Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Áhugi minn á björgunar-störfum og síðar al-mannavörnum er allt fráþví að ég upplifði eld- gosið 1973 sem peyi í Vestmanna- eyjum,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi. „Ég upplifði gosið og fylgdist með uppbyggingunni en pabbi var í almannavarnarnefnd í Eyjum og sá um stjórnun aðgerða við björg- un úr húsum,“ segir Víðir og bætir við að gosið sé greypt í huga sinn sem og annarra Eyjamanna sem noti tímatalið fyrir og eftir gos. „Þessi bakgrunnur hefur kom- ið sér vel og það lá einhvern veg- inn beinast við að helga sig störf- um tengdum almannavörnum og náttúruhamförum. Þetta er í blóð- inu,“ segir Víðir sem hóf störf í björgunarsveitum 16 ára. Árið 2000 hóf hann störf hjá Almannavörnum ríkisins og færði sig yfir til Ríkislögreglustjóra þeg- ar almannavarnir voru fluttar þangað árið 2003. Hann útskrif- aðist úr Lögregluskólanum 2006. Ólíkir menningarheimar Víðir er nú í sex mánaða leyfi frá almannavörnum Suðurlands á meðan hann sinnir hlutverki ör- yggisfulltrúa KSÍ fram yfir HM, í knattspyrnu sem fram fer í Rúss- landi í sumar. „Mér bauðst þetta starf og langaði að breyta aðeins til. Ég vissi hvað ég var að fara út í eftir Ákvað ungur að sinna öryggismálum Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að björgunar- og almannavarnastörf séu honum í blóð borin og lítið annað komið til greina eftir að hann 6 ára gamall upplifði eldgosið á Heimaey og uppbygginguna í kjölfarið. Í dag er Víðir í sex mánaða leyfi til þess að sinna öryggismálum hjá KSÍ vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi í júní. Björgunarsveitarmaður Víðir gekk 16 ára í björgunarsveit og hefur alla tíð síðan helgað starfskrafta sína öryggis- og almannavarnamálum. Útivist Víðir nýtur útivistar í frítímum. Hér er hann í fjallgöngu á æsku- stöðvunum í Vestmannaeyjum sem mótuðu strarfsval hans. Fuglavernd hefur fengið Helga Guð- mundsson, leiðsögumann, til að sýna myndir og segja frá ferð sem hann fór ásamt bróður sínum til Tansaníu í fyrra. Viðburðurinn verður haldinn kl. 20 til 22 í kvöld, þriðjudaginn 20. mars, í sal Arion- banka, Borgartúni 19. Tansanía er ábyggilega eins og himnaríki fyrir ljósmyndara sem vilja mynda einstakt dýralíf, fjöl- skrúðugt mannlíf og ósnortna nátt- úru. Aukinheldur sem ferðalöngum þykir stór plús að landið er eitt það friðsælasta í Austur-Afríku. Eins og nærri má geta bar fyrir augu þeirra bræðra í ferðinni fjölda Vefsíðan www.fuglavernd.is Ljósmynd/Helgi Guðmundsson Dýralíf Tansanía er annáluð fyrir fjölskrúðugt fugla- og dýralíf. Þessi föngulegi strútur stakk ekki hausnum í sandinn þegar hann kom auga á ljósmyndarann. Tansanía í máli og myndum fjölskrúðugra fugla og annarra dýra. Afraksturinn er aragrúi ljós- mynda. Helgi mun stikla á stóru í ferðasögunni og sýna myndir úr myndahaugnum. Að vanda er frítt inn fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 krónu aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn. Margrét Guðmundsdóttir, málfræð- ingur og höfundur bókarinnar Konan sem át fíl og grenntist (samt), heldur erindi kl. 17.30 í dag, þriðjudaginn 20. mars í Bókasafni Garðabæjar. Líkt og margir hafði Margrét árum saman reynt að léttast. Aðferðin fólst í því að borða hollan mat og vera sífellt svöng. Árangurinn lét á sér standa. Allt breyttist þegar hún las um lágkolvetnafæði og komst að því að baráttan við kílóin snerist um hormón, fremur en hitaeiningar. Þá var eins og hún settist við stýrið í eigin líkama. Með þennan skilning að vopni náði hún árangri. Það hafði þá aldrei vant- að viljastyrk – heldur mataræði sem hentaði líkamanum. Erindi í Bókasafni Garðabæjar Konan sem át fíl og grenntist Morgunblaðið/ÞÖK Hormón Baráttan við kílóin snerist um hormón, fremur en hitaeiningar. Hin árlega Sæmundarstund fer fram kl. 13 - 13.30 í dag, þriðjudaginn 20. mars, bæði við styttuna af Sæmundi fróða fyrir framan Aðalbyggingu Há- skóla Íslands og á Háskólatorgi. Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endur- reisn fræðaseturs að Odda á Rangár- völlum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síð- an, jafnan á degi sem næst vorjafn- dægrum. Þar er lærdómsmannsins og þjóð- sagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evr- ópu áður en hann sneri aftur til Ís- lands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund fram við styttuna af Sæmundi á seln- um eftir Ásmund Sveinsson sem stendur í Skeifunni fyrir framan að- albyggingu Háskólans. Að lokinni dagskrá verður haldið á Háskólatorg þar sem boðið verður upp á kakó og kleinur. Hin árlega Sæmundarstund fer fram í dag Fróður maður í hávegum hafður Sæmundur í selslíki Styttan fyrir framan aðalbyggingu HÍ vísar til þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska í selslíki sem átti að hafa flutt Sæmund heim. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.