Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 1
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 ÍÞRÓTTIR Reykjavíkurleikar Arna Stefanía vann þá hollensku í 400 metra hlaupinu en vildi komast nær HM-lágmarki. Boðið á mót í Tyrklandi. Aníta missti Cherotich fram úr sér á lokametrunum í 800 metra hlaupinu 4 og 5 Íþróttir mbl.is María Ben Er- lingsdóttir, fyrr- verandi lands- liðskona í körfubolta, hefur fengið félaga- skipti frá Grinda- vík til Kefla- víkur. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari sagði við Morgunblaðið að María yrði til taks en að ekki væri víst að hún tæki nokkurn þátt með liðinu. María lék 28 deildarleiki með Grindavík á síðustu leiktíð og skor- aði þá 12,6 stig að meðaltali í leik, tók 7,1 fráköst og gaf 2,5 stoðsend- ingar. sindris@mbl.is María til taks í Keflavík María Ben Erlingsdóttir Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson úr ÍR setti um helgina Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi í Bandaríkj- unum. Mótið heitir Ryan Shay In- vitational og fór fram hjá hinum kunna Notre Dame-háskóla í In- diana-ríki í Bandaríkjunum. Hann kom fyrstur í mark í hlaupinu eftir frábæran endasprett eftir því sem fram kemur hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Sig- urtími Hlyns var 8:02,08 mínútur en gamla Íslandsmetið var einnig í eigu Hlyns. Þá hljóp Hlynur á tím- anum 8:06,69 mínútum. Hlynur hef- ur staðið sig vel í vetur en í desem- ber náði hann þriðja besta tíma Íslendings frá upphafi í 5.000 metra hlaupi. Methafinn í þeirri grein er Kári Steinn Karlsson. Hlynur er í 22. sæti á lista NCAA en það nær yfir alla háskóla Bandaríkjanna en þeir bestu í frjálsum í bandarísku háskóla- íþróttunum eru gjarnan verðandi ólympíufarar. Hlynur keppir fyrir Eastern Michigan-skólann. kris@m- bl.is Íslandsmet sett í Indiana  Hlynur Andrésson setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi og fagnaði sigri HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það eru tíu ár síðan liðið vann titil síðast þannig að það er mjög mikil gleði hérna,“ sagði Vignir Svavarsson sigurreifur við Morgunblaðið í gær- kvöld og hækkaði aðeins róminn til að yfirgnæfa fagnaðarlæti liðsfélaga sinna. Vignir og félagar í Team Tvis Holstebro urðu í gær danskir bikar- meistarar í handbolta. Vignir skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn GOG í gær, sem Holstebro vann 26:21, og hann var hylltur sem hetja eftir ótrúlegan 26:25- sigur liðsins á Ribe-Esbjerg í undanúrslita- leiknum á laugardag. Þetta er annar bikar- meistaratitill Vignis á þremur árum, en hann vann titilinn með Midtjylland árið 2016: „Já, við unnum einmitt GOG einnig í úrslita- leiknum þá svo það liggur greinilega vel fyrir mér að mæta þeim í úrslitum. Leikurinn núna snerist fyrst og fremst um varnarleik. Sóknarleikurinn var frekar dapur en ég er mjög ánægður með hve vel við héldum dampi í vörninni allan leikinn. Við náðum að halda þeim í 21 marki sem er mikill sig- ur, en við hefðum alveg getað unnið leikinn með 10 mörkum,“ sagði Vignir. Dramatíkin var því ekki mikil í sjálfum úrslitaleiknum en í undan- úrslitaleiknum skoraði Vignir sigurmarkið á síð- ustu sekúndu, með marki frá miðju þegar leik- menn GOG héldu að þeir hefðu verið að enda við að tryggja sér framlengingu með marki nokkrum sekúndum fyrir leikslok: „Við klúðruðum málum síðustu tíu mínúturnar og fórum að vera mjög varfærnir, sem hentar okkur mjög illa. Þeir tóku svo leikhlé þegar það voru nokkrar sekúndur eftir og við ræddum fyrst og fremst um það hvernig við næðum að stoppa þá, en einhvern veginn lak boltinn í netið og þeir jöfnuðu. Ég var búinn að segja markverðinum að hann ætti að vera snöggur að koma boltanum á mig á miðjunni ef svona færi, en maður vissi í raun ekkert hvað maður var að gera. Ég fékk boltann bara til mín, passaði mig að stíga á línuna, kastaði og skoraði,“ sagði Vignir. Myndband af markinu má finna í gegnum mbl.is og þar sást vel hve gríðarmikill fögnuður Holstebro-manna var: „Þetta var alveg brjálæðislegt. Ég hafði ekki hugmynd um hvað tímanum leið og vissi ekki hvort markið var gilt fyrr en ég var umkringdur af liðsfélögum mínum í fagnaðarlátum. Það var geggjuð stund, en það var töluvert skemmtilegra samt að vinna úrslitaleikinn,“ sagði Vignir. Vignir, sem er 37 ára gamall, hefur leikið í Dan- mörku frá árinu 2014 eftir að hafa leikið í Þýska- landi í mörg ár þar á undan, en hann fór frá Haukum í atvinnumennsku árið 2005. Fyrr í vetur skrifaði hann undir nýjan samning við Holstebro sem hann hefur leikið með frá árinu 2016: „Ég er langelstur í liðinu og gæti í raun verið pabbi flestra strákanna í þessu liði. En ég ákvað að framlengja um eitt ár til viðbótar enda er ég virkilega ánægður með þetta félag og fjölskyld- unni líður vel hérna,“ sagði Vignir. Átti fínt spjall við Geir í haust Vignir á að baki 234 A-landsleiki en línumaður- inn hefur ekki leikið með landsliðinu undanfarin misseri. Hann veiktist rétt fyrir HM í Frakklandi í fyrra og tók svo þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér á EM í janúar. Hins vegar er ekki hægt að segja að landsliðsferlinum sé endilega lokið: „Ég gaf ekki kost á mér á EM í janúar. Ég átti fínt spjall við Geira einhvern tímann í haust um þetta. Við konan mín eigum von á okkar öðru barni eftir tíu daga og ég vildi bara vera með fjöl- skyldunni að þessu sinni, og Geir hafði fullan skilning á því. Þar með var það útrætt. En ég hef aldrei sagt að ég sé hættur með landsliðinu. Þjálf- arinn velur liðið og ræður hvaða mannskap hann vill, og ég sýni því fulla virðingu. Ég hef átt í mjög góðum samskiptum við Geir og hef alls ekkert út á þau að setja. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, en ég naut þess reyndar mjög vel að vera í fyrsta skipti í 12-13 ár ekkert að hugsa um handbolta í janúar,“ sagði Vignir léttur. „Þetta var brjálæðislegt“  Vignir danskur bikarmeistari í annað sinn á þremur árum  Sannkölluð hetja Holstebro í undanúrslitum  Ekki hættur í landsliðinu en gaf ekki kost á sér á EM Ljósmynd/Twitter Bikarmeistari Vignir Svavarsson með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið danskur bikarmeistari. Eftir að hafa skorað eitt mark í fyrstu 40 deild- arleikjum sínum fyrir Burnley hefur Jóhann Berg Guðmunds- son nú skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum. Jó- hann skoraði dýrmætt jöfn- unarmark gegn toppliði ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu, Manchester City, í 1:1-jafntefli um helgina. Hann var valinn maður leiksins hjá Sky Sports. „Ég vil bara komast sem oftast inn í teiginn og skora mörk. Núna eru komin tvö í fimm leikjum og ég vil bara halda þessu áfram. Mark- vörður þeirra átti mjög góðan leik og varði oft frábærlega, svo ég var ánægður með að sjá boltann hafna í netinu,“ sagði Jóhann í viðtali við heimasíðu Burnley. Stigið sem Burnley fékk var dýr- mætt fyrir liðið, sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Burnley hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 12. desember, í níu leikjum, en er þó enn ofarlega, eða í 7. sæti deildarinnar, nú níu stigum á eftir næsta liði. Ellefti íslenski með þrjú mörk „Þetta er erfið deild og menn þurfa að standa sig í hverjum leik, sem er það sem við gerum. Það fá ekki mörg lið að æða eitthvað yfir okkur. Við hættum aldrei heldur reynum í 95 mínútur ef þess þarf og það sýndum við núna,“ sagði Jó- hann. Jóhann er ellefti Íslendingurinn sem nær að skora þrjú mörk í efstu deild Englands. Brynjar Björn Gunnarsson og Arnar Gunnlaugs- son skoruðu þrjú mörk hvor í deild- inni, og þeir Grétar Rafn Steinsson og Ívar Ingimarsson fjögur mörk hvor. sindris@mbl.is Jóhann Berg hungrar í fleiri mörk Jóhann Berg Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.