Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 7ATVINNULÍF GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Guy Giffin er gagnrýninn á við- skiptaháskóla og þær aðferðir sem notaðar eru til kennslu þar í verk- efnastjórnun og stjórnun almennt. „Háskólar um allan heim virðast vera fastir í einhverju tímaleysi. Á meðan nýsköpun og þróun er geysi- lega hröð í geirum eins og bílum, tölvum, fjarskiptum og geimtækni, þá er menntun, og sérstaklega stjórnendamenntun, nánast á sama stað og hún var á fyrir 500 árum. Það er engin þróun eða nýsköpun í gangi,“ segir Giffin í samtali við ViðskiptaMoggann. Giffin segir að þeir hjá Prendo Simulations hafi áttað sig á því fyrir allnokkru að hugbúnaður gæti hjálp- að til við að gera vönduð hermilíkön, einskonar tölvuleiki þar sem fólk myndi læra stjórnun með leik og með því að takast á við verkefnin. Slík nálgun sé ekki fyrir hendi í stjórn- endamenntun dagsins í dag. Hann talar um aðferðina sem kennsluað- ferð 21. aldarinnar. „Stjórnendur dagsins í dag standa frammi fyrir síauknu flækjustigi í sínum verk- efnum. Sífellt flóknari sviðsmyndum, þar sem fjöldi hagsmunaaðila kemur að málum. Þeirra bíða sífellt erfiðari ákvarðanatökur og upplýsingar eru gjarnan ófullkomnar. Allt þetta þurfa verkefnastjórar að glíma við í raunveruleikanum, og við byggjum það inn í leikina okkar. Við köllum þetta hermi, en þetta er í raun menntun með leik.“ Allir aðrir æfa sig Giffin bendir á til útskýringar að í leikhúsi séu haldnar æfingar fyrir leiksýningar, flugmenn þjálfi færni sína í hermum, og tónlistarmenn æfi sig fyrir tónleika, svo dæmi séu tek- in. „Til dæmis varð ekkert mann- skætt flugslys á öllu árinu 2017 í flugiðnaðinum í heiminum. Þetta er vegna þess að þeir taka þjálfunina mjög alvarlega. Þarna eru menn að nota 50 milljóna dala flugherma. Verkefnastjórar til samanburðar fara á fimm daga námskeið og þylja svo upp eitthvað utanbókar í prófi, og verða svo vottaðir verkefna- stjórar.“ Giffin segir að þarna sé hægt að gera mun betur og spara fyrir- tækjum þar með stórfé. „Það er í raun óábyrgt hvernig fólk er að fá próf í verkefnastjórn.“ Hann bætir við að einnig mætti breyta menntun í grunnskólum þannig að börnin lærðu hluti sem nýttust þeim þegar út í atvinnulífið verður komið. „Við ættum að kenna þeim að leysa vandamál, vinna saman í hópum, og stuðla að skapandi hugsun og taka ákvarðanir.“ Hann segir að í Banda- ríkjunum sé verið að reyna slíkar breytingar. „Svona hlutir eru nota- drýgri en latína og jafnvel saga. Í dag er hægt að finna upplýsingar um alla hluti á netinu á nokkrum sek- úndubrotum. Það er orðið meira um vert að læra að gera hluti en kunna hluti.“ Stjórnendamenntun eins í 500 ár Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Guy Giffin er framkvæmda- stjóri Prendo Simulations sem hefur þróað hermi- líkön og þjálfunarbúnað til að þjálfa fólk í að leiða flók- in verkefni. Hann hélt nám- skeið á vegum MPM-náms Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Margir helstu viðskiptaháskólar í heimi nota búnaðinn, en verkefnastjórnunarnám er mjög vinsælt um allan heim. Verkefnastjórarnir Edda Dröfn Daníelsdóttir frá Landspítalanum og Ólafur Magnús Birgisson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í alþjóðlegum vatnsaflsvirkjana- verkefnum, voru ánægð með námskeiðið, þrátt fyrir að yfirferð- in hafi verið hröð, en verkefnið var að byggja enskan fótboltaleik- vang á einum degi. „Maður gerir sér betur grein fyrir því í svona verkefnahermun hvað það getur farið að þrengja mikið að þér eftir því sem lengra inn í verkefnið er komið, bæði í tíma og kostnaði,“ segir Ólafur. „Við gerðum þau mistök t.d. að halda ekki hagsmunaaðilum nógu vel upplýstum, og það kom í bakið á okkur í herminum þegar leið á verkefnið,“ segir Edda. Byggðu enskan fót- boltavöll á einum degi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.