.30
Noregur - Hvíta-Rússl. ___:___
16. jan. kl. 17.15
Frakkland - Hvíta-Rússl. ___:___
16. jan. kl. 19.30
Noregur - Austurríki ___:___
A-riðill
Leikið í Split
Úrslit:
12. jan. kl. 17.15
Svíþjóð - ÍSLAND ___:___
12. jan. kl. 19.30
Króatía - Serbía ___:___
14. jan. kl. 17.15
Serbía - Svíþjóð ___:___
14. jan. kl. 19.30
ÍSLAND - Króatía ___:___
16. jan. kl. 17.15
Serbía - ÍSLAND ___:___
16. jan. kl. 19.30
Króatía - Svíþjóð ___:___
Milliriðill I
Leikið í Zagreb
18. jan.
3A - 2B
2A - 3B
20. jan.
1A - 1B
2A - 2B
22. jan.
3A - 1B
1A - 3B
24. jan.
1A - 2B
2A - 1B
3A - 3B
Milliriðill II
Leikið í Varazdin
19. jan.
3C - 2D
2C - 3D
21. jan.
1C - 1D
2C - 2D
23. jan.
3C - 1D
1C - 3D
24. jan.
1C - 2D
2C - 1D
3C - 3D
Úrslitaleikir
Leikið í Zagreb
26. jan. kl. 14.30 Leikur um 5. sætið
26. jan. kl. 17.00 Undanúrslitaleikur
26. jan. kl. 19.30 Undanúrslitaleikur
28. jan. kl. 17.00 Leikur um 3. sætið
28. jan. kl. 19.30 Úrslitaleikur
BOSNÍA OG
HERSEGÓVÍNA
KRÓATÍA
Zagreb
Split
Porec
Varazdin
KRÓATÍA
EM
2018
12.-28. janúar 2018
Í HAND-
BOLTA
landsliðunum þá varð maður að safna
styrkjum og leggja út fyrir kostnaði
við ferðirnar. Sama er upp á ten-
ingnum hjá yngri landsliðunum í dag,
meira en tveimur áratugum síðar.
Fagmennskan er fyrir hendi hjá
HSÍ og viljann vantar ekki. Hinsvegar
hefur skort peninga til þess að gera
þetta allt saman stærra og meira,“
segir Guðjón Valur og bendir á að ís-
lenskir landsliðsmenn séu ekki á laun-
um þegar þeir taka þátt í leikjum og
mótum eða í undirbúningi fyrir stór-
mót.
Rekin á megrunarfæði
„HSÍ og landsliðin eru rekin á eins
miklu megrunarfæði og mögulegt er.
Unnið er eins vel úr þeim fjármunum
sem fyrir hendi eru og kostur er á. Því
er hinsvegar ekki að leyna að maður
rennir öfundaraugum til sérsambands
sem getur gert allt fyrir sitt íþrótta-
fólk, jafnt karla sem konur. Um leið
verður maður að hafa í huga að til eru
sérsambönd sem eru í meiri erf-
iðleikum í sínum rekstri en HSÍ,“
sagði Guðjón Valur sem telur mik-
ilvægt að framlög ríkisins til afreks-
sjóða ÍSÍ hafi verið aukin. Hann segist
vonast til að áfram verði bætt í.
„Ríkið hefur aukið framlag sitt
verulega í afreksjóð ÍSÍ. Aukningin
hefur hjálpað okkur eins og öðrum
sérsamböndum til þess að búa okkur
sem best undir stórmót.
Hinsvegar sitjum við enn uppi með
Laugardalshöllina sem virðist ætla að
verða eins og sagan endalausa. Laug-
ardalshöll er barn síns tíma, svarar
ekki kröfum nútímans auk þess sem
hún er ekki heimili og athvarf okkar.
Vonandi rennur sú stund upp fyrr en
síðar að landslið Íslands fái betri að-
stöðu til æfinga og keppni en boðið er
upp á í dag í Laugardalshöllinni,“ segir
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handknattleik
karla.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Keppnisfyrirkomulagið á EM í Kró-
atíu er það sama og á undanförnum
Evrópumótum. Sextán lið sem er
skipt í fjóra riðla. Þrjú lið komast
áfram úr hverjum riðli en neðsta
liðið fer heim 17. eða 18. janúar.
Þá taka við milliriðlar. Þrjú efstu
lið úr A- og B-riðlum skipa milliriðil
eitt og taka innbyrðis úrslitin með
sér.
Þetta þýðir að komist Ísland
áfram úr A-riðlinum verða mótherj-
ar í milliriðli þrjú lið úr B-riðli en
hann skipa Frakkland, Hvíta-
Rússland, Noregur og Austurríki.
Sá milliriðill verður leikinn í Zag-
reb.
Á sama hátt fara þrjú efstu liðin
úr C- og D-riðlum í milliriðil tvö og
taka með sér innbyrðis úrslitin. Sá
milliriðill er leikinn í Varazdin.
Milliriðlarnir eru leiknir 18. til
24. janúar. Tvö efstu lið í hvorum
milliriðli fara í undanúrslit, liðin í
þriðja sæti spila um 5. sætið en þrjú
neðstu liðin í hvorum milliriðli hafa
lokið keppni og halda heimleiðis 25.
janúar.
Undanúrslitaleikirnir og leik-
urinn um fimmta sætið fara fram í
Zagreb 26. janúar og síðan er leikið
þar til úrslita um gull og brons
sunnudaginn 28. janúar.
Fjögur lið kveðja eftir riðlakeppnina
Verðlaunahafar á EM
1994 Portúgal Svíþjóð Rússland Króatía
1996 Spánn Rússland Spánn Júgóslavía
1998 Ítalía Svíþjóð Spánn Þýskaland
2000 Króatía Svíþjóð Rússland Spánn
2002 Svíþjóð Svíþjóð Þýskaland Danmörk
2004 Slóvenía Þýskaland Slóvenía Danmörk
2006 Sviss Frakkland Spánn Danmörk
2008 Noregur Danmörk Króatía Frakkland
2010 Austurríki Frakkland Króatía ÍSLAND
2012 Serbía Danmörk Serbía Króatía
2014 Danmörk Frakkland Danmörk Spánn
2016 Pólland Þýskaland Spánn Króatía
Ár/staðsetning Gull Silfur Brons
1 2 3
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Evrópukeppni landsliða í handbolta
á sér nokkru styttri sögu en heims-
meistarakeppnin í íþróttinni eða til-
vera íþróttarinnar á Ólympíuleikum.
HM var í fyrsta skiptið haldið 1938
og handbolti var í fyrsta skipti á Ól-
ympíuleikunum í Berlín 1938 en
reyndar ekki aftur fyrr en í Münc-
hen 1972.
EM kom ekki til sögunnar fyrr en
árið 1994 og mótsstaðurinn ef til vill
forvitnilegur því fyrsta EM landsliða
í handbolta fór fram í Portgúal. Var
þá um að ræða tólf liða keppni og Ís-
land komst ekki inn í keppnina. Hið
sigursæla lið Svía varð þá Evr-
ópumeistari eftir sigur á Rússlandi í
úrslitaleik 34:21 en Svíþjóð vann
fjórar af fyrstu fimm keppnunum
eða til ársins 2002 en hefur ekki unn-
ið síðan.
Svíar hafa unnið oftast en Frakk-
ar hafa þrívegis orðið Evrópumeist-
arar. Hjá þeim líða fjögur ár á milli
og kannski eru þeir þá líklegir aftur
núna en Frakkar unnu 2006, 2010 og
2014. Þjóðverjar og Danir hafa tví-
vegis orðið Evrópumeistarar hvor
þjóð og Rússar einu sinni en það var
þegar keppnin var haldin í annað
sinn 1996 og fór fram á Spáni.
Svíar eru þó ekki með flest verð-
laun á heildina litið en það eru Danir
og Spánverjar sem hafa sex sinnum
unnið til verðlauna. Svíar eru með
fern verðlaun og hafa því ávallt unn-
ið EM ef þeir hafa komist í undan-
úrslit. Króatar hafa fimm sinnum
unnið til verðlauna en aldrei gullið.
Þjóðverjar og Frakkar eru einnig
með fern verðlaun.
Svíar sigursælastir
á EM frá upphafi
Afi Birgir Björnsson lék þrisvar í
lokakeppni HM og þjálfaði landsliðið.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
9