Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 innbyggðum gufugleypi SpAnhellubORðmeð Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is lOSnAðu Við hÁfinn Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni. ÞÝSK VeRðlAunAhönnun Sjámyndbönd á friform.is 5 ára ábyrgð á öllum raftækjum TÆKNIBYLTING InnByggðuRgufugleypIR í helluBORðI. MeIRApláSS, engIn fItA, BetRAlOft. fRÁbÆR nÝjung enginn hÁfuR eKKeRtVeSen Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 föstudaga kl. 09 til 17 laugardagar kl. 11 til 15 Sveitarfélagið Hörgársveit hlaut í gær Orðsporið 2018, hvatningar- verðlaun sem eru veitt á degi leik- skólans, 6. febrúar ár hvert. Fram kemur í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands að Hörg- ársveit hljóti verðlaunin í ár fyrir að vera það sveitarfélag sem státi af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna en hlutfall leikskóla- kennara í leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit sé 84 prósent og því vel Orðsporið fór til Hörgársveitar Í Álfasteini Orðsporið var afhent í leikskólanum Álfasteini í gær. yfir lögbundnu lágmarki sem er 66,66%. Sól í hjarta Heilsuleikskólinn Álfasteinn sem er eini leikskóli Hörgársveitar hefur verið starfræktur í 22 ár og rúmar 32 börn. Leikskólastjóri er Hugrún Ósk Hermannsdóttir og hefur hún verið við stjórnvölinn nánast frá upphafi. Einkunnarorð Álfasteins eru „með sól í hjarta“ og er áhersla lögð á umhyggju fyrir barninu. Tillaga Bjartrar framtíðar um að sýnt verði frá leik Íslands og Argentínu í loka- keppni HM í knattspyrnu á risaskjá á Garða- torgi var lögð fram á bæjar- ráðsfundi Garða- bæjar í morgun. „Í tilefni af fyrsta landsleik Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi í sumar, leggur Björt framtíð til að bæjarfélagið beiti sér fyrir skipu- lagningu viðburðar á Garðatorgi, þar sem íbúum og öðrum áhuga- sömum verði boðin sýning á leikn- um á stórum skjá,“ segir í tillög- unni. Í greinargerð með henni kemur fram að leikurinn verði spil- aður laugardaginn 16. júní. Leikurinn við Arg- entínu á risaskjá Fótbolti Sýningin yrði á Garðatorgi. Töluvert dregur úr fjölgun brott- fara erlendra ferðamanna um Keflavíkurflug- völl á milli ára í janúar nú miðað við síðustu ár, samkvæmt taln- ingum Ferða- málastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aukningin nem- ur 8,5 prósentum milli áranna 2017 og 2018 sem er álíka aukning og var í nóvember og desember. Á milli áranna 2016 og 2017 var aukn- ingin hins vegar 75,3 prósent. Á milli 2015 og 2016 var hún 23,6 pró- sent og á milli áranna 2014 og 2015 var aukningin 34,5 prósent. Dregur úr fjölgun vetrarferðamanna Ferðamenn Fækk- un varð í janúar. Tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, þess efnis að hafinn verði undirbún- ingur að því að hefja útsend- ingar frá nefnd- um og ráðum borgarinnar var vísað frá með tíu atkvæðum gegn fjórum á borgarstjórnarfundi í dag. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Marta og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar, tók- ust nokkuð harkalega á um tillög- una en Líf skildi ekki hvers vegna verið væri að leggja hana fram núna. Líf benti á að Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði lagt fram svipaða tillögu fyrir þremur árum og heimilt væri að sýna frá fundum, væri þess óskað. Tillaga um beinar útsendingar felld Marta Guðjónsdóttir Dómstólasýslan verður til húsa á Suðurlandsbraut 14, 108 Reykja- vík. Leigusamn- ingur til fimm ára var undirrit- aður í dag. Starf- semin mun flytj- ast þangað 15. mars næstkom- andi í rúmlega 200 fermetra húsnæði. Í húsnæðinu verður meðal annars gert ráð fyrir fundaraðstöðu stjórnar dómstóla- sýslunnar sem sömuleiðis má nýta fyrir fræðslu af ýmsum toga, fyrir starfsmenn dómstólanna og aðra. Einnig verður jafnframt gert ráð fyrir aðstöðu fyrir nefnd um dóm- arastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara (hæfnisnefnd). Dómstólasýslan fær 200 fm húsnæði Dómstólasýslan Samningur til 5 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.