Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 11
11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Íslenska landsliðið hefur ekki alltaf
riðið feitum hesti frá fyrstu við-
ureign sinn á Evrópumeistaramóti í
handknattleik karla. Í þau níu skipti
sem liðið hefur tekið þátt í mótinu
hefur það aðeins þrisvar sinnum
unnið fyrsta leik í sinn. Tvisvar hef-
ur liðið skilið við andstæðinga sína
með skiptan hlut í upphafsleik en í
fjögur skipti hefur fyrsti leikur
mótsins tapast.
Á EM 2000 tapaði Ísland fyrir
Svíþjóð, 31:23, í fyrsta leik sem fram
fór í Rijeka í Króatíu. Segja má að
Íslendingar hafi aldrei séð til sólar í
leiknum.
Tveimur árum síðar gerðu Íslend-
ingar og Spánverjar jafntefli, 24:24, í
fyrsta leik eftir afdrifarík mistök
voru gerð við tímatöku leiksins eftir
að leikhlé var tekið nokkrum sek-
úndum fyrir leikslok. Leikklukkan
var of seint sett í gang eftir leikhléið
án þess að athugasemdir væru gerð-
ar. Viðbótartíminn nægði Spánverj-
um til að jafna metin.
Ísland steinlá fyrir heimamönnum
í landsliði Slóvena í Celje í fyrsta
leik á EM 2004, 34:28, eftir að hafa
verið tveimur mörkum yfir snemma
í síðari hálfleik.
Fyrsti sigurinn í fyrsta leik kom
gegn Serbum/Svartfellingum á EM í
Sviss 2006, 36:31, þar sem Guðjón
Valur Sigurðsson var markahæstur
með 10 mörk. Ólafur Stefánsson rif-
beinsbrotnaði í leiknum.
Á EM 2008 steinlá íslenska lands-
liðið fyrir Svíum, 24:19, í fyrsta leik
eftir að hafa verið tíu mörk undir um
skeið. Ólafur og Guðjón voru marka-
hæstir með fjögur mörk hvor.
Tveimur árum síðar á EM 2010
gerði Ísland jafntefli við Serba,
29:29, í hörkuleik þar sem Snorra
Steini Guðjónssyni brást bogalistinn
í vítakasti á síðustu sekúndum.
Ísland tapaði með tveggja marka
mun, 31:29, fyrir Króötum í fyrsta
leik á EM 2012 í Serbíu.
Á tveimur síðustu Evrópumótum
hefur íslenska liðið hafið keppni á
leikjum við Norðmenn. Báðir leik-
irnir unnust, 31:26, í Álaborg á EM
2014 og 26:25 í Katowice í Póllandi
fyrir tveimur árum. iben@mbl.is
Á ýmsu hefur gengið í fyrsta leik
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gleði Guðjón Valur Sigurðsson, Al-
exander Petersson og Vignir Svav-
arsson fagna sigri á EM 2006.
Aðeins þrír sigurleikir Mistök í tímatöku og rifbeinsbrot Tvö jafntefli
Eftir miklu er að
slægjast fyrir
Uwe Gensheimer
og samherja í
þýska landsliðinu
að verja Evrópu-
meistaratitilinn
sem þeir unnu
fyrir tveimur ár-
um á EM í Pól-
landi. Gens-
heimer og sam-
herjar í þýska landsliðinu munu
skipta á milli sín 250.000 evrum,
jafnvirði rúmlega 31 milljónar
króna, verði þeir Evrópumeistarar
í Króatíu. Samkomulag var undir-
ritað þess efnis á milli leikmanna og
þýska handknattleikssambandsins
nokkru áður en undirbúningur fyr-
ir mótið hófst.
Ef þýska liðið hafnar í öðru sæti
verða 200.000 evrur til skiptanna
milli leikmannanna, um 24 milljónir
króna. Leikmennirnir fá einnig
ágæta uppbót þótt þriðja sætið
komi í þeirra hlut. Þá verða 150.000
evrur til skiptanna, jafnvirði 18
milljóna króna.
Fari hins vegar svo að íslenska
landsliðið vinni til verðlauna á EM
fá leikmenn lítið annað en ánægj-
una að launum auk hefðbundins
verðlaunapenings eftir því sem
næst verður komist. iben@mbl.is
Þjóðverjar
skipta með sér
verðlaunapotti
Uwe
Gensheimer
Kristján Andr-
ésson, landsliðs-
þjálfari Svía,
verður þriðji Ís-
lendingurinn til
að stýra landsliði
í leik gegn ís-
lenska landslið-
inu á Evrópu-
meistaramóti.
Kristján mætir
galvaskur með
sveit sína til leiks í kvöld gegn Ís-
lendingum í Split.
Dagur Sigurðsson var landsliðs-
þjálfari Austurríkis á EM 2008 þeg-
ar hann mætti Íslendingum í riðla-
keppninni. Hann náði jafntefli,
37:37, eftir mikla dramatík á síð-
ustu mínútu leiksins eins og rakið
er á öðrum stað í blaðinu. Aust-
urríska liðið var þremur mörkum
undir þegar mínúta var til leiksloka
eða þar um bil.
Patreki Jóhannesson gekk ekki
eins vel með austurríska landsliðið
þegar það mætti því íslenska í
Herning í Danmörku á EM 2014. Ís-
lendingar unnu öruggan sigur,
33:27, í leik þar sem Ólafur Andrés
Guðmundsson fór á kostum og
skoraði sex mörk. Ekki er útilokað
að Patrekur og Austurríkismenn
mæti Íslendingum á EM að þessu
sinni. iben@mbl.is
Þriðji Íslending-
urinn sem
mætir Íslandi
Dagur
Sigurðsson
EKKI VIÐBÆTT VATN
ENGIN AUKAEFNI
HREIN AFURÐ - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA TA
K
T
IK
/4
7
1
4
#