Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 14

Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Einn karlmaður situr enn í gæslu- varðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykja- nesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Hann er einn hinna hand- teknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 ver- ið handteknir í tengslum við rann- sókn málsins. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Spurður hvort rannsókn málsins bendi til þess að innbrot í þrjú gagnaver tengist, segir Ólafur að grunur sé um að tengsl geti verið á milli innbrotanna. Séu tengsl á milli er málið eitt stærsta þjófnaðarmál sem upp hef- ur komið hér á landi. Að sögn Ólafs er að koma ákveðin heildarmynd á innbrotin í gagnaverin en alls var 600 tölvum stolið og er búnaðurinn talinn vera 200 milljóna króna virði. Tengsl líklega á milli innbrota í gagnaver Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Lögblindur maður í Vestmannaeyj- um fær ekki greiddar sextíu leigu- bílaferðir á mánuði eins og hann fór fram á af bænum, samkvæmt úr- skurði úrskurðarnefndar velferðar- mála. Maðurinn fór fram á í árslok 2016 að bærinn gerði við hann 12 mánaða tilraunasamning um allt að 60 leigubílaferðir í Eyjum og á höf- uðborgarsvæðinu í mánuði hverjum. Beiðninni var hafnað á þeirri for- sendu að það félli ekki undir reglur bæjarins um ferðaþjónustu fatlaðra. Maðurinn kærði þá ákvörðun til úr- skurðarnefndar velferðarmála sem benti á að bærinn hefði ekki gert mat á þörfum mannsins samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Bærinn framkvæmdi matið og tók málið aftur fyrir þar sem beiðninni var synjað á ný og því beint til mannsins að nýta sér þá ferðaþjón- ustu sem væri í boði. Maðurinn lagði þá aftur fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferð- armála. Í henni tekur hann fram að hann þurfi á leigubílaþjónustu að halda til þess að geta sinnt starfi sínu, námi, tómstundum, fé- lagsstarfi og til að vera virkur þátt- takandi í samfélaginu og lifa inni- haldsríku og ábyrgu lífi. Þá þurfi hann að sækja læknisþjónustu og nám á höfuðborgarsvæðið. Maður- inn gagnrýnir að aðeins sé veitt sérhæfð þjónusta á afmörkuðum tímum samkvæmt reglum um ferðaþjónustu fatlaðra. Hann hafi hins vegar þörf fyrir ferðaþjónustu á öðrum tímum. Með höfnun hafi hann ekki jöfn tækifæri á við ófatl- aðan einstakling. Í sjónarmiði Vestmannaeyjabæj- ar kemur fram að ferðaþjónusta fatlaðra ætti að mæta flestum þörf- um mannsins og þeirri fullyrðingu hafnað að maðurinn sætir skerð- ingu á þjónustu því hann hafi ekki þegið umrædda þjónustu. Bærinn samþykkti að greiða fyrir 20 leigu- bílaferðir í Reykjavík á ári í sam- vinnu við Blindrafélagið. Niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála er sú að bærinn geti mætt þörfum mannsins með þeirri sérhæfðu ferðaþjónustu sem honum stendur til boða. Maðurinn hafði fengið styrk frá Tryggingastofnun ríkisins til kaupa á bifreið á þeirri forsendu að eiginkona hans myndi sjá um aksturinn. Nefndinni finnst eðlilegt að sú bifreið nýtist utan þess tíma sem ferðaþjónustan ekur og staðfestir ákvörðun Vestmann- eyjabæjar um synjun á umsókn mannsins. Fékk ekki 60 leigu- bílaferðir á mánuði  Gert að nota ferðaþjónustu fatlaðra Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar í Reykjavík hafa að undanförnu skoðað að bjóða þrif með nýjum íbúðum. Um er að ræða þéttingarreit í borginni. Fjárfestir sem kemur að verkefninu segir ekki til skoðunar að leigja íbúðir í skammtímaleigu til ferðamanna, heldur sé um al- menna notkun að ræða. Hug- myndin er sú að kaupendur sem búa ekki að staðaldri í íbúðunum, eða hafa ekki tök á að þrífa þær, geti látið aðra sjái um heimilisþrifin. Fjöldi húsfélaga á höfuðborgar- svæðinu kaupir þrif á sameign. Þá hefur fjöldi heimila keypt ræstingu, auk þess sem eldra fólk á rétt á þrif- um vegna heimilisaðstoðar. Það eru hins vegar nýmæli á íslenskum fast- eignamarkaði að fjárfestar markaðs- setji íbúðir þannig að þrifin fylgi með. Sú nýjung vitnar um marghátt- aðar þjóðfélagsbreytingar og fylgir t.d. í kjölfarið á heimsendum mat, tilbúnum sem og óelduðum. Það er hluti af nýja þjónustuhagkerfinu. Nýir markaðir eru að stækka. Vilja þjónustu með íbúðunum Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir erfitt að áætla hversu hátt hlutfall nýrra íbúða sé lúxusíbúðir. „Það er þó ljóst að margt fólk sem hefur búið í stærri eignum vill komast í smærri eignir og fá alla þjónustu. Aðilar sem þjónusta hús- félög hafa bent á að fólk vill flytja inn og vera nánast eins og á hóteli. Það vill ekki þurfa að vera að hugsa um húsfundi eða gera hitt og þetta.“ Það vakti athygli á íslenskum fasteignamarkaði á sínum tíma þegar fjölbýlishúsið Breiðablik í Efstaleiti var byggt. Því fylgdi sund- laug, bílageymsla, húsvörður og annar lúxus sem Íslendingar áttu al- mennt ekki að venjast. Á síðustu ár- um hefur hins vegar fjöldi dýrari íbúða komið á markaðinn, til dæmis í Skuggahverfinu og á Garðatorgi. Nú síðast kom á markað íbúð í Bríetar- túni sem mun vera föl á „réttu verði“. Rætt er um 300-400 milljónir. Flytur í glæsilegar íbúðir Grétar segir ásókn í lúxusinn. „Fólk sem er komið yfir sextugt og er vel fjáð er að fara í glæsilegar íbúðir. Það virðist vera góður mark- aður fyrir kaupendur sem vilja virki- lega flottar og vandaðar eignir. Fjöl- býlishúsið Breiðablik er gott dæmi. Það þótti mjög merkilegt. Nú er þetta miklu stærri markaður. Þess vegna eru verktakar að byggja lúxusíbúðir fyrir fólk sem þarf að- eins að flytja inn og ekki að hugsa um eitt né neitt. Það er séð um allt.“ Heimilisþrifin fylgi með íbúðunum  Nýjung á fasteignamarkaði  Framkvæmdastjóri FF segir eldra fólk nánast vilja flytja inn á hótel  Það vilji komast hjá húsfundum og lágmarka umstang  Markaður fyrir dýrari eignir að dýpka Morgunblaðið/Ófeigur Skuggahverfið Nokkrar íbúðir í hverfinu kosta hundruð milljóna. Grétar Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.