Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FRÉTTASKÝRING Í júní 2015 barst íslenskum stjórn- völdum bréf frá slitabúi Kaupþings, stærsta eiganda Arion banka, þar sem því var lýst yfir að kröfuhafar félagsins myndu beita sér fyrir því að bankinn yrði seldur fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður yrðu ákjósanlegar. Loforðið var veitt undir þvingun frá stjórnvöldum sem höfðu hótað umfangsmikilli skatt- lagningu gagnvart Kaupþingi. Sú að- gerð var einn af lykilþáttum aðgerða- áætlunar þeirra um losun fjármagnshafta. Þegar kröfuhöf- unum var orðið ljóst að for- ystumönnum ríkisstjórnarinnar var full alvara með hótuninni og að erfitt gæti reynst að hnekkja hinni fyr- irhuguðu eignaupptöku sáu þeir hag sínum betur borgið með samningum. Liður í samningstilboðinu var að bankinn færðist úr höndum þeirra á allra næstu misserum. Nú eru 14 mánuðir frá því að hið hátíðlega loforð um sölumeðferðina var gefið en enn er Kaupþing, í gegn- um félag sitt Kaupskil, langstærsti eigandi Arion banka þótt eignarhlut- urinn hafi minnkað úr 87% árið 2015 í ríflega 52% nú um stundir. Gríðarleg átök hafa verið um eignarhaldið á bankanum en að minnstum hluta hafa þær stimpingar ratað í fjölmiðla. Enn mun hins vegar reyna á eigendur og bankann sjálfan síðar á þessu ári, gangi áætlanir eftir um skráningu hans á markað hér á landi og í Sví- þjóð. Því er saga söluferlisins ekki að fullu sögð en hér á eftir verður það sem nú þegar hefur raungerst rakið og ljósi varpað á áður óbirta þætti ferlisins. Skipta gullinu með yfirvöldum Þótt því hafi verið lýst yfir að stefnt væri að sölu bankans fyrir árslok 2016 voru ákvæði sett inn í sam- komulag við ríkið um að Kaupþing hefði allt að 36 mánuði til þess að koma bankanum úr sinni eigu. Sam- hliða því var gert samkomulag um að hluti þess fjármagns sem falla myndi í skaut Kaupþings vegna sölunnar eða vegna arðgreiðslna úr bankanum myndi einnig renna til ríkissjóðs. Var því ákvæði ætlað að tryggja að „kvik“ krónueign í eigu erlendra aðila, sem að öllum líkindum vildu losna út úr ís- lensku hagkerfi, yrði ekki of mikil. Var af þessum sökum svokölluðum „fjársópi“ komið fyrir í samningnum. Það sem tryggði virkni fjársópsins var skuldabréf sem Kaupþing gaf út að fjárhæð 84 milljarðar króna. Arð- greiðslur frá Arion banka og hluti söluandvirðisins skal fara í að greiða það upp. Þannig kveða samningar m.a. á um að öll fjárhagsleg afkoma vegna sölu eða arðgreiðslu úr bank- anum renni til stjórnvalda þannig að sé hún á bilinu 100 til 140 milljarðar króna skuli ríkið fá þriðjung í sinni hlut, afkoma umfram 140 milljarða og upp að 160 milljörðum skiptist til helminga milli ríkis og Kaupþings og að afkoma umfram 160 milljarða renni að þremur fjórðu hlutum til íslenska ríkisins. Lífeyrissjóðirnir alltaf líklegir Allt frá því að ljóst var að Kaup- þing yrði að losa um eignarhlut sinn í Arion banka hafa íslenskir lífeyris- sjóðir verið taldir í hópi líklegustu fjárfesta. Það skýrist einkum af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur almennt verið talið að lítill áhugi væri fyrir kaupum á hlutafé í íslenskum fjármálastofnunum erlendis frá, í öðru lagi hafa engir íslenskir aðilar fjárfestingargetu á við lífeyrissjóðina og í þriðja lagi voru sjóðirnir lengi vel bundnir að því að geta fjárfest erlendis vegna fjármagnshafta. Síð- astnefndi punkturinn var reyndar lengi vel eitt sterkasta trompið á hendi Kaupþings sem vissi sem var að sjóðirnir ættu í stökustu vandræð- um með að koma sístækkandi sjóðum sínum í fjárfestingar sem eitthvað gáfu af sér. Reynsluboltar sjá tækifæri Í byrjun nóvember 2015 greindi Morgunblaðið frá því að tvö íslensk fjármálafyrirtæki ynnu að því hörð- um höndum að koma saman hópi fjár- festa til að kaupa umtalsverðan hlut í Arion banka. Bæði fyrirtækin áttuðu sig á því að til þess að það væri ger- legt þyrfti að fá lífeyrissjóðina um borð og gerðu þau bæði hosur sínar grænar fyrir þeim. Þannig stóð Virð- ing að því að koma saman hópi en ásamt lífeyrissjóðunum kom hinn reyndi bankamaður Sigurbjörn Þor- kelsson, fyrrum yfirmaður hjá Barclays, og Hreggviður Jónsson, eigandi Veritas, að hópnum. Stefnt var að því að 25-40 aðilar kæmu auk þess að hópnum með 250-1.250 millj- ónir hver. Þannig yrði hægt að kaupa um 60-70% hlut í bankanum og að restin yrði svo seld í útboði í tengslum við skráningu bankans á markað. Á sama tíma vann Arctica Finance með svipaða hugmynd en í tilviki þess fyrirtækis voru nöfn einstakra fjár- festa ekki komin á blað. Hugmynd Arctica fólst hins vegar í því að allur hlutur Kaupþings yrði keyptur, 87%. Í kjölfarið yrði svo bankinn skráður á markað og u.þ.b. 10% hlutur seldur almennum fjárfestum. Þegar greint var frá hugmyndinni var hins vegar ekki búið að útfæra þessar hug- myndir nákvæmlega. Innan við viku frá því að greint var frá fyrirætlunum Virðingar og Arc- tica bárust fréttir af því að erlendir aðilar hefðu sett sig í samband við Kaupþing og lýst áhuga á kaupum í bankanum. Aldrei hefur fengist stað- fest hvaða aðilar þetta voru en reglu- lega hafa fréttir sem þessar borist en ekki orðið nægileg alvara í þreif- ingum til að tilkynnt væri um þær opinberlega. Sjóðirnir taka af skarið Viku eftir að opinberlega var fjallað um þreifingar Arctica Finance og Virðingar við lífeyrissjóðina, hjuggu forsvarsmenn stærstu lífeyr- issjóða landsins á hnútinn og til- kynntu að þeir hygðust ekki ganga til samstarfs við fyrirtækin tvö. Þrír stærstu sjóðir landsins bundust fast- mælum um að bjóða í hlutinn í Kaup- þingi og kalla til verksins aðra minni sjóði. Af því tilefni tjáðu forsvars- menn sjóðanna sig við Morgunblaðið og sagði Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, að ferli af þessu tagi væri eðli máls viðkvæmt og að af þeim ástæðum hefðu sjóðirnir ákveð- ið að „óska eftir viðræðum við slita- stjórnina á sínum eigin forsendum“. Guðmundur Þ. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna taldi þessa nálgun geta tryggt sátt um söluferlið og að með því gæti bankinn færst „í eigu lands- manna“ og að auk þess gæfi þetta möguleika á því að „almenningur fái tækifæri til að fjárfesta í bankanum á sama verði og sjóðirnir munu kaupa á“. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis, sagði tvær leiðir koma til greina við kaupin: „annað- hvort að sjóðirnir komi af fullu afli inn og kaupi hlutinn í heild og bjóði svo til sölu hluta af hlutafénu í almennu út- boði eða að þeir kaupi bróðurpartinn en að í því samkomulagi verði hlut- urinn sem eftir stendur boðinn í al- mennu útboði þar sem almenningi gefist kostur á að kaupa á sama verði og sjóðirnir.“ Í kjölfarið settu sjóðirnir sig í stell- ingar og um áramótin 2015/16 hófust viðræður milli aðila. Í því ferli bættist Frjálsi lífeyrissjóðurinn í hóp hinna þriggja fyrrnefndu. Veittu þeir öðr- um lífeyrissjóðum í landinu frest til 1. febrúar 2016 til að tilkynna um hvort þeir hygðust taka þátt í viðræðuferl- inu við Kaupþing. Á þessum tíma- punkti ákváðu sjóðirnir að kalla til ráðgjafar við sig Þórarin V. Þór- arinsson hæstaréttarlögmann og ráð- gjafarfyrirtækið Icora Partners en það er í eigu Friðriks Jóhannssonar og Gunnars Páls Tryggvasonar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins á þeim tíma voru margir ráðgjafar um hituna. Það sem réð þeirri ákvörðun að fá Þórarin og Icora að borðinu var m.a. sú að þóknunin sem þeir fóru fram á var langtum lægri en ýmissa annarra en þar höfðu hugmyndir um 1% af ætluðu kaupvirði hlutarins m.a. heyrst. Þann dans var ekki mögulegt að bjóða sjóðunum upp í. Óvænt uppákoma átti síðar eftir að varpa ljósi á umfang þeirra þóknana sem fyrrnefndir ráðgjafar þáðu fyrir störf sín í þágu lífeyrissjóðanna. Kaupþing með trompin á hendi Í viðtali sem birtist í Viðskipta- Mogganum á aðventunni 2015 var rætt við Jóhannes Rúnar Jóhanns- son, sem þá réð lögum og lofum á vettvangi Kaupþings sem forsvars- maður slitastjórnar þess. Þá var hann spurður út í hvort til greina kæmi að selja bankann öðru vísi en í heilu lagi. Beindi hann þá sjónum að lífeyris- sjóðunum og færði fjárfestingargetu þeirra í tal: „Það væri án efa stór biti fyrir lífeyrissjóðina að ráðast í þessi viðskipti ef af kaupum þeirra á bank- anum yrði, en það má alltaf finna lausnir. Það verður þó að taka fram að söluferlið er komið mjög skammt á veg.“ Jóhannes var ennfremur spurður út í verðhugmyndir þær sem viðraðar höfðu verið en í umræðunni virtust íslenskir lífeyrissjóðir líklegir til að bjóðast til að kaupa á genginu 0,6 til 0,8 af bókfærðu eigin fé bankans. Þær vangaveltur lögðust ekki vel í Jóhannes Rúnar sem var afdráttar- laus í svörum: „Þessar hugmyndir eru að mínu mati óraunhæfar og í okkar bókum er verðmiðinn á bank- anum allt annar en sá sem þarna er vísað til.“ Hvað sem leið þeim verðhug- myndum sem kastað hefur verið á milli aðila á síðustu misserum er ljóst að í öllum helstu þreifingum um framtíðareignarhald á Arion banka hafa lífeyrissjóðirnir komið við sögu. Það hefur m.a. þótt mikilvægur þátt- ur í að tryggja vænleika bankans við skráningu á markað að hafa hina seinþreyttu og ógnarstóru langtíma- fjárfesta í eigendahópnum. Fljótt skipast veður í lofti Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna 31. des. 2009 Eigið fé: 90 ma. Hagnaður: 12,9 ma. 31. des. 2010 Eigið fé: 109,5ma. Hagnaður: 12,4ma. 31. des. 2011 Eigið fé: 114,6 ma. Hagnaður: 11,2 ma. 31. des. 2012 Eigið fé: 130,9 ma. Hagnaður: 17,1 ma. 31. des. 2013 Eigið fé: 144,9 ma. Hagnaður: 12,7 ma. 21. nóvember Nýi Kaupþing banki fær nafnið Arion banki. 31. desember Finnur Sveinbjörns- son hættir sem bankastjóri. 1. desember Slitabú Kaupþings ákveður að eignast 87% í bankanum með því að leggja til hlutafé. 23. apríl Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri. 9. október Kaupþing fellur. 22. október Nýi Kaupþing banki hf. stofnaður á rústum þess gamla. 31. des. 2008 Eigið fé: 76,9 ma. Hagnaður: 4,8 ma. Saga Arion banka til dagsins í dag 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Áralöng togstreita um tugmilljarð Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kaupþing hefur frest fram á mitt þetta ár til að losa um eign sína í Arion banka. Félagið heldur enn á ríflega helmings hlut í bankanum. Hann hefur minnkað á síð- ustu árum en darraðar- dansinn í kringum sölu- þreifingar hefur verið mikill. Hér verður sú saga rakin í nokkrum orðum. Sigurbjörn Þorkelsson Haukur Hafsteinsson Árni Guðmundsson Þórarinn Viðar Þórarinsson Jóhannes Rúnar Jóhannsson Guðmundur Þ. Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.