Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEG OG LIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Óhætt er að segja að krefjandi
verkefni bíði nýs ferðamálastjóra
enda vex ferðaþjónustan með ógn-
arhraða og hægara sagt en gert að
laga greinina farsællega að mikilli
fjölgun ferðamanna ár frá ári.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
tók við starfinu í ársbyrjun.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Það er ljóst að ferðaþjónusta
hefur verið að aukast að umfangi
undanfarin ár og því fylgja ýmsar
áskoranir. Umfram allt verður þó
að einblína á að við eigum að halda
áfram að taka vel á móti þeim
ferðamönnum sem hingað koma,
sýna þeim gestrisni og umhyggju
en á sama tíma að reka arðsama
atvinnugrein til framtíðar.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Líklega er ég allra manna lat-
astur við að sækja fyrirlestra og
ráðstefnur, leiðist það frekar.
Mætti jafnvel halda að ég væri
með eitthvert óþol gagnvart slíku.
Hef meira gert af því að ræða við
skemmtilegt fólk í smærri hópum.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Ég hef alltaf gert meira af því
að lesa skáldskap en vinnutengdar
bókmenntir. Held að maður fái úr
skáldskap gagnrýna hugsun og
ímyndunarafl, það tvennt sem
gagnast manni best við að leysa
verkefni dagsins.
Mest áhrif hafði bíómynd,
Touching the Void, sem segir frá
ótrúlegum raunum tveggja fjall-
göngumanna. Tekur sérlega vel á
því hversu mikilvægt er að halda
áfram að taka ákvarðanir og fram-
kvæma. Simpson og Yates vissu
að þegar þeir hættu því tæki
dauðinn við. Það er ekkert mál að
komast á toppinn. Áskorunin er að
komast óskaddaður niður.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Reyni að læra af reynslunni,
bæði minni eigin og annarra. Að
vinna með fólki sem hefur góða
þekkingu á viðfangsefninu er lær-
dómsríkt. Þá hef ég sótt mér
þekkingu á netinu, m.a. með því að
horfa á fyrirlestra og lesa greinar.
Hugsarðu vel um líkamann?
Mín íþrótt er hestamennska.
Þar fæ ég mína útiveru og líkams-
hreyfingu. Það er fátt eins gott og
góður reiðtúr.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan
starfa?
Í tvö sumur sigldi ég með ferða-
menn um Breiðafjörð, ýmist í
náttúruskoðun eða sjóstöng. Það
var ótrúlega gefandi að kynna
þeim rituna, sjávarföllin eða að
veiða þorsk. Væri til í það starf
aftur.
Hvað myndirðu læra
ef þú fengir að bæta
við þig nýrri gráðu?
Á sínum tíma sló ég slöku við í
námi í vélritun og dönsku. Sé
nokkuð eftir því eftir að mér lærð-
ist að það hefði ég átt að taka fast-
ari tökum. Held samt að ég nenni
ekki að bæta úr því á þessum
aldri. Er með alveg nóg af gráðum
þannig að það væri frekar að gera
eitthvað skemmtilegt eins og um
árið þegar ég tók pungaprófið, eða
skipstjórnarréttindi eins og ég kýs
að kalla það.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Það er fátt betra en fara á kór-
æfingu. Byrjaði nýlega í Fóst-
bræðrum. Það er endurnærandi
að syngja.
SVIPMYND Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri
Sér eftir að hafa ekki lært
vélritun og dönsku betur
Morgunblaðið/Eggert
Skarphéðinn Berg segir umfram allt þurfa að halda áfram að taka vel á
móti erlendum ferðamönnum og sinna þeim af gestrisni og umhyggju.
GRÆJAN
Tölvuframleiðendur hafa
lengi reynt að gera tölv-
urnar sínar eins nettar
og mögulegt er, svo að
þær taki sem minnst
pláss á skrifborðinu.
LunaDesk frá M33 Labs
(www.m33labs.com) fer
allt aðra leið og gerir
skrifborðið sjálft að tölv-
unni.
Undir plötunni er að
finna meira en nóg
pláss fyrir hátalara, móðurborð,
minni, örgjörva og allt hitt sem góð
tölva þarf á að halda. Vélbúnaður-
inn er tengdur við stóran snertiskjá
sem stendur á hreyfanlegum fæti
sem hægt er að snúa og teygja eins
og þarf.
Auðvelt er að koma fyrir inn-
stungum ofan á borðplötunni s.s.
fyrir heyrnartólin eða USB-
snúrurnar, og á framhliðinni eru lít-
il hólf þar sem geyma má penna-
veski, skrifblokk eða nokkrar vel
valdar bækur.
Luna desk kostar frá 3.500 dölum
vestanhafs. ai@mbl.is
Hönnunin er stíl-
hrein og vinnu-
flöturinn stór.
Þegar skrif-
borðið er tölvan
Kaupandinn ræður samsetningu vélbúnaðarins.
FARARTÆKIÐ
Þeir sem hafa gaman af að spana
um á torfæruhjóli þurfa ekki
lengur að láta snjóinn stöðva sig.
Fyrirtækið
Timbersled
framleiðir sér-
stakt belta- og
skíðis-sett sem
breytir torfæruhjólinu í
n.k. torfæru-vélsleða.
Á að duga að skipta um nokkr-
ar skrúfur og herða nokkrar rær
og beltasetttið er komið á sinn
stað. Hér er hugsanlega komin
lausn sem hentar vel við íslensk-
ar aðstæður, enda hefur það gerst
oft í vetur að gagnlegt væri að
eiga inni í bílskúr farartæki sem
fer létt með að spana yfir snjó-
skaflana. Settin frá Timbersled
kosta í kringum 2.000 til 6.200
dali.
ai@mbl.is
Heilsárshjól fyrir
íslenska færð
NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmenntun frá Bandaríkj-
unum.
STÖRF: Fjármálaráðuneytið 1987-1989 og 1991-1998; Forsæt-
isráðuneytið 1998-2002; Baugur Group 2002-2007; Landic Pro-
perty 2007-2008; Eignarhaldsfélagið Fengur, Astraeus Airlines
og Iceland Express 2010-2013; Ferðaskrifstofa Íslands 2014-
2015; Íshestar 2015-2017. Jafnframt eigin rekstur í ferðaþjón-
ustu 2012-2017. Ferðamálastjóri frá ársbyrjun 2018.
ÁHUGAMÁL: Hestamennska, kórsöngur og skíði.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur. Eigum
þrjú börn, þrjár tengdadætur og þrjú barnabörn.
HIN HLIÐIN