Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 10
B-RIÐILL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eins og stundum áður eiga Íslend-
ingar fleiri fulltrúa á stórmóti í
handbolta en þá sem mæta fyrir Ís-
lands hönd. Að þessu sinni eru það
Kristján Andrésson, þjálfari Svía, og
Patrekur Jóhannesson, þjálfari
Austurríkismanna. Morgunblaðið
ræddi við Patrek um væntingar hans
og Austurríkismanna sem leika í B-
riðlinum í Porec. Andstæðingar
þeirra verða Frakkar, Norðmenn og
Hvít-Rússar og Ísland mun mæta
þremur liðum úr B-riðlinum í milli-
riðli, nái íslenska liðið að komast
áfram úr A-riðli.
„Austurríki var á stórmóti 2014 og
2015. Í umspili fyrir HM 2017 var ég
með eldra lið og við drógumst á móti
Gumma (Guðmundi Guðmundssyni)
og Dönum sem unnu sannfærandi.
Undankeppnin fyrir EM var fyrsta
undankeppnin með þetta lið sem er
yngra og margir með takmarkaða
reynslu af landsliðsverkefnum. Þar
af leiðandi var nokkuð óvænt en
skemmtilegt að við skyldum komast
á EM í Króatíu vegna þess að okkar
vinna snýst svolítið um að vera með
gott lið árið 2020. Ég er til dæmis
með ellefu leikmenn sem ekki hafa
farið áður á stórmót. Þetta er því
óreynt lið miðað við það sem ég var
með. Fyrir okkur var gott að komast
á EM en auðvitað verður okkar
markmið að komast áfram í millirið-
ilinn. Ekki spurning,“ sagði Patrek-
ur á fullu í undirbúningi liðsins.
Ellefu á fyrsta stórmóti
Efstu þrjú liðin úr B-riðli Austur-
ríkis mæta efstu þremur liðunum úr
A-riðli Íslands í milliriðli í Zagreb.
„Það væri draumur að hitta Íslend-
ingana, vini mína, í Zagreb. Að kom-
ast þangað er örugglega markmið
hjá báðum og það tekst. Við verðum
að hugsa þannig.“
Varðandi möguleika Austurríkis á
að komast upp úr riðlinum má fyr-
irfram búast við því að fyrsti leikur
liðsins við Hvít-Rússa gæti ráðið úr-
slitum í þeim efnum. Sérstaklega ef
mið er tekið af því að Noregur fór
alla leið í úrslitaleikinn á HM í fyrra.
Hvíta-Rússland hafnaði þó í 1.-2.
sæti í sínum undanriðli ásamt Serb-
um.
Mætir sínum gamla þjálfara
„Ég myndi halda að leikurinn
gegn Hvít-Rússum væri 50-50-
leikur. Þeir voru þó í öðrum
styrkleikaflokki, fyrir ofan Norð-
menn, og við í fjórða styrkleika-
flokki. En eins og við þekkjum getur
allt gerst í íþróttum. Hvít-Rússar
eru vissulega sterkir eins og Íslend-
ingar fengu að kynnast á EM 2016.
Þeir eru auk þess með frábæran
þjálfara, Júrí Shevtsov, sem þjálfaði
mig hjá Essen á sínum tíma. Hann
er góður maður og mikill vinur minn.
Hvít-Rússarnir eru hættulegir en
við stefnum á að vinna þann leik.
Maður veit hins vegar aldrei hvað
verður þegar ellefu menn eru að fara
á sitt fyrsta stórmót. Fyrsta mótið er
alltaf svolítið sérstakt en við erum
vel stemmdir,“ sagði Patrekur, sem
getur miðlað af reynslu sinni enda
lék hann á öllum þremur stórmótum
landsliða fyrir Íslands hönd.
Fá góðan stuðning
Staðsetning mótsins verður að
teljast hentug fyrir handboltaþyrsta
Austurríkismenn og Patrekur á von
á að fá ágætan stuðning af áhorf-
endapöllunum. „Já ég á von á því.
Frá því við tryggðum okkur inn á
EM hefur handknattleikssambandið
auglýst þetta mjög mikið. Mér skilst
að um fimm hundruð manns keyri
þangað niður eftir, sem mér skilst að
taki um fimm tíma frá Vín. Við eig-
um því von á stórum hópi stuðnings-
manna, sem er afskaplega jákvætt.“
Frakkar áfram á toppnum
Einhverjir þurfa að lenda með
Frökkum í riðli og í þetta skiptið
kemur það meðal annars í hlut Pat-
reks. Frakkar hafa verið geysilega
sigursælir í rúman áratug en nú hafa
nokkrir af þeirra þekktustu leik-
mönnum dregið sig í hlé með lands-
liðinu. Spurður hvort Frakkarnir
séu fyrir vikið veikari en áður segist
Patrekur ekki eiga von á því.
„Ég held að skipulagið hjá Frökk-
um sé áþekkt því sem Þórir Her-
geirsson er að gera með norska
kvennalandsliðið. Mér finnst skipu-
lagið svo flott hjá þeim. Þeir eru með
ákveðna línu í gegnum allt og maður
tekur varla eftir því þegar nýir leik-
menn koma inn. Frakkar hafa tekið
leikmenn inn í liðið og stillt þeim upp
með gömlu hetjunum. Maður sér
regulega menn hjá þeim sem maður
veit varla hvað heita en eru ógeðs-
lega góðir í handbolta. Mín tilfinning
er sú að vinnubrögðin séu svipuð hjá
Frökkunum og norska kvennalands-
liðinu. Liðin eru skipulega sett sam-
an og ekki horft einungis á næstu
keppni. Ég held að það sé kúnstin í
þessu. Frakkarnir verða örugglega
áfram á toppnum eða við toppinn á
næstu árum,“ sagði Patrekur Jó-
hannesson í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Austurríki Patrekur Jóhannesson og hans menn í austurríska liðinu mæta Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í dag.
Óvænt en skemmtilegt
að komast á EM
Patrekur Jóhannesson mætir með ungt lið Austurríkis sem var með EM
2020 í sigtinu Dreymir um að mæta Íslendingum í milliriðlinum í Zagreb
EM í handbolta karla 2018
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
10
B-RIÐILL
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Margfaldir Evrópumeistarar
Frakka hafa gefið það út að þeir
ætli sér að endurheimta
Evrópumeistarabikarinn úr hönd-
um Þjóðverja að þessu sinni. Til
þess verða þeir helst að fara með
fullt hús stiga úr B-riðli keppninnar
þar sem auk þeirra eru Norðmenn,
Hvít-Rússar og lærisveinar Patreks
Jóhannessonar í austurríska lands-
liðinu. Frakkar eru ríkjandi heims-
meistarar. Þeir lögðu Norðmenn í
úrslitaleik í París fyrir svo gott sem
ári. Franska liðið er hinsvegar
þekkt fyrir að fara á tíðum rólega
af stað á stórmótum en vaxa ás-
megin þegar á líður. Skemmst er
að minnast EM í Danmörku fyrir
fjórum árum þegar Frakkar tefldu
ekki fram sínu besta liði í riðla-
keppninni þar sem markvörðurinn
Thierry Omeyer kom ekki til skjal-
anna fyrir en í milliriðlakeppninni.
Baráttan um efsta sætið mun
standa á milli Frakka og Norð-
manna. Spurningin er sú hvort
norska landsliðið nái að fylgja eftir
velgengni sinni frá síðustu tveimur
stórmótum þar sem það hefur leik-
ið til verðlauna. Pressan og vænt-
ingarnar eru meiri nú en nokkru
sinni áður.
Keppnin um þriðja sæti mun
væntanlega ráðast strax í fyrstu
umferð þegar Austurríkismenn og
Hvít-Rússar leiða saman hesta
sína. Taplið þeirrar viðureignar
mun sennilega pakka saman og
halda heim á leið að morgni 17. jan-
úar.
Fara Frakkar rólega af stað?
Kröfur gerðar til Norðmanna eftir velgengni á tveimur síðustu stórmótum
AFP
Frakkar Nikola Karabatic er að
vanda í lykilhlutverki.
Ísland hefur einu sinni átt marka-
hæsta leikmann Evrópumótsins.
Það var árið 2002 í Svíþjóð en þá
varð Ólafur Stefánsson markahæst-
ur í keppninni með 58 mörk, einu
meira en Stefan Lövgren sem gerði
57 mörk fyrir Svía. Aðeins einu
sinni í sögu keppninnar hefur
markahæsti maður skorað fleiri
mörk en það. Kiril Lazarov, örv-
henta stórskyttan, skoraði 61 mark
fyrir Makedóníu í lokakeppni EM
2012. Spánverjar hafa átt marka-
kónginn á tveimur síðustu mótum.
Joan Canellas var markahæstur ár-
ið 2014 með 50 mörk og árið 2016
var það Valero Rivera sem skoraði
flest mörk, 48. vs@mbl.is
Ólafur marka-
hæstur í
Svíþjóð 2002
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
2002 Ólafur Stefánsson með verð-
launin sem markakóngur.
Ísland leikur á sínu 10. Evrópumóti í
röð en eftir að íslenska liðið komst í
fyrsta skipti í lokakeppnina árið
2000, sem einmitt var haldin í Króat-
íu, hefur það ávallt verið á meðal
þátttökuliða.
Ísland komst ekki á fyrstu þrjú
mótin, 1994, 1996 og 1998.
Króatía, Spánn og Frakkland eru
þær þrjár þjóðir sem hafa verið með
á öllum tólf mótunum og eru því að
hefja sitt 13. Evrópumót.
Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk
eru öll á sínu 12. móti. Þjóðverjar
sátu heima árið 2014, Svíar árið
2006 og Danir 1998.
Ungverjar og Slóvenar eru í loka-
keppninni í 11. skipti. Ungverjar
misstu af mótinu 2000 og 2002 en
Slóvenar misstu af því 1998 og 2014.
Tékkar eru með í 9. skipti, Norð-
menn í áttunda, Serbar, Hvít-Rússar
og Makedóníumenn eru með í
fimmta sinn, Svartfellingar í fjórða
sinn og Austurríkismenn, undir
stjórn Patreks Jóhannessonar, eru
með á EM í þriðja skipti. vs@mbl.is
Tíunda Evrópu-
mót Íslands í röð
Tveir leikmenn íslenska landsliðsins
á EM í Króatíu hafa ekki áður tekið
þátt í stórmóti A-landsliða í hand-
knattleik. Það eru markvörðurinn
úr FH, Ágúst Elí Björgvinsson, og
Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason.
Báðir léku þeir sína fyrstu A-
landsleiki á síðasta ári.
Fjórir til viðbótar taka þátt í EM í
fyrsta sinn, Arnar Freyr Arnarsson,
Bjarki Már Elísson, Janus Daði
Smárason og Ómar Ingi Magnússon.
Fjórmenningarnir voru hinsvegar
með á HM í Frakklandi og fara nú á
stórmót A-landsliða í annað sinn, að
minsta kosti sem leikmenn.
Fram til þessa hefur íslenska
landsliðið leikið 53 leiki í lokakeppni
EM. Fyrsti leikurinn var við Svía í
Rijeka í Króatíu 21. janúar 2000. Frá
þeim tíma hafa 58 leikmenn tekið
þátt í leikjunum. EM-leikmennirnir
verða þar með orðnir 64 þegar að
EM í Króatíu verður lokið.
iben@mbl.is
Sex verða í fyrsta
sinn með á EM