Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Morgunblaðið/Hari Heilsu- og lífsstílsmarkþjálfi Linda Björk starfar á Íslandi og í Portúgal. NÚNA… heitir hún Linda Björk Guðrúnardóttir og er nýbúin að koma sér upp aðstöðu á Man- hattan hárgreiðslustofunni í Egils- höll þar sem hún er sjálfstætt starfandi heilsu- og lífsstílsmark- þjálfi með áherslu á meðferð sem ætlað er að auka fólki vellíðan og einbeitingu. „Þótt margt hafi drifið á dagana síðan Grýlurnar voru og hétu hef ég undanfarin átta ár unnið markvisst að því að byggja upp starfsferil á þessu sviði og láta drauminn rætast um að starfa í fleiri en einu landi. Undanfarið hef ég verið í samstarfi við fimm stjörnu hótel í Algarve í Portúgal um svipaða meðferð og ég býð upp á hér heima.“ Starfa sinna vegna er Linda Björk á ferð og flugi og yfirleitt ekki lengur en sex vikur á hvorum stað, Íslandi og Portúgal. Leiðin að draumastarfinu var hvorki bein né greið og raunar með miklum ólíkindum eins og kemur í ljós síð- ar í viðtalinu. Hana skortir a.m.k. ekki efni í ævisöguna, sem hún er byrjuð að skrifa og er „alveg frá því áður en ég fæddist“ eins og hún lýsir henni. Förum þó ekki lengra en til æskuáranna, áður en Linda Björk varð Grýla. „Ég ólst upp á Bíldu- dal, fyrst hjá ömmu og afa til átta ára aldurs, síðan hjá mömmu og manni hennar. Fimmtán ára var ég rekin að heiman, sem varð mér gríðarlegt áfall, og fór þá aftur til ömmu og afa, sem þá bjuggu á Eyrarbakka. Ég hafði verið í klassísku tónlistarnámi, skrifað mikið og var alltaf að semja tón- list, en hætti öllu slíku og fór bara að djamma. Innst inni var ég þó mikil ömmustelpa, gekk í ullarbol og tók lýsi. Eftir tvo vetur á heimavistinni í Gagnfræðaskól- anum í Reykholti í Borgarfirði hætti ég í skóla og tók ekki upp þráðinn fyrir en löngu seinna.“ Seldi trommusettið fyrir barnarúm Fljótlega eftir Linda Björk byrj- aði í Grýlunum fluttist hún til Reykjavíkur. Þegar Grýlukaflanum lauk trommaði hún um skeið með hljómsveit sem var fastráðin á Keflavíkurflugvelli en hundleiddist að spila alltaf annarra manna lög – trommaði yfir sig svo notuð séu hennar orð. „Síðan vann ég í mörg ár á röntgendeild Landakotsspít- ala, varð ólétt 1984 og seldi trommusettið fyrir barnarúm. Ég var löngu hætt að djamma, keypti íbúð og var ein að basla með son- inn þar til ég sló til 1990 og tók boði vinkonu minnar um að koma og búa hjá sér í Lundi í Svíþjóð.“ Þar ytra kynntist Linda Björk Íslendingi sem hún bjó með næstu sjö árin. Hún dreif sig í mennta- skóla og tók stúdentspróf áður en dóttir þeirra leit dagsins ljós 1994. Fram að því hafði hún verið viðloð- andi félagsmiðstöð til að virkja at- vinnulausa, sem hún hafði ásamt fleirum verið beðin um að setja á laggirnar. „Eftir dvölina í Lundi bjuggum við á Englandi þar sem sambýlis- manninum hafði verið boðin rann- sóknarstaða í háskóla. Árið 1996 fluttum við til Húsavíkur og ég byrjaði að vinna í sparisjóðnum. Þótt ég ætti ekki rætur á þessum slóðum ákvað ég að búa þar áfram með börnunum eftir að ég og sam- býlismaðurinn skildum. Þeim leið vel, ég var í góðu starfi, söng í kór, tók fjórða stig bæði á píanó og í klassískum söng og eitt ár í djasssöng í Tónlistarskólanum á Húsavík,“ segir Linda Björk, sem hafði líka nóg að gera í félagslífi bæjarins, lék meira að segja Jakob í Bangsímon, sem Leikfélagið Bú- kolla sýndi í Ljósvetningabúð. Alþjóðalögfræði í Friðarhá- skóla Sameinuðu þjóðanna Þótt í henni hafi lengi blundaði löngun til að fara í háskóla fannst henni slíkt bara vera fyrir klárt fólk – ekki hana. Sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska. Henni óx Grýlan sem losaði orkuna úr læðingi 1981 Linda Björk Hreiðarsdóttir var átján ára og hafði aldrei spilað átrommur þegar hún fór í prufu hjá Ragnhildi Gísladóttur sem vant- aði trommuleikara í Grýlurnar. Hún náði að halda takti, var ráðin og spilaði með þessari þekktustu kvennasveit íslensku rokksögunnar þar til sveitin hætti 1983. Grýlurnar sendu frá sér fjögurra laga plötu og breiðskífuna Mávastellið, fóru í tónleikaferðalög til útlanda og á kostum í kvikmyndinni Með allt á hreinu. En hvar er hún nú, trommarinn sem barði húðirnar í smellum á borð við Sísí fríkar út og íslenska frægðarsólin varpaði um hríð geislum sínum á? Frægðarsól Grýlanna reis hæst þegar þær léku í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, árið 1982, undir nafninu Gærurnar. Árið eftir gáfu þær út breiðskífuna Mávastellið. Hljómsveitin fór í tónleikaferð til Norður- landanna og Bandaríkjanna í boði Íslendingafélagsins þar. Hljómsveitin var skipuð þeim Ragnhildi Gísladóttur, söngkonu og hljómborðsleikara, Herdísi Hallvarðsdóttur bassaleikara, Ingu Rún Pálmarsdóttur gítarleikara og Lindu Björk trommuleikara sem allar fóru í sína áttina hver eftir að sveitin lagði upp laupana. Með allt á hreinu GRÝLURNAR 1981-1983 Grýlurnar F.v. Ragnhildur, Inga Rún, Linda Björk og Herdís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.