Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Laundromat lokað á sunnudaginn Kaupréttir veittir til 11 starfsmanna 4,1 milljarðs tap á fjórða Hótar að hætta að auglýsa á Google … Wow tekur fram úr Icelandair Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Öryggismiðstöðin hefur samið við öll stærstu flugfélögin sem fljúga um Keflavíkurflugvöll um sérhæfða öryggisþjónustu. Dótturfélag þess AVIÖR, sem stofnað var í lok síðasta árs, annast starfsemina og er með 60 starfsmenn á sínum snærum. Ómar Brynjólfsson, framkvæmda- stjóri AVIÖR, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að samkvæmt var- færinni spá sé reiknað með að starfsmenn verði 100 í sumar. Að hans sögn er AVIÖR eina einkarekna öryggisfyrirtækið með starfsemi á Keflavíkurflugvelli. „Við þjónustum flugfélög og hverja þá að- ila sem þurfa aukalega öryggisþjón- ustu vegna sérkrafna sem ganga lengra en Evrópureglugerðir segja til um. Þetta snýr til dæmis að því að þegar flogið er til Bandaríkjanna eða Ísrael eru auknar kröfur lagðar á þá sem veita þjónustu,“ segir Ómar. ISAVIA annast áfram hefðbundna öryggisleit. AVIÖR sinnir til dæmis hegðunargreiningu á flugfarþegum og sprengiefnaskimun. Farþegar munu til dæmis geta lent í slembiúr- taki og fara þá á sér leitarsvæði þar sem farangurinn er skimaður. ISAVIA ákvað að bjóða ekki upp á téða þjónustu þar sem það fellur fyrir utan lögbundið hlutverk þess. Af þeim sökum bauð það verkefnið út fyrir flugfélög og var tilboð Öryggismiðstöðvarinnar lægst. Ómar segir að rekja megi upphaf þessarar starfsemi til verkefna fyrir Air Canada í júní 2017 sem síðar hafi undið upp á sig. Að hans sögn er hegðunargreining farþega að ryðja sér til rúms. Banda- rísk flugfélög hafi lengi búið við þær kröfu en nýjar reglur Evrópusam- bandsins kveði á um að evrópsk flug- félög undirgangist slíkt hið sama. Hegðunargreining farþega hefur verið að ryðja sér til rúms á flugvöllum. Vökul augu eftir- lits í Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Öryggismiðstöðin hefur stofnað dótturfélag sem veitir sérhæfða öryggis- þjónustu á Keflavíkur- flugvelli. Starfsmenn eru nú 60 og stefnt er á að þeir verði 100 í sumar. Sigurður Nordal sn@mbl.is Dræmar viðtökur íslenskra stofn-anafjárfesta við tilboði Kaup- skila um kaup á hlutum í Arion banka eru umhugsunarverðar. Óhætt er að segja að niðurstaðan varð önnur og lakari en vonir stóðu til í upphafi, þar sem hvorki lífeyrissjóðir né trygg- ingafélög sáu sér fært að koma inn í hluthafahópinn að þessu sinni. Samkvæmt verðmati óháðra aðilavoru hlutirnir boðnir á fremur sanngjörnu verði. En skýringar fjár- festa á því hvers vegna þeir kusu að taka ekki tilboðinu ættu að valda nokkrum áhyggjum. Fram kemur í tilkynningu frá líf-eyrissjóðnum Gildi meðal annars það mat stjórnar sjóðsins að skýrari sýn skorti á framtíðarrekstur Arion banka. Í samtali Morgunblaðsins við framkvæmdastjóra LSR kom sam- bærilegt viðhorf fram, þar sem hann segir að „framtíðarsýn [núverandi eigenda] mætti vera skýrari“. Fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu bendir á að það er „margt í umhverfi bankanna háð óvissu um þessar mundir og eitt af því er hvernig stjórnvöld skrifa þessa hvítbók“. Þarna kemur fram með skýrumhætti að fjárfestar hafa áhyggj- ur af þeirri óvissu sem bankar standa frammi fyrir um þessar mundir og hvernig þeir sjái starfsemina þróast. Það er von, enda sækja nýir keppi- nautar að bönkum úr öllum áttum. Í þessu sambandi má minna á að ís-lenskur almenningur á 13% hlut í Arion banka og tvo aðra sambærilega banka að fullu. Óljós framtíð Óveðrið sem gekk yfir landið umliðna helgi hafði áhrif á 11 þús- und farþega íslensku flugfélaganna. Nokkra daga tók að koma áætlunum á rétt ról þegar veðrinu loksins slot- aði. En þrátt fyrir veðurhaminn voru áhrif hans hvorki mikil né langvar- andi þótt ekki sér gert lítið úr þeirri þjáningu sem felst í því að bíða veð- urtepptur á alþjóðaflugvelli fjarri þeim þægindum sem heimilið eða snoturt hótelherbergi býður upp á. En rokið um helgina minnti þó áhversu mikilvægar flug- samgöngur eru okkur eyjarskeggj- um og nú þegar ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins og raunar helsta ástæða þess að ekki hefur myndast alvarlegur halli á við- skiptum við útlönd. Fari þær úr skorðum gæti það fljótt haft smit- áhrif út í hagkerfið sem ekki aðeins stólar á flugið sem slíkt heldur einn- ig það að tannhjól hótelrekstrar og afþreyingar gangi vel fyrir sig. Það sætir því nokkurri furðu þeg-ar farið er yfir fréttatilkynn- ingar og fundargerðir hins svokall- aða fjármálastöðugleikaráðs að þar virðist aldrei minnst á þær geigvæn- legu aðstæður sem upp gætu komið ef eitt eða fleiri þeirra flugfélaga sem flesta farþega flytja til og frá landinu yrðu af einhverjum ástæðum óstarf- hæf. Slíkt getur hent eins og hendi sé veifað og nýleg dæmi, m.a. frá Bretlandseyjum eru klár sönnun þess. Þótt sú uppákoma, sem varðaðiflugfélagið Monarch, hafi ekki haft teljandi áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi þá dró félagið ís- lenskt kortafyrirtæki, Kortaþjón- ustuna, með sér niður. Það fyrirtæki átti sér einskis ills von. Ef því félagi hefði ekki verið komið til bjargar hefðu fleiri íslensk félög drukknað í kjölsoginu. Í fjármálastöð- ugleikaráði á sæti forstjóri FME en sú stofnun hafði ekki látið meta þá áhættu sem falist gæti í því ef Korta- þjónustan lenti í kröggum. Sú uppá- koma öll ætti að verða forstjóranum og öðrum fulltrúum fjármálastöð- ugleikaráðs hvatning til að læra af þeim mistökum og tryggja að þau hendi ekki að nýju. Skjótt skipast veður í lofti Neytendasamtökin telja brýnt að gripið verði til aðgerða gegn smálánafyrirtækjum vegna lögbrota. Smálánastarfs- hættir skoðaðir 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.