Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Viðrun Fólk er duglegt við að fara út að ganga þegar glittir í vorið eins og gerir þessa dagana fyrir sunnan, þó að þurfi að klæða sig vel vegna lágs hitastigs. Þessi voru á ferð í höfuðborginni.
Kristinn Magnússon
Enn og aftur
beinist athyglin að
kynbundnu og kyn-
ferðislegu ofbeldi.
Nú í krafti
#metoo-byltingar-
innar. Þúsundir
kvenna, frá fjöl-
breyttum hópum í
samfélaginu, hafa
stigið fram og sagt
sögu sína. Tónninn
virðist öðruvísi en oft áður og
sjónum nú frekar beint að
geranda í stað þolanda. Eins
og sjá má á frásögnum sem
tengjast #metoo eru mál þessi
af margvíslegum toga; allt frá
óviðeigandi kynbundnum
athugasemdum yfir í alvarleg
ofbeldismál sem eiga heima í
réttarvörslukerfinu.
Samfélagið hefur tekið þess-
ar frásagnir alvarlega og flest-
ir virðast sammála um að nú
sé mál að linni. Forsvarsmenn
fyrirtækja, stofnana og fé-
lagssamtaka hafa stigið fram
og lýst vilja sínum til að tak-
ast á við þá meinsemd sem
kynbundið og kynferðislegt of-
beldi er.
Til að svo megi verða er
nauðsynlegt að farvegur fyrir
málaflokkinn sé skýr og að-
gengilegur hjá viðkomandi
stofnun, fyrirtæki eða félaga-
samtökum. Það er mikilvægt
að sá sem kvartar viti hvert
hann á að snúa sér og sá sem
tekur við kvörtun þarf að vita
hvernig bregðast skuli við.
Náin tengsl innan fyrirtækis
og smæð samfélagsins geta
einnig valdið erfiðleikum þeg-
ar takast skal á við vandann.
Möguleiki á að leita til ut-
anaðkomandi aðila getur því
verið til bóta. Fagráð lögregl-
unnar er skipað utanað-
komandi fagaðilum og í verk-
lagsreglum fagráðs Háskóla
Íslands er kveðið á um að for-
maður skuli vera
utanaðkomandi
sérfræðingur. Slík
tilhögun er til fyr-
irmyndar en auð-
vitað er óraunhæft
að smærri fyr-
irtæki hafi aðgang
að slíku fagráði en
þau gætu hugs-
anlega leitað til ut-
anaðkomandi fag-
aðila þegar kvörtun
um kynbundið eða
kynferðislegt of-
beldi berst. Aðalatriðið er að
til séu verkferlar og skýrt sé
hvað skuli gert.
Þekking, aðgengi að úrræð-
um og ef til vill utanað-
komandi ráðgjöf eru grund-
vallaratriði sem fyrirtæki,
stofnanir og félagssamtök
þurfa að hafa í huga þegar
takast skal á við kynbundna
og kynferðislega áreitni/
ofbeldi. Ef ekki er til skýr far-
vegur, til dæmis verklags-
reglur í smærri fyrirtækjum
eða fagráð hjá þeim stærri, er
töluverð hætta á að mál dagi
uppi.
Þegar verkferlar liggja fyrir
er komið að næsta skrefi; líta
til þeirrar menningar sem hef-
ur leyft slíka hegðun. Því er
mikilvægt að halda um-
ræðunni lifandi, leggja áherslu
á þekkingu og hver stofnun
gefi skýr skilaboð um hvers
konar samskipti við viljum
hafa í heiðri.
Eftir Þóru
Sigfríði
Einarsdóttur
»Enn og aftur
beinist athyglin
að kynbundnu og
kynferðislegu of-
beldi.
Þóra Sigfríður
Einarsdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
formaður fagráðs Háskóla Ís-
lands um viðbrögð við kynbund-
inni og kynferðislegri áreitni og
öðru kynferðislegu ofbeldi.
Í kjölfar metoo;
mikilvægi verkferla
Það þekkja
allir hve mikil-
vægt það er að
hafa samgöngu-
málin í góðu
horfi, ekki hvað
síst hjá eyþjóð
sem ekki hefur
tekist að halda
samgöngum í
horfinu á sjó í
kringum landið.
Samgöngur eru ekki lengur
svipur hjá sjón á Íslandi síð-
an farþegasiglingar kringum
landið lögðust af fyrir ára-
tugum.
Segja má, að á 6. áratugn-
um hafi siglingar hér staðið í
blóma með því að hér voru til
staðar farþegaskipin Esja og
Hekla, sem héldu uppi viku-
legum ferðum í kringum
landið, ásamt Skjaldbreið og
Herðubreið, sem voru minni,
einskonar flóabátar. Þá voru
Gullfoss og Dronning Alex-
andrine hlekkir í sam-
göngum við útlönd. – Þessi
skip voru þéttsetin farþegum
a.m.k. yfir sumarið og var
eftirspurn farþega veruleg.
Síðar kom flugið til sög-
unnar, og sá um að koma
þjóðinni í verulegan ham,
hvað hraða og eftirspurn
varðar, og er svo enn. Ennþá
getum við Íslendingar ekki
ferðast til útlanda nema
fljúgandi og er þó talsverður
tálmi á tímatöflum þeim sem
gefnar eru út, t.d. hvað varð-
ar brottfarir um miðja nótt,
svo og á þeirri þróun sem
orðið hefur vegna þrengsla
og tafa á Keflavíkurflugvelli.
Samgöngur á landi
Þótt verulega hafi breyst
til batnaðar allt umhverfi
samgangna með bundnu slit-
lagi á vegakerfi landsmanna,
svo og með þeim fáu jarð-
göngum sem hafa
verulegt gildi,
einkum á lands-
byggðinni, hefur
ekki tekist að ná
utan um heildar-
mynstrið, innviði
samgangna, eins
og þetta er kallað
á máli stjórnsýsl-
unnar.
Þetta er stórt
mál og þarfnast
verulegs upp-
skurðar án þess
þó, að allt sé sett úr skorðum
í öflun fjár til verkefnisins
eða að fjármunir séu „rifnir
og tættir“ úr öðrum brýnum
verkefnum. Telja verður
brýnt, að taka skref fyrir
skref – ljúka verkefnum,
frekar en að „vaða elginn“
eins og löngum hefur tíðkast.
Má nefna málefni Sunda-
brautarinnar sem hefur verið
einskonar „týndi hlekkur-
inn“ í samgöngumálum á höf-
uðborgarsvæðinu um árabil.
Væri nú ekki tímabært að
láta slag standa og hefja
framkvæmdir og ákveða
lúkningu hennar innan svo
sem þriggja ára? Þetta væri
fyrsta verkefni nýrrar fram-
kvæmdar í samgöngumálum
innan þéttbýlissvæðisins, svo
árum skiptir.
Þverun Skerjafjarðar
Þá er komið að næsta
verkefni sem er þverun
Skjerjafjarðar. Annaðhvort
með brú eða jarðgöngum.
Slík jarðgöng yrðu verulega
styttri en t.d. Hvalfjarðar-
göngin. Þessu máli var
hreyft fyrir allmörgum árum
af Stefáni J. Hafstein í borg-
arstjórn (að mig minnir), en
málið „drepið í fæðingu“ eins
og sagt er. Ekkert varð því
af þessu þjóðþrifamáli.
Nú er talsvert ritað um ný-
byggingu Landspítalans við
Hringbraut, en í öllum þeim
skrifum um það efni er þess
ekki getið, að umferðin þar
fyrir neðan er orðin slík, að
ekki er á bætandi og því
kemur til þess innan
skamms, að umferðin fyrir
okkar ástkæra einkabíl verð-
ur óleysandi öngþveiti, nema
tvennt verði gert í senn: að
fullgera Sundabrautina og
þvera Skerjafjörðinn.
Þessi verkefni tvö gætu
rétt eins verið fyrstu fram-
kvæmdir í svonefndum „inn-
viðaframkvæmdum“ og
mætti þá geyma aðrar og
raunar allar framkvæmdir
samgöngumála um sinn.
Framkvæmdir á lands-
byggðinni í vegamálum eru
jú jafn brýnar, og fleiri gætu
verið í sigtinu, þótt Sunda-
brautin og þverun Skerja-
fjarðar gengju fyrir, enda
höfuðborgarsvæðið legið af-
velta alltof lengi í samgöngu-
málum.
Höfuðborgin
og landsbyggðin
Það er ekki eins og
Reykjavík þurfi að bera allan
kostnað af framkvæmdum
þeim sem nefndar eru hér að
ofan, það eru hvorki fleiri né
færri en fimm höfuðborgar-
sveitarfélög sem hafa hags-
muna að gæta og myndu að
lokum greiða kostnaðinn við
framkvæmdina, þótt ríkið
myndi vera fyrsti kosturinn
eða með einkaaðilum sem
kæmu að verkefninu, líkt og
þegar Hvalfjarðargöngin
urðu til.
Það er líka stór spurning,
hvort það eigi að vera alfarið
á vegum ríkisins að sjá um
vegaframkvæmdir á lands-
byggðinni að öllu leyti, nema
þegar um meiriháttar fram-
kvæmdir er að ræða, svo sem
jarðgöng og meiriháttar
brýr. – Væri það meiriháttar
goðgá, að sveitarfélögin,
sýslurnar sæju um vegagerð
að mestu leyti, innan sinna
marka? – Gæti komið af stað
samkeppni og orðið vísir að
meiriháttar framtaki, kostað
af íbúunum sjálfum að meiri-
hluta. – Einskonar sam-
keppni milli sveitarfélaganna
um hvaða sveitarfélag hefði
besta vegakerfið?
Það er langt um liðið síðan
farþegasiglingarnar í kring-
um Ísland lögðust af. Ennþá
er þó siglt í kringum landið
með erlendu skipi, yfir sum-
arið, vel búnu til farþega-
flutninga. Íslendingum leyf-
ist þó ekki aðgangur, með
tilliti til „tollalaga“! Þessu
átti að breyta með stjórn-
sýsluaðgerð. Það varð aldrei!
Vonandi tekst betur til
með samgöngurnar á landi,
áður en allt um þrýtur, en þá
verður að bregðast skjótt
við. Ákvarðanataka hefur
lengi verið Akkilesar-hæll
okkar þjóðar, og þá helst í
seinni tíð. Viðbúið er, að
seint verði búið að fullgera
vegakerfi landsmanna með
„smáskammtalækningum“
þeim sem fyrirhugaðar eru
nú og ávallt áður gegnum tíð-
ina af fleiri en núverandi
stjórnvöldum. – Sundabraut-
in og þverun Skerjafjarðar
er eina sýnilega lausnin sem
fyrsta framtak í yfirstand-
andi samgönguvanda á landi.
– Tengist öllum lands-
mönnum.
Eftir Geir R.
Andersen » Samgöngur eru
ekki lengur
svipur hjá sjón á
Íslandi síðan far-
þegasiglingar
kringum landið
lögðust af fyrir
áratugum.
Geir R. Andersen
Höf. er fv. blaðamaður
Samgöngumálin
– og lausnirnar tvær