Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 14
EM í handbolta karla 2018
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
14
UPPRIFJUN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Í hefðbundinni upprifjun á hand-
boltasögunni í EM-blaði Morgun-
blaðsins eru að þessu sinni rifjaðir
upp þrír sætir sigrar hjá Íslandi í
lokakeppni Evrópumóts karla í gegn-
um tíðina. Sigurleikirnir sem urðu
fyrir valinu komu gegn Þjóðverjum,
Dönum og Norðmönnum á tólf ára
tímabili, frá 2002 til 2014.
Ísland vann Þýskaland í fyrsta
skipti á stórmóti í handbolta, eftir að
Þýskaland sameinaðist á ný, á EM í
Svíþjóð árið 2002. Liðin mættust þá í
síðasta leiknum í milliriðlinum og
voru bæði taplaus í mótinu þegar að
leiknum kom.
Liðin áttust við í Västerås og voru
Þjóðverjar öruggir um sæti í undan-
úrslitum keppninnar enda með af-
skaplega vel mannað lið á þessum ár-
um. Íslendingar þurftu að ná stigi út
úr leiknum en tækist það ekki gátu
stórþjóðirnar Frakkland og Spánn
blandað sér í slaginn um lausa sætið í
undanúrslitum. Flækti það aðeins
stöðu íslenska liðsins að hafa gert
jafntefli gegn bæði Spánverjum og
Frökkum.
Með sannfærandi sigri, 29:24,
tryggði Ísland sér hins vegar efsta
sæti milliriðilsins og var þá taplaust
eftir sex leiki í riðlinum og milliriðl-
inum.
Tveir sigrar gáfu sjálfstraust
Ekki var mikið svigrúm fyrir liðin
til að koma hvort öðru á óvart. Fyrir
utan að hafa spilað fimm leiki hvort í
mótinu mættust Ísland og Þýskaland
tvívegis á Íslandi í vináttu-
landsleikjum í aðdraganda keppn-
innar. Ísland vann þá báða 28:24 og
fóru landsliðsmennirnir með gott
sjálfstraust til Svíþjóðar. Á EM mun-
aði því litlu að nákvæmlega sömu úr-
slitin yrðu þrjá leiki í röð.
Ísland byrjaði vel í leiknum og náði
frumkvæðinu. Fór liðið með gott
fjögurra marka forskot, 15:11, til
búningsherbergja að loknum fyrri
hálfleiknum. Íslenska liðið spilaði
hratt í mótinu og keyrði fram þegar
færi gafst. Ólafur Stefánsson og Pat-
rekur Jóhannesson voru báðir af-
skaplega snjallir í því að koma með
boltann fram í hröðum sóknum. Þeg-
ar vörnin hélt í mótinu skoraði liðið
oft úr hraðaupphlaupum eða úr ann-
arri bylgju. Átti íslenska liðið marga
leikkafla í mótinu þar sem það valtaði
yfir andstæðingana. Má ef til vill
segja að á EM 2002 hafi íslenska
landsliðið í fyrsta skipti spilað þann
hraða leik sem einkennir handbolt-
ann í dag. Um fimm ár voru liðin frá
því að leyft var að taka „hraða miðju“
í íþróttinni. Guðmundur Guðmunds-
son stýrði liðinu og Einar Þorvarð-
arson var honum til aðstoðar.
Komnir níu mörkum yfir
Þjóðverjum tókst ekki að saxa á
fjögurra marka forskotið í síðari hálf-
leik því íslenska liðið gaf í um miðbik
síðari hálfleiks. Forskotið fór upp í
níu mörk þegar Patrekur kom Íslandi
yfir 25:16 en hann var markahæstur
með átta mörk. Sigfús Sigurðsson
gerði sjö en hann fann sig virkilega
vel í fyrsta skipti með landsliðinu í
mótinu. EM 2002 var ein besta
keppni Guðmundar Hrafnkelssonar á
glæsilegum ferli með landsliðinu.
Hann varði 14 skot í sigrinum á Þjóð-
verjum og mörg hver úr dauðafær-
um. Fimm af línunni og eitt vítakast.
„Sigur Íslendinga var fyllilega
verðskuldaður og ég vil óska þeim
kærlega til hamingju með hann. Mína
menn skorti einbeitingu í leiknum, ef
til vill var það vegna þess að við vor-
um þegar öruggir um sæti í undan-
úrslitunum, en stefna okkar var eigi
að síður að halda okkar striki, vinna
alla leiki og vera efstir í riðlinum. Það
tókst ekki, ég verð að sætta mig við
að hafa tapað fyrir góðu liði,“ sagði
Heiner Brand, hinn kunni landsliðs-
þjálfari Þýskalands, í Morgunblaðinu
daginn eftir, 1. febrúar.
„Eftir að leikurinn var hafinn var
aldrei vafi í mínum huga að við mynd-
um vinna, allir voru fullkomlega með
hugann við leikinn og gerðu frábæra
hluti á leikvellinum,“ sagði Guð-
mundur þjálfari í samtali við Ívar
Benediktsson.
Íslendingar töpuðu fyrir heima-
mönnum, Svíum, í undanúrslitunum
og fyrir Dönum í leiknum um 3. sæt-
ið. Um var að ræða jöfnun á besta ár-
angri Íslands á stórmóti og var Ólaf-
ur Stefánsson valinn í úrvalslið
mótsins.
Urðu að vinna Dani
Sigrar gegn Dönum á íþróttavell-
inum eru ávallt kærkomnir fyrir Ís-
lendinga. Einn sá mikilvægasti sem
unnist hefur gegn Dönum í handbolt-
anum kom í síðasta leik riðlakeppn-
innar á EM í Austurríki 2010.
Ísland hóf keppnina á tveimur
jafnteflum gegn Serbíu og Austurríki.
Skildu þau bæði eftir beiskt bragð í
munni landsliðsmannanna sem flestir
höfðu unnið til silfurverðlauna á Ól-
ympíuleikunum í Peking einu og hálfu
ári fyrr. Snorri Steinn Guðjónsson
brenndi af vítakasti á lokasekúnd-
unum gegn Serbíu og á lokakaflanum
Fóru í undanúrslit
eftir yfirburði
gegn Þjóðverjum
Þrír eftirminnilegir EM-leikir Íslands rifjaðir upp Þjóðverjar réðu ekkert
við hraða íslenska liðsins Sigur á Dönum lagði grunninn að EM-bronsinu
Þaggað niður í kokhraustum Norðmönnum í Álaborg
Af þeim 17 leik-
mönnum sem
voru í íslenska
landsliðinu á EM
í Póllandi fyrir
tveimur árum
eru sjö þeirra
ekki í hópnum að
þessu sinni. Þetta
eru Aron Rafn
Eðvarðsson
markvörður, Al-
exander Petersson, Guðmundur
Hólmar Helgason, Róbert Gunn-
arsson, Stefán Rafn Sigurmanns-
son, Snorri Steinn Guðjónsson og
Vignir Svavarsson.
Af sjömenningunum hefur Ró-
bert leikið flesta leiki á EM, 37.
Vignir á einum leik færra á EM. Á
síðasta móti varð Róbert fjórði til
þess að skora meira en 100 mörk
fyrir íslenska landsliðið í loka-
keppni EM, eða 107.
Auk breytinga á leikmannahópn-
um þá er ekki sami þjálfari við
stjórnvölinn nú og á EM 2016. Aron
Kristjánsson stýrði landsliðinu á
EM 2016 en nú stendur Geir Sveins-
son í brúnni. iben@mbl.is
Sjö breytingar
frá EM fyrir
tveimur árum
Róbert
Gunnarsson
Hinn 6. desember var lag keppn-
innar, On the wings of victory, sett í
spilun en slík lög eru gjarnan samin
fyrir stórar alþjóðlegar íþrótta-
keppnir.
Björgvin Halldórsson og Diddú
sungu til dæmis lag keppninnar
þegar HM var haldið á Íslandi 1995
og sjálfsagt muna margir Íslend-
ingar eftir Dj nokkrum Ötzi þegar
Íslendingar unnu brons á EM í
Austurríki 2010. Þá bjó hann til
sína útgáfu af Sweet Caroline, lagi
sem Neil Diamond samdi um dóttur
Johns F. Kennedys og Jacqueline
Bouvier.
Mótshaldarar leituðu til króat-
ísku tónlistarkonunnar Indiru Le-
vak sem samdi lagið og flytur. On
the wings of victory má finna á
heimasíðu keppninnar en einnig á
Youtube. kris@mbl.is
Á vængjum
sigursins
Handboltaunnendur hafa tækifæri
til að fylgjast vel með gangi mála á
EM í Króatíu. Fyrir utan það magn
frétta sem flæða mun um mbl.is og
síður Moggans þá er einnig mikið
framboð af sjónvarpsútsendingum.
RÚV er með sýningarréttinn hér
heima og samkvæmt upplýsingum
þaðan mun RÚV sýna 32 leiki í
keppninni í beinni útsendingu á sín-
um rásum. Auk þess verða átta
samantektarþættir.
Auk þess er komið mjög til móts
við handboltaunnendur á heima-
síðu Handknattleikssambands Evr-
ópu, EHF. Þar er nokkuð sem kall-
að er EHF TV á slóðinni ehftv.com.
Þar stendur til að sýna alla leiki
keppninnar í beinni útsendingu. Til
að gæta sanngirni gagnvart rétt-
höfum þá geta notendur í þeim
löndum sem eru að leika hverju
sinni ekki séð leikinn í netútsend-
ingu þeirra. Þegar Ísland og Sví-
þjóð mætast í fyrsta leik verður
sem dæmi ekki hægt að horfa á
EHF-útsendinguna í þeim löndum.
Þessi þjónusta gæti hins vegar
verið kærkomin fyrir Íslendinga er-
lendis sem hafa áhuga á að sjá leiki
Íslands. Sama gildir auðvitað um
fólk hérlendis sem hefur áhuga á
því að fylgja ákveðnum þjóðum vel
eftir í mótið. Hérlendis býr til dæm-
is fjöldi fólks frá Póllandi og ríkjum
gömlu Júgóslavíu. kris@mbl.is
Leikirnir eru
sýndir á RÚV
og EHF TV