Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Pedrollo
VXC
Öflugar og
traustar
brunndælur
Pedrollo
NGA1 PRO
Ryðfríar
hringrásar-
dælur
Pedrollo
Dælur F
Vatnsdælur,
miðflóttaafls
frá 1,5-1,8 kW
Neysluvatns
dælusett með kút
Pedrollo
CK
Olíu-
dælur
Pedrollo
TOP 2
Nettar og
meðfærilegar
brunndælur
Alþjóðlega upplýsingaveitan fyrir
sjávarútveg, markofish.com, sem
rekin hefur verið af greiningardeild
ráðgjafafyrirtækisins Markó Part-
ners, hefur verið færð í nýtt sjálf-
stætt fyrirtæki sem ber nafnið Sea
Data Center.
„Okkur þótti vera kominn tími til
að leggja aukna áherslu á þennan
þátt starfseminnar. Með því að setja
á fót sérhæft fyrirtæki verður bæði
reksturinn og framtíðarsýnin skýr-
ari,“ segir Jón Þrándur Stefánsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins.
„Samhliða þessu tekur eignarhald
og stjórnun fyrirtækisins breyt-
ingum. Starfsmenn félagsins verða
lykileigendur ásamt því sem tækni-
fyrirtækið Kóði gengur í hluthafa-
hópinn og mun aðstoða við uppbygg-
inguna.“
Vilja framgang sjávarútvegs
Í grunninn veitir Sea Data Center
markaðsupplýsingar fyrir sjávar-
útveg á alþjóðavísu. Um er að ræða
margvíslegar tölulegar upplýsingar
um stöðu á mörkuðum, svo sem
veiðiþróun, markaðsþróun, verðþró-
un, t.d. á uppboðsmörkuðum, út-
flutningsverð og verð smásala. Auk
þess birtast þar eigin greiningar og
annarra ásamt hlekkjum á sjávar-
útvegsfréttir. „Um er ræða gögn
sem ná allt frá kvótaúthlutun þar til
fiskurinn er borinn á borð til neyt-
andans,“ segir Jón Þrándur. „Við
höfum meðal annars fengið þau við-
brögð frá ákveðnum fyrirtækjum
tengdum sjávarútvegi að þeim finn-
ist óþægilegt að við séum að birta
vissar upplýsingar. Þau vilja sitja á
þeim. Við viljum hins vegar fram-
gang sjávarútvegs sem mestan og
erum þeirrar skoðunar að betur upp-
lýstur markaður sé betri markaður
og muni þannig leiða til þess að sjáv-
arútvegsfyrirtæki geti náð betri ár-
angri. Við munum jafnframt auka
breidd og dýpt þjónustunnar sem í
boði verður. Það mun þó ekki gerast
á einni nóttu heldur með tíð og tíma.“
Frekari áhersla á greiningar
Anna Björk Theodórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sea Data Center, sem
jafnframt leiðir markaðs- og kynn-
ingarmál, segir að aukinn þungi
muni verða á frekari greiningar.
„Markaðurinn kallar eftir betri túlk-
un á þeim upplýsingum sem eru til
staðar. Það er til yfirdrifið nóg af
gögnum. En hvað þýða upplýsing-
arnar og hvernig geta þær nýst
fyrirtækjum við ákvarðanatöku? Við
það eru greiningar gagnlegar,“ segir
hún.
Jón Þrándur líkir starfsemi Sea
Data Center við greiningardeildir
fjármálafyrirtækja nema hvað fyrir-
tækið rýnir í sjávarútveg. Að hans
sögn er um að ræða nýsköpun því
ekki séu til sambærileg fyrirtæki í
heiminum. „Við höfum mikla þekk-
ingu á því sem er að gerast á mark-
aðnum. Það er mikilvægt til þess að
geta sett upplýsingar í samhengi.
Aðrir hafa ekki sömu yfirsýn og við.“
Hafa mikla stjórn á gögnunum
Bjarni Rúnar Heimisson verk-
efnastjóri segir að Sea Data Center
hafi stjórn á gögnunum frá því að
þau eru sótt og þar til þau birtast á
vefnum. „Það eru engir milliliðir
heldur önnumst við málið frá upphafi
til enda. Við stýrum því hvernig
gögnin raðast í gagnagrunna og get-
um brugðist við síbreytilegum mörk-
uðum og bætt og breytt eftir þörfum
notenda. Þetta snýst um það,“ segir
hann.
Anna Björk segir að fyrirtækið
hafi aflað mikils magns af gögnum í
áranna rás. „Það er hvergi annars
staðar til jafn mikið af stöðluðum
gögnum um sjávarútveg.“
„Hugmyndin að baki fyrirtækinu,“
segir Jón Þrándur, „er að fá fólk til
að leiða hugann að því hvers virði
gögnin eru sem það hefur undir
höndum og hvernig megi nýta þau
betur til að stuðla að upplýstri
ákvarðanatöku. Við erum þannig að
aðstoða fyrirtæki við að nýta að-
ferðafræði sem lengi hefur verið
þekkt, m.a. í fjármálageiranum, og
er smám saman að ryðja sér til rúms
í sjávarútvegi og tengdum greinum.“
Kynslóðaskipti í sjávarútvegi
Að hans sögn eiga sér nú stað kyn-
slóðaskipti í íslenskum sjávarútvegi.
„Vel menntað yngra fólk hefur hafið
störf við atvinnuveginn og það er
vant öðrum vinnubrögðum. Hjá því
tíðkast að vinna með gögn til þess að
taka upplýstar ákvarðanir í harðn-
andi samkeppni. Þetta er hluti af
þeirri þróun.“
Jón segir að sjávarútvegur sé sá
atvinnuvegur sem er hvað flóknastur
með tilliti til alþjóðaviðskipta. „Sem
dæmi má nefna að fiskur er veiddur í
Barentshafi. Hann er því næst send-
ur til Kína í flökun. Að því loknu er
fiskurinn sendur aftur á markað til
Evrópu eða Bandaríkjanna. Þetta
ferli getur tekið hálft ár.“
Líflegur atvinnuvegur
Að sögn Bjarna Rúnars er ávallt
mikið um að vera í sjávarútvegi,
markaðsaðstæður geti breyst hratt
og því skipti máli að hafa góðar upp-
lýsingar og skynsamlegar greiningar
um málefni líðandi stundar og fram-
tíðarhorfur.
Jón segir að við þær aðstæður
aukist þörfin á greiningum. „Innan-
lands eru teikn á lofti. Það er mikil
umræða um veiðigjöld á sama tíma
og tekjur í erlendri mynt dagast
saman vegna styrkingar krónu og
kostnaður fer vaxandi vegna launa-
hækkana. Það er ljóst að ýmis fyrir-
tæki glíma enn við það verkfni að
vinna til baka viðskiptasambönd sem
flosnuðu upp í sjómannaverkfallinu
fyrir ári. Og Rússlandsmarkaður er
enn lokaður fyrir íslenskan fisk. Fyr-
ir skemmstu náðust aftur samningar
við frændur okkar í Færeyjum um
heimildir til að veiða í þeirra lögsögu
uppsjávarfisk og þar skapast tæki-
færi. Auk þess sem það á að leggja
fram nýtt frumvarp um fiskeldi. Það
er því ávallt eitthvað á döfinni.
Alþjóðlega hefur samþjöppun í
sjávarútvegi aukist til muna á undan-
förnum árum. Fyrirtækin eru orðin
stærri og öflugri. Fiskeldisfyrirtæki
í Norður-Atlantshafi sem vegnað
hefur vel undanfarin ár hafa fjárfest í
útgerðum sem veiða hvítfisk og fisk-
vinnslum.“
Upplýsingaveita öðlast sjálfstætt líf
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Markofish.com hefur feng-
ið nafnið Sea Data Center
eftir að upplýsingaveitan
var færð í sjálfstætt fyrir-
tæki. Áður var hún í eigu
Markó Partners en nú eru
starfsmenn lykilhluthafar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Þrándur Stefánsson, Bjarni Rúnar Heimisson og Anna Björk Theodórsdóttir hjá Sea Data Center, sem hefur hreiðrað um sig í Húsi sjávarklasans.
„Vöxtur fyrirtækisins verður erlendis. Þar er stóri markaðurinn,“ segir
Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center. „Það varp-
ar ágætu ljósi á vaxtartækifærin að hlutdeild Íslendinga í þorskveiðum
er 250 þúsund tonn á meðan heildarveiðin á Atlantshafsþorski er um
það bil 1,3 milljónir tonna á ári. Svo er hægt að bæta við alaskaufsa,
kyrrahafsþorski og öðrum hvítfiski við og þá er markaðurinn fyrir hvít-
fisk alls um 7-8 milljónir tonna á ári. Við erum líka að fylgjast með öðr-
um tegundum en hvítfiski og svo er fiskeldi einnig áhugavert í þessu
samhengi.“
Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center, segir
að á meðal viðskiptavina séu stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækin
en auk þess sé seld áskrift til margra fyrirtækja í Rússlandi. Enn fremur
hagnýti fiskkaupendur sér einnig upplýsingarnar í samningaviðræðum
við seljendur. „Gögnin nýtast því bæði framleiðendum og seljendum.“
Jón Þrándur segir að með því að hagnýta gögn Sea Data Center til-
einki stjórnendur sér breyttan hugsunarhátt varðandi reksturinn.
„Gögnin bæta ákvarðanatöku varðandi það á hvaða markaði skuli
sækja, hvaða verð séu ásættanleg og fleira.“ Anna Björk segir að Sea
Data Center muni taka þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í
Brussel í fyrsta skipti í apríl. „Við erum spennt fyrir því og vonum að það
geri okkur sýnilegri á þessum alþjóðamarkaði.“
Vöxtur Sea Data Center verður erlendis