Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 13

Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 13
Keppnishöllin Spaladium Arena í Split þar sem Ísland leikur gegn Svíþjóð, Króatíu og Serbíu á næstu dögum. Flautað er til leiks 17.15 í dag. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 13 Höllin sem leikirnir í A-riðli verða spilaðir í er glæsileg. Hún ber nafnið Spaladium og er fjölnota íþróttahöll sem uppfyllir allar kröf- ur og viðmiðunarstaðla alþjóðaól- ympíunefndarinnar um slík mann- virki. Körfuboltaliðið KK Split leikur heimaleiki sína í höllinni en það hét áður Jugoplastika Split. Höllin tekur 12 þúsund manns í sæti og má gera ráð fyrir því að hvert sæti verði skipað á fyrsta keppnisdegi þegar gestgjafarnir taka á móti grönnum sínum frá Serbíu. Spaladium var tekin í notk- un fyrir HM karla í handknattleik sem fram fór í Króatíu árið 2009 og var þá einn riðillinn spilaður í Split. Ef handboltaunnendur eru að spóla til baka í huganum um hvernig Íslandi vegnaði í þeirri keppni þá var lokakeppni HM 2009 ein fárra keppna sem Ísland missti af á þessari öld. Spaladium er glæsilegt mannvirki Íslenskir handknattleiksdómarar verða fjarri góðu gamni þegar kollegar þeirra flauta til leiks á EM í Króatíu. Það verður reyndar ekki í fyrsta sinn því íslenskir dómarar voru síðast í eldlínunni í lokakeppni EM fyrir sex árum þegar Serbar voru gestgjafar. Þá dæmdu Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson þrjá leiki í keppn- inni áður en veikindi þess síð- arnefnda bundu enda á þátttöku þeirra í mótinu áður en úr- slitahelgin gekk í garð. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu á EM karla 2006 og Stefán dæmdi ásamt Rögnvald Erlingssyni í lokakeppni EM karla fyrir 20 árum. Tólf dómarapör dæma á EM og koma frá Hvíta-Rússlandi, Króat- íu, Tékklandi, Danmörku, Frakk- landi, Þýskalandi, Litháen, Make- dóníu, Portúgal, Rúmeníu, Spáni og Rússlandi. iben@mbl.is Íslendingar dæma ekki í Króatíu SPLIT Kristján Jónsson kris@mbl.is Borgin Split verður vettvangur A- riðils okkar Íslendinga á EM. Borg- in er sú næststærsta í Króatíu og vinsæll ferðamannastaður en hún liggur að Adríahafinu. Á svæðinu búa tæplega 300 þúsund manns eða nokkuð svipað og á Íslandi. Viðeigandi er að riðill á stórmóti sé spilaður í borginni því þar er geysilega mikill íþróttaáhugi og afar fjölbreytt íþróttalíf. Sjálfir eiga íbú- arnir það til að kalla Split mestu íþróttaborg heimsins. Stærsti íþróttaviðburðurinn sem fram hefur farið í borginni er EM í frjálsum árið 1990. Frægasti handboltamaður Króat- íu, í það minnsta eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur, Ivano Balic er fæddur í Split. Hann var í lykilhlut- verki þegar Króatía varð ólympíu- meistari 2004 og heimsmeistari 2003. Balic var valinn besti leikmað- urinn á fimm stórmótum landsliða í röð frá 2004-2007. Vinsælasta knattspyrnulið Króat- íu, Hadjuk Split, er í borginni og víð- frægt er hversu mikinn stuðning lið- ið fær. Stuðningsmannafélög liðsins má til dæmis finna í Þýskalandi, Ír- landi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Treyja númer 12 verður ekki notuð framar hjá Hadjuk til heiðurs stuðn- ingsmönnum liðsins, með vísan í að stuðningsmenn geti verið tólfti mað- urinn á vellinum. Kunnir knatt- spyrnumenn eins og Slaven Bilic, Igor Tudor og Stipe Pletikosa eru frá Split. Stjörnur úr bronsliðið Kró- atíu á HM 1998 léku með Hadjuk um tíma: Robert Jarni, Alen Boksic og Igor Stimac. Ivanovic og Vlasic Íþróttastjörnur sem skarað hafa fram úr í ýmsum greinum hafa haft búsetu í borginni og þar má nefna tenniskappann Goran Ivanovic sem sigraði á Wimbledon 2001 og há- stökkvarann Blönku Vlasic sem bæði varð heims- og Evrópumeist- ari. Auk þess státar Split af ólympíu- meisturum í ýmsum greinum eins og sundi, sundknattleik og róðri. Íþróttalífið er borginni er sérlega fjölskrúðugt en þar dafna einnig ágætlega greinar eins og rugby og hafnabolti. Körfuboltalið borgarinnar KK Split var besta lið Evrópu undir lok þess tíma sem Júgóslavía var til. Liðið varð Evrópumeistari þrjú ár í röð. Lykilmenn í liðinu, sem og landsliðinu sem varð heims- og Evr- ópumeistari, þeir Toni Kukoc og Dino Radja, eru frá Split. Báðir léku þeir síðar í NBA. Blómlegt íþróttalíf í Split  Heimaborg Ivano Balic  Hajduk Split er vinsælasta knattspyrnulið Króatíu  Króatískar stjörnur í ýmsum íþróttagreinum koma frá borginni við Adríahafið Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þau þrjú lið sem komast áfram úr A-riðlinum í Split halda þaðan til höfuðborgarinnar Zagreb miðviku- daginn 17. janúar til að spila þar í milliriðli keppninnar ásamt þremur efstu liðum B-riðilsins. Íslenska landsliðið fer því annaðhvort til höfuðborgarinnar eða heim á leið. Frá Split í suðurhluta landsins og norður til Zagreb er rúmlega 400 kílómetra vegalengd eftir þjóðvegi E71 og um 4-5 klukkutíma akstur. Bein loftlína milli borganna er 259 kílómetrar. Zagreb er stærsta borg Króatíu en þar búa rúmlega 800 þúsund manns. Þar er leikið í Arena Zag- reb, tíu ára gamalli höll sem var tekin í notkun í árslok 2008 og er heimavöllur handknattleiksliðsins RK Zagreb og íshokkíliðsins Med- vescak Zagreb. Stórviðburðir í Arena Zagreb Arena Zagreb rúmar rúmlega 15 þúsund manns á handboltaleikjum og í henni splunkunýrri fóru fram fjölmargir leikir á heimsmeistara- mótinu árið 2009, meðal annars úr- slitaleikurinn þar sem Frakkar lögðu Króata að velli. Þar hafa líka verið fjölmargir aðrir stórir við- burðir. Úrslitaleikur Króatíu og Spánar í Davis-bikarnum í tennis var háður í höllinni í nóvember 2016. Þar hélt rokksveitin gam- alkunna Deep Purple tónleika síð- asta vor og áður hafa þar komið fram stjörnur á borð við Justin Bie- ber, Depeche Mode, Sting, Tom Jones, Plácido Domingo, Britney Spears, George Michael, Roger Wa- ters, Shakiru, Lady Gaga, Leonard Cohen, Rammstein og Beyoncé, svo einhverjar séu tíndar til. Porec og Varazdin Keppni í B-riðli fer fram í Porec, litlum bæ við Adríahafið í norðvest- urhluta Króatíu, skammt frá landa- mærunum við Slóveníu. Þar búa að- eins 17 þúsund manns. Höllin Zatika Sport Centre er 10 ára göm- ul og rúmar 3.700 áhorfendur. D-riðillinn er leikinn í Varazdin, tæplega 50 þúsund manna borg sem er 80 kílómetra norður af Zagreb. Þar er leikið í Varazdin Arena, sem var einn af keppnisstöðunum á HM 2009, en höllin rúmar um 5.200 áhorfendur. Milliriðill tvö, með sex liðum úr C- og D-riðlum, er einnig leikinn í Varazdin. Til höfuðborgarinnar eða heim Aðalhöllin Milliriðill 1 og úrslitaleikir EM fara fram í Arena Zagreb. Tíunda sinn í röð tekur ís- lenska landsliðið þátt í EM karla í handknattleik. Mörgum þykir þátttakan vera sjálfsagð en hún er það ekki. Íslenska landsliðið tók ekki þátt í þremur fyrstu Evr- ópumótunum, 1994, 1996 og 1998. Loks vannst sæti í loka- keppninni sem fram fór í árs- byrjun 2000, eftir að stiginn var krappur dans í leikjum við Sviss. Raunar voru forráðamenn HSÍ og landsliðsþjálfarinn ekki betur upplýstir um reglurnar sem giltu að þeir voru ekki vissir í leikslok í Kaplakrika vorið 1999, eftir síðari leikinn við Sviss hvort Ísland væri komið inn á EM eða ekki. Þáver- andi framkvæmdastjóri HSÍ bað þjóðina afsökunar á að hafa ekki aflað sér gleggri upplýsinga fyrir leikinn mikilvæga. Eftir níu marka tap í Aarau, 29:20, þá sneri íslenska landsliðið við blaðinu í síðari leiknum og vann með níu marka mun, 32:23. Julian Duranona skoraði síðasta mark Íslands með þrumufleyg af 13 metra færi þegar þrjár sek- úndur voru eftir af leiktímanum. Marki sem fáir fögnuðu fyrr en löngu síðar þegar í ljós kom að stórsigrar íslenska liðsins á Kýp- ur, sem var þriðja liðið í riðli und- ankeppninnar, riðu baggamuninn. Til að kóróna vitleysuna í leiks- lok var landsliðsmönnum Íslands meinað að tala við blaðamenn Morgunblaðsins vegna óánægju með gagnrýni sem landsliðið og landsliðsþjálfari fékk á síðum blaðsins eftir fyrri viðureignina í Aarau. Sem betur fer höfðu nokkrir leikmenn bein í nefinu til að virða bannið að vettugi. Með fyrrgreindum leik við Sviss í Kaplakrika lauk landsliðs- ferli Geirs Sveinssonar, þá fyr- irliða til margra ára. Geir er á ný kominn í landshópinn. Að þessu sinni sem landsliðsþjálfari þar sem hann stýrir lítt öfundsverðu hlutverki að leiða kynslóðaskipti í landsliðinu á sama tíma og krafa er gerð um árangur. Mikið vatnhefur runnið til sjávar frá leiknum við Sviss í Kaplakrika. Forsvarsmenn HSÍ og leikmenn landsliðsins á síðustu árum hafa sem betur fer verið betur búnir undir hvað bíður þeirra en þeir voru þessa vordaga síðla í maí fyrir nærri 19 árum. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.