Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 16

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Keðjur Jamie Oliver í vondum … Átta nýir stjórnendur hjá Icelandair Stokkar upp í stjórninni Tómas ráðinn framkvæmdastjóri … Hvatti til breytts verklags Mest lesið INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Valdimar Grímsson, eigandi hinna gamalgrónu fyrirtækja Vogue fyrir heimilið og Sólargluggatjalda, hefur fest kaup á öllu húsnæðinu Ármúla 13a. Húsið hefur í gegnum tíðina hýst fjölda fjármálastofnana, þeirra á meðal VÍB, Kaupþing, Iðnlána- sjóð, Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins, SPRON og MP banka. Valdimar hyggur á rekstur versl- unar Sólargluggatjalda á jarðhæð- inni, en á neðri hæð sem snýr út í port verður verkstæði. Sautján starfa hjá Sólargluggatjöldum, í verslun, á verkstæði og við upp- setningu. Valdimar segir í samtali við Við- skiptaMoggann að kaupverð sé trúnaðarmál, en fasteignamat húss- ins er nærri 450 milljónir króna. „Þetta kom til af því að eigendur núverandi húsnæðis vildu hækka leiguna þar sem fyrirtækið er núna í Skeifunni 11. Þá fannst mér kom- inn góður tími til að fara að leita mér að nýju húsnæði, og eftir að hafa kannað markaðinn fram og til baka var þetta niðurstaðan,“ segir Valdimar. Þegar verslun og verkstæði Sólargluggatjalda verða komin í húsið, verða enn um 1.500 fermetr- ar lausir á efstu þremur hæðunum. Valdimar sér þar ýmis tækifæri, en hann segir að margir hafi sýnt áhuga á að leigja hæðirnar fyrir ýmiss konar starfsemi. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina með þessum kaupum, en það gerist ekk- ert nema maður þori.“ Sú starfsemi sem mögulega kem- ur í húsnæðið eru skrifstofur, hostel eða hótel. „Ég tel staðsetningu byggingarinnar sterka. Þarna er að fjölga þjónustuverslunum og gott að fá bílastæði.“ Valdimar segir að þó að hús- næðið sé þrisvar sinnum stærra en hann ætlaði sér upphaflega að kaupa, þá segi innsæið honum að þetta muni ganga vel upp. Morgunblaðið/Eggert VÍB, Kaupþing, FBA, Iðnlánasjóður, SPRON og MP banki hafa verið í húsinu. Kaupir 2.500 fm bankahús Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á morgun verður verslunin Sólargluggatjöld opnuð í nýju húsnæði í Ármúla 13a en í gegnum tíðina hafa ýmsar fjármálastofnanir verið þar til húsa. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á fundi Heimavalla um íbúða-markaðinn á dögunum komu fram áhugaverðar upplýsingar um þróunina hér á Íslandi í fortíð og framtíð. Meðal annars kom Ásgeir Jónsson, dósent við HÍ, inn á spár um mannfjöldaþróun hér á landi, og einn- ig birti hann áhugaverða mynd af framboði íbúða. Samkvæmt þessu þá fjölgar fólki áaldrinum 25-75 ára á þessu ári um nálægt 5.500 manns, og nær þannig sögulegu hámarki hvað árlega fjölgun fólks á þessum aldri varðar. Næstu árin mun fjölgun fólks fara jafnt og þétt minnkandi, eða allt þar til árið 2058 þegar fólki fer að fækka. Þó einhverjum gæti enn fundistvera langt í árið 2058, þá flýgur tíminn eins og vitað er, og tímabært að gera viðeigandi ráðstafanir. Það var einnig áhugavert að sjámyndina sem Ásgeir varpaði upp af framboði á íbúðamarkaði. Þar var mest sláandi að sjá framboðið á því herrans ári 2007 þegar byrjað var á 4.500 íbúðum, samanborið við árið 2016 þegar byrjað var á rúmlega 1.000 íbúðum. Á sama tíma horfum við upp á það samkvæmt tölum Heimavalla að núverandi skortur á íbúðamarkaði sé á milli 3 og 5.000 íbúðir. Samkvæmt lauslegum út- reikningi eru þá kannski 3 - 4.000 ein- staklingar eða fjölskyldur sem eiga hvergi höfði sínu að halla, nema þá heima hjá mömmu og pabba. Þó að árleg fjölgun Íslendinga fariminnkandi þá er eitthvað bogið við ástandið á íbúðamarkaði. Mannfjöldi og íbúðirForkaupsréttur ríkisins á hlut-um í Arion banka hefur nokk- uð verið í umræðunni og þá kannski einkum í sölum Alþingis. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á fjármálafyr- irtækjum, svo það myndi óneit- anlega skjóta skökku við ef ríkið væri að bæta þriðja viðskipta- bankanum í eignasafnið. En ekki eru allir þeirrar skoðunar og telja að ríkissjóður sé að láta mikilvægt tækifæri úr greipum ganga og láti um leið erlenda vogunarsjóði hafa sig að fífli. Grundvallarspurning er þóhvort forkaupsréttur rík- isins hafi í raun virkjast í þau tvö skipti sem viðskipti hafa verið með hluti í Arion banka, í ár og á sama tíma í fyrra. Með eins árs millibili hafa viðskipti með stóra hluti átt sér stað í bankanum degi fyrir birtingu ársuppgjörs. Í bæði skiptin hefur viðskiptaverðið verið yfir viðmiðunarmörkum forkaups- réttarins, sem er 80% af eiginfjár- grunni, miðað við 9 mánaða stöðu. Aðra sögu er að segja þegar mið- að er við eiginfjárstöðu bankans um áramót samkvæmt endanlegu og endurskoðuð ársuppgjöri. Það er ekki að ósekju sem lítiðtraust er almennt borið til vogunarsjóða enda fara hags- munir þeirra sjaldnast saman við samfélagslega hagsmuni. Ítrekuð viðskipti þeirra með hlutabréf í Arion banka degi fyrir birtingu uppgjöra er ekki til að auka það traust. Á flestum þróuðum mörk- uðum eru settar hömlur á við- skipti tengdra aðila með hlutabréf skömmu fyrir birtingu uppgjöra og ekki að ástæðulausu. Viðskipti vogunarsjóðanna degifyrir birtingu uppgjöra þar sem verð er miðað við þróun eigin fjár sem fyrirsjáanlegt er að muni hækka, fara væntanlega ekki á svig við nein lög eða reglur. Þær lýsa hins vegar ákveðnu viðhorfi sem felst í því að ganga eins langt og kostur er í að maka krókinn. Myndu margir velja sér slíka meðfjárfesta? Viðskipti degi fyrir uppgjör Matvöruverslunin Kostur var tekin til gjaldþrotaskipta í síð- ustu viku að beiðni tollstjóra. Kostur í þrot að beiðni tollstjóra 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.