Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
20. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.28 99.76 99.52
Sterlingspund 138.59 139.27 138.93
Kanadadalur 75.91 76.35 76.13
Dönsk króna 16.425 16.521 16.473
Norsk króna 12.869 12.945 12.907
Sænsk króna 12.123 12.195 12.159
Svissn. franki 104.57 105.15 104.86
Japanskt jen 0.9389 0.9443 0.9416
SDR 144.15 145.01 144.58
Evra 122.36 123.04 122.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.7058
Hrávöruverð
Gull 1311.7 ($/únsa)
Ál 2068.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.07 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vísitala byggingarkostnaðar hefur
hækkað um 5,4% á síðastliðnum 12
mánuðum. Vísitalan hækkaði um 0,1%
á milli febrúar og mars og mældist
137,0 stig í þessum mánuði.
Árshækkun byggingarvísitölunnar
hefur heldur verið á uppleið undanfarna
mánuði, en hún var 5,1% í febrúar. Í
desember var hún 4,8% en í júlí síðast-
liðnum var árshækkun vísitölu bygging-
arkostnaðar 1,1%. Fyrir tæpu ári, í apríl
2017, hafði vísitala byggingarkostnaðar
lækkað um 0,6% tólf mánuðina þar á
undan.
Árshækkun byggingar-
vísitölunnar 5,4%
Hærra Byggingarvísitala hefur hækkað.
STUTT
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Snorri Jakobsson hjá fjármála- og
hagfræðiráðgjöf Capacent segir í
samtali við Morgunblaðið að miðað
við það sem lesa má úr síðasta árs-
reikningi olíufélagsins Skeljungs sé
ekki eftir miklum tekjum að slægj-
ast í rekstri smáverslana hjá olíufé-
lögunum, og á þar við verslanir í
bensínstöðvum félaganna um land
allt. Hann veltir í því samhengi fyrir
sér hver framtíðarsýn olíufélaganna
sé, nú þegar tímar jarðefnaeldsneyt-
is sem orkugjafa fyrir ökutæki séu
senn að líða.
Hann bendir á að N1 sé að kaupa
Festi, sem rekur Krónuverslanirnar
m.a., en Skeljungur netverslunina
Wedo sem rekur Hópkaup, Heim-
kaup og Bland, og þannig reyni
þessi tvö fyrirtæki að laga sig að
breyttum tíma.
„Skeljungur fær 130 milljónir
króna í hreinar leigutekjur fyrir 10/
11 verslanirnar. Það sýnir svart á
hvítu hve litlu þessi rekstur skilar til
olíufélaganna og það má yfirfæra
þetta yfir á hin félögin einnig,“ segir
Snorri í samtali við Morgunblaðið.
„Það er einfaldlega ekki eftir
miklum tekjum að slægjast í þessum
„sjoppurekstri“.“
Bílar sífellt sparneytnari
Í nýrri greiningu frá Capacent er
bent á að bæði verði bílar sífellt
sparneytnari, auk þess sem bíla-
framleiðendur stefna á að hætta
framleiðslu bíla sem ganga fyrir
jarðefnaeldsneyti á næstu áratug-
um. Það sé áskorun sem olíufélögin
þurfi að horfast í augu við.
Capacent metur N1 með Festi
innanborðs á 33,5 milljarða króna í
verðmatinu, og verðmatsgengið er
135. Verðmatsgengi án Festar er
111, en til samanburðar var loka-
gengi félagsins í kauphöll í gær 120.
Kaup N1 á Festi eru þó ekki enn
gengin í gegn eins og bent er á í
greiningunni, enda eru þau háð
samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Eftirlitið sendi frá sér andmælaskjal
í síðustu viku þar sem fram kemur
að kaupin verði ekki samþykkt án
skilyrða. Greining Capacent tekur
meðal annars mið af samrunaáætlun
félaganna og mati á væntum sam-
legðaráhrifum. Í greiningunni segir
að hafa verði í huga að mögulega
muni skilyrði Samkeppniseftirlitsins
draga eitthvað úr samlegðaráhrif-
um.
„Fyrirhuguð kaup N1 á Festi
munu breyta N1 mikið. Umfang
rekstrar N1 mun meira en tvöfald-
ast. Samanlagðar tekjur N1 og
Festar nema um 74 milljörðum
króna en tekjur N1 voru 34,6 millj-
arðar króna árið 2017,“ segir í grein-
ingunni.
Þá segir að samlegð sameining-
arinnar liggi í innkaupum, bættri
nýtingu á staðsetningu verslana og
bensínstöðva og í stjórnunarkostn-
aði.
Í greiningu á Skeljungi, sem
Capacent sendi einnig frá sér í síð-
ustu viku, er verðmatsgengið 7,6 en
lokagengi í kauphöll í gær var
nokkru lægra, eða 6,84. Verðmatið
er óbreytt á milli greininga.
Ekki eftir miklu að slægjast
í smábúðum olíufélaganna
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Orka Í greiningu Capacent segir að tíma jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa fyrir ökutæki sé senn lokið.
Greining Capacent
» Spá óbreyttri eldsneytissölu
á markaðnum næstu fimm ár
en hún dragist svo saman.
» Skeljungur hættir samstarfi
við Baskó um rekstur 10/11.
» Verðmatsgengi N1 111 en var
120 í kauphöll í lok dags í gær.
» Verðmatsgengi Skeljungs er
7,6 en lokagengi í kauphöll í
gær var 6,84.
» Meta Skeljung á 15,8 millj-
arða króna.
Capacent metur N1 á 33,5 milljarða með Festi Verðmat á Skeljungi óbreytt
Eignarhaldsfélagið Snæból hagn-
aðist um tæplega 1,8 milljarða króna
á síðasta ári. Það er heldur minni
hagnaður en á árinu 2016 þegar
hagnaður nam 2,4 milljörðum króna.
Snæból er eignarhaldsfélag í eigu
hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og
Finns Reyrs Stefánssonar. Félagið
er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá
með 8,8% hlut, auk þess að vera á
eitt af helstu eigendum leigufélags-
ins Heimavalla í gegnum fjárfesting-
arfélagið Fossa II. Þá hefur Snæból
látið til sín taka í fasteignaverk-
efnum, meðal annars í Mánatúni.
Eignir Snæbóls námu samtals 11,8
milljörðum króna um áramótin og
var eigið fé þess tæplega 10,6 millj-
arðar króna. Einu langtímaskuldir
félagsins er víkjandi lán frá eig-
endum sem stóð í 1,2 milljörðum
króna í lok síðasta árs.
Tekjur Snæbóls drógust saman á
milli ára og fóru úr 2,5 milljörðum
króna árið 2016 í 1,8 milljarða árið
2017. Rekstrarkostnaður var tæp-
lega 60 milljónir króna. Nam hann
einkum styrktarframlögum til góð-
gerðarmála, menningar-, heil-
brigðis- og menntamála, samtals
tæplega 34 milljónum króna. Félagið
færði 1,5 milljóna króna reiknaða
tekjuskattseign á rekstrarreikning
2017.
Hagnaður Snæbóls
1,8 milljarðar í fyrra
Íbúðalánasjóður skilaði 1,4 millj-
arða króna afgangi á síðasta ári.
Til samanburðar var hagnaður
sjóðsins 4,3 milljarðar á árinu
2016. Þess ber að geta að það ár
bókfærði sjóðurinn 1,4 milljarða
króna hagnað af rekstri Leigu-
félagsins Kletts, sem nú hefur ver-
ið selt.
Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs
var 8,5% í lok síðasta árs, sem er
hæsta hlutfall frá stofnun sjóðsins,
að því fram kemur í afkomu-
tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Langtímamarkmið sjóðsins er að
eiginfjárhlutfallið sé yfir 5,0%.
Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok árs-
ins 2017 var 24,9 milljarðar króna
en var 23,5 milljarðar króna ári
fyrr. Heildareignir sjóðsins námu
762 milljörðum í árslok og heildar-
skuldir 737 milljörðum.
Í lok ársins 2017 voru útlán
sjóðsins 500 milljarðar króna og
höfðu útlán dregist saman um 78
milljarða króna frá árinu 2016.
Stöðugildum fækkaði úr 77 árið
2016 niður í 66 í fyrra.
Eiginfjárstaða ÍLS batnar
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.