Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 29

Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Heimurinn virðist brosa við þér og þér er óhætt að baða þig í brosi hans. Vandamál heimsins eru ekki þér að kenna. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu þig fram um að halda góðu samkomulagi við samstarfsmenn þína. Hlutir sem koma þér ekki við – koma þér alls ekki við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er góður tími til að versla, fara í stuttar ferðir og ræða við kollega. Vandkvæði tengd samgöngum að undan- förnu leysast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hendur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gerir bara illt verra að draga sig inn í skelina. Reyndu að temja þér þakk- læti fyrir það sem þú hefur og láta aðra finna að þér þyki vænt um þá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð tækifæri til að leiða aðra áfram eða hafa áhrif á hópa þannig að það leiðir til breytinga á umhverfi þínu. Spenntu beltið og haltu af stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Næstu þrjá daga verðurðu full/ur af góðri orku sem þú munt nýta vel. Hafðu gát á öllu, því þannig kemstu hjá áföll- unum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur enginn ætlast til þess að þú sért alltaf sammála vinum þín- um. Þetta er lukkudagurinn þinn og þú ættir að gefa stjórnina frá þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinur gæti fært þér óvæntar fréttir eða þú gætir hitt kostulega mann- eskju, sem mun ekki láta þér leiðast. Gættu þess að vera ekki of jarðbundin/n. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn gæti á einhvern hátt orðið óútreiknanlegur. Ekki segja öllum hvað þú ert að aðhafast. Vertu jafn áhuga- samur en leyfðu útkomunni að ráða sér sjálf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Fátt er eins gef- andi og að sjá athafnir sínar leiða til já- kvæðra breytinga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ferðaáætlanir sem voru við það að frestast eða verða að engu, gætu hugs- anlega gengið eftir í dag. Allur efi hefur í sér fólginn dauða og því máttu ekki hleypa honum að. Karl í koti setti „Ástarvísur –Dýraníð“ á Boðnarmjöð með þeirri athugasemd, að eiginlega væri þetta dýrafræði fyrir byrj- endur. – Um höfundinn sagði hann: „Einhver Jón Ingvar Jónsson ku hafa orkt þetta.“ Það er ljóst að ástin er oftast blind. Ef hún jarmar undir þér (meeeh meh) er hún kind. Það er ljóst að ástin er algjört rugl. Ef hún tístir undir þér (dirrindí) er hún fugl. Það er ljóst að ástin er engu lík. Ef hún geltir undir þér (voff voff) er hún tík. Það er ljóst að ástin er ekkert grín. Ef hún rýtir undir þér (ohh, noohhh) er hún svín. Það er ljóst að ástin er okkur kross. Ef hún hneggjar undir þér (hkýhyhyhí) er hún hross. Það er ljóst að ástin er engin vörn. Ef hún slítur undan þér (Áááiii! látt’ann vera!!!) er hún björn. Reir frá Drangsnesi gerði þessa athugasemd: Það er ljóst að ástin er upphaf vona Ef hún talar undir þér er hún kona. Reyr bætti síðan við, að þetta væri rosalega óviðeigandi bálkur og auðvitað út úr kú að komentera á hann en samt: „Konur eru auðvit- að líka menn þó að menn séu sjaldn- ar konur“: Það er ljóst að ástin er einatt blaður. Ef hún þegir undir þér er hún maður. Nú rifjast upp fyrir mér vísa eftir Jón S. Bergmann: Ástin blind er lífsins lind leiftur skyndi vega – hún er mynd af sælu og synd samræmd yndislega. Gísli Brynjúlfsson kvað við skag- firska smalastúlku 1847: Minn er bragrinn, menja gná, margvíslega skaptr! Hvað mun dagrinn heita sá, er hér við sjáumst aftr? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ástarvísur eða dýraníð? „TAKK, ÉG FÍLA „DRAGTINA“ ÞÍNA LÍKA.“ „GEFIÐ ÞIÐ ÞEIM ALDREI NEITT AÐ BORÐA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera guðforeldrar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ALLAR SÖGURNAR HANS JÓNS ERU FYRIR HÁTTINN ÉG VAR AÐ GANGA YFIR GÖTUNA Í MORGUN ÞEGAR … Ó. Ó. ÞVÍ MIÐUR, ÞÁ KEYPTI ANNAR VIÐSKIPTAVINUR SÍÐUSTU TÓLF FLÖSKURNAR OKKAR Í MORGUN! FLUGNAFÆLU, TAKK! RISAEÐLUR ÞAÐ VAR LAFÐI GODIVA! TÓLF FLÖSKUR? Víkverji hefur gaman af að fara íbíó og finnst snöggtum meira púður í að sjá mynd á hvíta tjaldinu, en á sjónvarpsskjá, þótt þeir séu orðnir fullkomnari með árunum og hljóðið heima í stofu hafi snarbatnað. Úrvalið í kvikmyndahúsunum getur verið einhæft en það glæðist einatt í upphafi árs með dögum franskra og þýskra kvikmynda. Frakkarnir riðu á vaðið í janúar og nú um mánaða- mótin hófust þýskir bíódagar. Vík- verji náði að sjá tvær franskar myndir og er með tvær í sigtinu á þýskum dögum. Vonandi verða ein- hverjar þeirra sýndar áfram. x x x Víkverji er vanur að fá sér stóranpopp þegar hann fer á bíó, en á annarri frönsku myndinni var hann nýbúinn að borða kvöldmat og hafði ekki sömu popplyst og venjulega. Myndin fór mjög rólega af stað og hefur Víkverji sjaldan heyrt aðra eins poppskruðninga og í upphafi myndar. Þarna er kannski komin meginástæðan fyrir því að byrja myndir með látum. Það þarf að yfir- gnæfa skrjáfið í popppokunum. x x x Nútímatækni býður upp á ýmsamöguleika. Víkverji sat um helgina í bíl á ferð um Suðurland. Kveikt var á útvarpinu og sú tíð er liðin að leita þurfi að stöðvum. Út- varpið finnur stöðvarnar og stillir þær inn. Þegar stillt er á stöð birtist nafn hennar á skjánum. Í bílnum þennan eftirmiðdag var stillt á Rás 2 og Ólafur Páll Gunnarsson útvarps- maður rakti sögu hljómsveitarinnar Cranberries og írsku söngkonunnar Dolores O’Riordan, sem féll frá fyrir skömmu. Á skjá fyrir ofan útvarpið birtist heitið á útvarpsstöðinni. Þar fyrir neðan birtust til skiptis upplýs- ingar um tíðni langbylgjusendisins á Gufuskálum og tilkynning þess efnis að það borgaði sig að auglýsa á sam- tengdum rásum. Víkverji hefur tekið eftir því að sumar útvarpsstöðvar nota tæknina til að senda upplýsing- ar með lögum um hvaða flytjandi sé á ferð. Hann áttar sig hins vegar ekki á því hvers vegna ríkismiðlinum er mest í mun að koma skilaboðum til ökumanna um ágæti þess að aug- lýsa í útvarpinu. vikverji@mbl.is Víkverji Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, kný- ið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúkasarguðspjall 11.9) Viðburðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.