Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 1
GESTRISNI UMFRAM ALLTÆTLA AÐVAXA ERLENDIS elta- og skíðissett breytir torfæruhjólinu í vélsleða. 4 Sea Data Center er eina sérhæfða upp- lýsingaveitan á sviði sjávarútvegs og sér fyrir sér vaxtatækifæri erlendis. 7 VIÐSKIPTA 4 B Unnið í samvinnu við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að umfram allt eigum við að einblína á að halda áfram að taka vel á móti ferðamönnum. FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Bættu sjóðunum kostnaðinn Kaupþing, sem í gegnum félagið Kaupskil, á langstærsta hlutinn í Arion banka, féllst á að greiða hópi líf- eyrissjóða um 60 milljónir króna í sáttagreiðslu í kjölfar viðræðna þeirra um möguleg kaup lífeyris- sjóðanna á umtalsverðum hlut í bank- anum. Greiðslan var hugsuð til að mæta þeim útlagða kostnaði sem sjóðirnir höfðu stofnað til vegna viðræðnanna. Þetta herma heimildir Viðskipta- Moggans. Forsaga málsins var sú að í upphafi árs 2017 var rykið dustað af viðræðum milli lífeyrissjóðanna og Kaupþings um mögulega aðkomu sjóðanna að eignarhaldinu á Arion banka. Sjóð- irnir töldu að viðræðurnar væru komnar á rekspöl í marsmánuði þeg- ar skyndilega var tilkynnt að fjórir sjóðir, sem allir voru hluthafar í Kaupþingi, hefðu keypt 29% hlut í bankanum og tryggt sér forkaupsrétt að umtalsverðum hlut í bankanum til viðbótar við þann hlut. Fljótlega kom í ljós að samingar um kaupin höfðu í raun gengið í gegn um miðjan febrúarmánuð og þá var ljóst að sjóðirnir höfðu verið dregnir á asnaeyrunum um nokkurt skeið í við- ræðum við Kaupþing. Lýstu þeir hreinni furðu á framgöngu Kaup- þings og hótuðu að leita réttar síns. Niðurstaðan í viðræðum aðilanna var sú að Kaupþing tók á sig kostnaðinn vegna viðræðnanna sem engu höfðu skilað. Í blaðinu í dag er ítarlega rakin saga söluþreifinga á Arion banka und- anfarin ár og þess darraðardans sem stiginn hefur ver- ið í kringum þær. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kaupþing greiddi lífeyris- sjóðum um 60 milljónir í bætur vegna útlagðs kostnaðar þeirra við samn- ingaviðræður um möguleg kaup á Arion banka. Morgunblaðið/Golli Enn hefur ekki orðið af aðkomu lífeyrissjóðanna að eignarhaldinu á Arion. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 22.8.‘17 22.8.‘17 21.2.‘18 21.2.‘18 1.748,66 1.788,09 130 125 120 115 110 124,75 123,8 Öryggisfyrirtækið Securitas skrifaði á dögunum undir samstarfssamning við bandaríska tæknirisann Alarm.com. Samningurinn kveður á um sölu og þjónustu á snjöllum öryggislausnum fyrir heimili og fyrirtæki. Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir að Alarm.com sé með rúmlega sex milljónir viðskiptavina í Bandaríkjunum og sé langstærsti að- ilinn á þessu sviði í heiminum. Hann segir að það sé mikill gæðastimpill að fá að selja lausnir þeirra hér á landi, en að hans sögn er um að ræða eina mestu byltingu í öryggisbúnaði hér á landi í mörg ár. Ómar segir að lausnin muni veita viðskiptavinum „aukin lífsgæði og hugarró“og íslensk heimili geti með búnaðinum fært sig inn í 21. öldina í öryggisvöktun, enda sé hægt að klæðskerasníða lausnirnar eftir þörf- um hvers og eins. Áætlað er að sala á lausninni hefj- ist í næstu viku, en um 50 aðilar eru nú þegar með kerfið í prófun með góðum árangri, að sögn Ómars. Opnar hurðir fyrir sendla Hann segir að um nýja nálgun sé að ræða hjá Securitas, sem standi öll- um til boða. „Þetta er hugsað bæði fyrir heimili og einnig fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem fá þarna allt í einum pakka.“ Sem dæmi um það sem nýi bún- aðurinn getur gert í gegnum sérstakt smáforrit er að láta vita þegar börnin koma heim úr skólanum, eða opna hurðir fyrir sendla með pakka frá netverslunum. Segja öryggið fært inn í 21. öldina Morgunblaðið/Golli Starfsmenn Securitas eru rúmlega 500, þar af 300 öryggisverðir. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Securitas hefur náð samn- ingum um samstarf við Alarm.com, stærsta fyrir- tæki heims á sínu sviði. Masayoshi Son, forstjóri Soft- Bank, líkir sjálfum sér gjarn- an við Warren Buffett og gerir nú tilraun til þess að kaupa Swiss Re. Son vill líkjast læriföðurnum 10 Tilraun stærsta smásölufyrir- tækis heims, Walmart, til að skora Amazon á hólm tókst ekki sem skyldi í jólavertíðinni. Walmart hrasar í glímu við Amazon 11 8-10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.