Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Það getur verið notalegt að hlýja sér og hvíla lú-
in bein í heitum potti á köldum íslenskum vetrar-
dögum. Þó er sniðugt að verja eyrun fyrir kuld-
anum, eins og þessi kona gerði sem skellti sér í
heita pottinn við ylströndina í Nauthólsvík. Þá
virðist öðrum pottagesti hafa verið kalt á fót-
unum og ákveðið að vera í sokkum ofan í. Naut-
hólsvíkin er vinsæll staður fyrir sjósundsfólk,
sem fer fjölgandi hér á landi.
Slappað af í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Eggert
Heitir pottar ylja á köldum íslenskum vetrardögum
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Líkur eru á því að óánægðir sjálf-
stæðismenn í Vestmannaeyjum bjóði
fram sérlista við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar á vori komanda. Flokkur-
inn í Eyjum er klofinn í herðar niður
vegna átaka sem urðu um það hvern-
ig ætti að velja fólk á lista flokksins.
Þeir sem vildu prófkjör urðu undir í
atkvæðagreiðslu og sætta sig ekki
við niðurstöðuna.
Elís Jónsson, einn hinna óánægðu,
telur yfirgnæfandi líkur á að „auka-
framboð“ sjálfstæðismanna verði í
boði í vor. Hann viðurkennir að málið
sé enn í umræðum manna á milli og
ákvörðun hafi ekki verið tekin.
„Þetta fer enn mjög hljótt og það er
gert meðvitað,“ segir Elís.
Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur
lýst því yfir að hann gefi kost á sér
áfram í efsta sæti listans. Hann seg-
ist ekki vita um hvað málið snúist og
eiga því erfitt með að tjá sig. Hann
telur að framboðið sé enn spjall á
kaffistofum, hann hafi að minnsta
kosti ekki heyrt nöfn hugsanlegra
frambjóðenda eða hvaða málefni
slíkt framboð stæði fyrir.
Rætt við Írisi
Íris Róbertsdóttir, sem var vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
síðasta kjörtímabili og situr í mið-
stjórn, hefur verið nefnd sem
hugsanlegur oddviti sérframboðs.
Hún segist vita um óánægju í flokkn-
um út af prófkjörsmálum og umræðu
um nýtt framboð. Rætt hafi verið við
hana um framboð en hún vilji ekki
svara því af eða á hvort það komi til
greina.
Elís Jónsson segist ekki munu
skorast undan að taka að sér forystu
nýs framboðs en getur einnig hugsað
sér annað frambærilegt fólk í það
hlutverk.
Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa
ekki viðhaft prófkjör við val á lista í
28 ár. Prjófkjör náðist ekki fram fyr-
ir fjórum árum og tillaga um það var
felld á fundi fulltrúaráðsins í janúar
með 28 atkvæðum gegn 26. Óánægj-
an gaus upp eftir að það lá fyrir og
sannarlega er það aðalástæða um-
ræðna um nýtt framboð. Jón Á.
Ólafsson sjálfstæðismaður segir þó
að rætur óánægjunnar séu dýpri.
Ekki hafi náðst sættir milli fólks eft-
ir síðustu uppstillingu.
Elís Jónsson, sem barðist fyrir
prófkjörshugmyndinni í fulltrúa-
ráðinu, segir að málið snúist einnig
um að endurnýja forystu flokksins.
Nefnir hann að Elliði bæjarstjóri
hafi verið í forystu í 12 ár, sem sé
ágætis tími. Einhverjir vilji hrein-
lega skipta um forystu.
Ræða nýtt framboð í Eyjum
Óánægja meðal sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum með að ekki skuli vera haldið prófkjör
Í umræðu að bjóða fram sérlista Íris Róbertsdóttir svarar því ekki af eða á hvort hún verði með
Elliði
Vignisson
Íris
Róbertsdóttir
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Frumvarp til laga um mannanöfn,
þar sem m.a. er lagt til að manna-
nafnanefnd verði lögð niður, kemur
til fyrstu umræðu á Alþingi í vik-
unni.
„Einhverjir hafa verið að líta á
þetta frumvarp sem einhvers konar
aðför að íslenskri mannanafnahefð
en ég skil ekki hvernig á að túlka
frelsi einstaklinga til að nefna börn-
in sín aðför að hefðum. Við erum
ekki að gera annað en að leggja til
að foreldrar fái að ráða þessu sjálfir
og hafi meira frelsi í nafngiftinni en
er nú,“ segir Þorsteinn Víglunds-
son, þingmaður Viðreisnar og einn
flutningsmanna frumvarpsins. „Ég
held að það sé orðið löngu tímabært
að horfast í augu við breytta tíma
og færa þetta fyrirkomulag til nú-
tímans,“ segir Þorsteinn enn
fremur.
Frumvarpið byggist að hluta á
frumvarpi sem Óttarr Proppé, þing-
maður Bjartrar framtíðar, lagði
fram 2014. Þorsteinn segir þó geng-
ið heldur lengra í frelsisátt varðandi
nafngiftir. „Það er líka sú nýbreytni
að heimila fólki að breyta kynskrán-
ingu sinni í þjóðskrá undir sömu
lagaskilyrðum og varðar manna-
nöfnin. Þá er verið að horfa til rétt-
inda transfólks,“ segir Þorsteinn.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata, minnti á frumvarpið í
pontu Alþingis í gær þegar hann
gerði frétt Morgunblaðsins um Alex
Emmu, fjögurra ára stelpu, sem
fær ekki að heita Alex í þjóðskrá,
að umræðuefni. „Lög um manna-
nöfn voru ekki sett til að vernda
börn, heldur til að vernda hefðir, til
að vernda þá kröfu ríkisins að
stjórna því hvað fólk í þessu landi
heitir, sem er fráleitt,“ sagði Helgi
og sagði barnaverndarlög eiga að
passa upp á að börn fengju ekki fá-
ránleg nöfn. Hann sagðist vona að
frumvarpið yrði samþykkt og þau
lög sem giltu nú um mannanöfn
yrðu að einhvers konar sögulegu
fyrirbæri sem enginn mundi nokk-
urn tíma vilja endurtaka á frjálsri
jörð.
Verndar hefðir, ekki börn
Frumvarp til laga um mannanöfn tekið til fyrstu umræðu í
vikunni „Tímabært að horfast í augu við breytta tíma “
Þorsteinn
Víglundsson
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Fjármála- og efnahagsráðherra
hyggst skipa starfshóp sem vinna á
hvítbók um framtíðarsýn og stefnu
fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í
samræmi við stjórnarsáttamála
ríkisstjórnarinnar. Markmiðið er
að skapa traustan grundvöll fyrir
umræðu, stefnumörkun og ákvarð-
anatöku um málefni er varða fjár-
málakerfið, framtíðargerð þess og
þróun.
Starfshópnum er falið að ljúka
vinnu sinni fyrir 15. maí með
skýrslu til fjármála- og efnahags-
ráðherra. Lárus L. Blöndal, hæsta-
réttarlögmaður og stjórnar-
formaður Bankasýslu ríkisins,
verður formaður hópsins.
Vinna framtíðarsýn
fyrir fjármálakerfið
Aðalmeðferð
Héraðsdóms
Reykjavíkur í
máli Hreiðars
Más Sigurðs-
sonar gegn ís-
lenska ríkinu
fyrir ólögmætar
hleranir og
óréttláta máls-
meðferð, sem
fram átti að fara
í morgun, hefur verið frestað til kl.
9.15, 5. apríl nk. vegna veikinda
verjanda ríkisins. ernayr@mbl.is
Aðalmeðferð frest-
að í máli Hreiðars
Hreiðar Már
Sigurðsson
Eftir að tillögur um uppstillingu
og síðan prófkjör náðu ekki
fram að ganga í fulltrúaráði
flokksins var ákveðið að viðhafa
röðun. Þá kjósa aðal- og vara-
fulltrúar í fulltrúaráðinu fram-
bjóðendur í fimm efstu sætin.
Framboðsfrestur rennur út 20.
þessa mánaðar og fundur til að
raða á listann hefur verið aug-
lýstur 24. febrúar.
Raðað á
fundi 24. feb.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
„Við erum nú að sjá hvaða mögu-
leikar eru í stöðunni. Mér sýnist að
þetta feli í sér kostnaðarauka hvaða
leið sem er farin,“ segir Matthías
Sveinbjörnsson, forseti Flugmála-
félags Íslands.
Flugmenn hafa getað notað etan-
óllaust eldsneyti á smærri vélar síð-
ustu misseri. Nú hafa Matthías og
félagar hans fengið þau skilaboð frá
birgjum að þær birgðir verði brátt á
þrotum og etanóllaust eldsneyti verði
jafnvel ófáanlegt á landinu.
„Þetta hefur í verstu tilvikum í för
með sér að flugmenn þurfa að greiða
allt að tvöfalt eða þrefalt hærra verð
fyrir eldsneyti,“ segir Matthías.
„Eldsneyti er yfirleitt stærsti
kostnaðarliðurinn í flugi. Viðhaldið
kemur þar á eftir. Menn eru ekki að
borga sér laun þegar þeir eru að
fljúga sér til skemmtunar.“
Á hverja hefur þetta áhrif?
„Þetta hefur auðvitað mjög slæm
áhrif á grasrótina. Flug mun örugg-
lega minnka hjá okkur. Það er slæmt
þegar vöxturinn er svona mikill í
fluginu því þetta hefur áhrif á flug-
kennslu og í einkafluginu.“
hdm@mbl.is
Eldsneytisverðið
tvö- eða þrefaldast
Mun hafa áhrif á flugkennsluna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugdagur Margir flugmenn hafa
áhyggjur af eldsneytisverði.