Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2018 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkri til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringarkerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað Umsóknarfrestur er til 18. Apríl 2018 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 18. júní 2018 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar áwww.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2018 Um það má deila hver valdamesti mað- ur landsins sé en þó að forsætisráðherra eigi að vera það í orði hygg ég að seðla- bankastjóri sé það á margan hátt á borði. Margar ákvarðanir hans hafa veigamikil áhrif á hag og afkomu landsmanna beint og strax. 14. marz sl. staðfesti seðla- bankastjóri óbreytta stýrivexti upp á 4,25%, og fyllti hann með þeirri ákvörðun – fyrir mér – mæli villu og mistaka í slíkum mæli að ekki verð- ur við unað. Á eftir launum eru vextir stærsti útgjaldaliður fyrirtækja og að jafn- aði stærsti útgjaldaliður heimila, alla vega ef menn búa í eigin hús- næði. Er það því feikilegt hags- munamál fyrirtækja og almennings að vaxtastýring Seðlabanka sé skynsamleg, vel vegin, sanngjörn og í samræmi við það, sem gerist í okk- ar helztu samskipta- og við- skiptalöndum. Meðan launamenn geta varið hendur sínar og beitt sér í launa- málum, standa þeir aldeilis varn- arlausir í vaxtamálum, sem þó geta vegið miklu þyngra í afkomu þeirra en 5 eða 10% – jafnvel miklu meira – í launamálum. Við búum í heimi sívaxandi al- þjóðavæðingar og -samvinnu, sem m.a. kemur fram í því að við geng- um til náins samstafs við aðrar þjóð- ir Evrópu, 28 þeirra, með EES- samningnum, fyrir 25 árum. Við erum á sama opna og frjálsa markaðinum og þessar 28 þjóðir, auk þriggja annarra EFTA-þjóða, auk þess sem við deilum ferðafrelsi, búsetufrelsi og starfsfrelsi með þessum þjóðum. Þannig erum við orðin hluti af stórri evrópskri þjóðafjölskyldu og er brýnt að við Íslendingar búum við sömu starfs-, atvinnu- og af- komuskilyrði og hinar þjóðirnar, en, við verðum auðvitað að geta keppt við margar þeirra, t.a.m. á sviði verzlunar, iðnaðar og ferðaþjónustu, á jafnréttisgrundvelli, en í þeirri samkeppni spila vextir – sem annar stærsti kostnaðarliður fyrirtækja – feykistóra rullu. Stýrivextir í ofangreindum Evr- ópulöndum eru þessir: Í öllum evru- löndum 0,0%, Svíþjóð mínus 0,35%, Bretlandi 0,5%, Noregi 0,5%, Dan- mörku 0,0%, og í þeim Austur- Evrópulöndum, sem enn hafa ekki fengið evruna, 0,0% í Búlgaríu, 0,9% í Ungverjalandi og 1,5% í Póllandi. Eru stýrivextir þannig við eða rétt yfir núllinu meðal þeirra rúmlega 30 þjóða, sem við vinnum nánast með og eigum afkomu okkar að mestu undir, en hjá okkur eru þeir 4,25%. Munurinn á útlánavöxtum við- skiptabankanna, til fyrirtækja og al- mennings, getur verið enn hærri, eða 5-7%. Í fyrri greinum hef ég sýnt fram á það að íbúðarkaupandi hér þyrfti að greiða íbúð sína 3,5 sinnum, vegn hárra vaxta, meðan íbúðarkaupandi á ESB-svæðinu þyrfti ekki að greiða sína nema 1,5 sinnum, þökk sé lágvöxtum þar. Seðlabankstjóri hefur réttlætt þennan stórfellda og alvarlega vaxtamismun með „undirliggjandi spennu“, þar sem hagvöxtur hér væri mun meiri en annars staðar í Evrópu, og gerir það enn 14.03. 2018. Hann vísar til 3,6% hagvaxtar í fyrra, líka til 2,3% verðbólgu, sem liggi við verðbólgumörk Seðlabanka. Hér er komið að kjarna afdrifa- ríkrar villu seðlabankastjóra. Í maí 2017 reiknaði Seðlabankinn með 6,3% hagvexti 2017, í ágúst voru væntingarnar komnar niður í 5,2%. Nýir útreikningar sýna svo aðeins 3,6% hag- vöxt 2017. Það liggur nú líka fyrir,að hag- vöxtur október- desember 2017 var að- eins 1,5%. Mat Seðlabanka á hagvexti 2017 var því rangt og nánast glóru- laust. Hví er svo seðla- bankastjóri líka að tala um 3,6% hagvöxt 2017 við vaxtaákvörðun 14. marz 2018? Auðvitað átti hann frekar að miða við nýjustu stöðu; 1,5% hagvöxt í síðasta ársfjórðungi 2017. Ekki færi vel fyrir ökumanni, sem stýrði eftir Hringbrautinni, þó að hann væri kominn inn á Miklubraut, en það er einmitt sú aðferðafræði, sem seðlabankstjóri virðist beita. Í ár er reiknað með 2,9% hag- vexti, en ný vaxtaákvörðun verður auðvitað að miðast við það, sem nýj- ast er (1,5% hagvöxtur í 4. ársfjórð- ungi 2017) og það, sem bezt er vitað, að framundan sé (2,9% hagvöxtur 2018). Slaki er – ekki spenna – í þessum tölum. Í janúar fækkaði líka ferðamönnum frá sama tíma 2017. Til samanburðar er vert að líta til væntanlegra 2018 hagvaxtartalna nokkurra þeirra þjóða, sem við er- um mest tengd og flestar njóta 0,0% stýrivaxta: Búlgaría 3,7%, Eistland 3,3%, Finnland 2,8%, Grikkland 2,5, Ír- land 4,4%, Króatía 2,8%, Lettland 3,5%, Litháen 2,9%, Malta 5,6%, Holland 2,9%, Austurríki 2,9%, Pól- land 4,2%, Svíþjóð 2,7%, Slóvakía 4,0%, Slóvenía 4,2%, Spánn 2,6%, Tékkland 3,2%, Ungverjaland 3,7% , Kýpur 3,2%, Þýzkaland 2,6%. Það er ljóst af þessum saman- burði að það ríkir alls engin sérstök spenna í hagvexti hér sem réttlætir 4,25% stýrivaxtaákvörðun 14. marz sl. Af nefndum frænd- og samstarfs- þjóðum okkar reikna 25 þjóðir út verðbólguvísitölu sína án húsnæð- iskostnaðar. Við bætum honum hins vegar við en hann hækkaði verð- bólguútreikninginn hér að meðaltali um 3,3% í fyrra. Með samskonar útreikningi og þessar 25 þjóðir beita, hefðum við verið með stöðuga verðhjöðnun, mínus verðbólgu, allt árið 2017 og værum það enn. Verðbólgan hér var um síðustu áramót, á þennan hátt, mínus 1%, meðan verðbólga margnefndra Evr- ópuþjóða var 1,65% í Þýzkalandi, 2,15% í Austurríki, 0,84 í Sviss og 1,35% að meðaltali yfir alla Evrópu. Verðbólgan hér, í réttum saman- burði, var því langt undir því sem gerist í Evrópu og engan veginn heldur rétt tilefni til yfirkeyrðra stýrivaxta Seðlabanka. Hvað kostar þessi misstýring Seðlabanka þjóðina? Heildar- skuldsetning Íslendinga er um 6.000 milljarðar. Ef vextir lækkuðu um 4%, næmi vaxtasparnaður 240 millj- örðum króna á ári. Þessi gífurlegi sparnaður myndi koma almenningi, fyrirtækjum og ríkinu sjálfu til góða. Meðalsparnaður á fjölskyldu myndi nema um einni milljón á ári. Valdamesti maður landsins villtur og fastur í afdölum Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt » Það er ljóst af þess- um samanburði að það ríkir alls engin sér- stök spenna í hagvexti hér sem réttlætir 4,25% stýrivaxtaákvörðun 14. marz sl. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Í nýlegri könnun fjármála- og efna- hagsráðuneytis um vinnutíma sjúkraliða kom fram að fyr- irsjáanlegur skortur verður á sjúkraliðum næstu fimm árin. Við þetta skapast sú staða að hætta verður á mikilli undirmönnun á vinnustöðunum, sem brýst svo fram í veik- indum til lengri eða skemmri tíma, eða ótímabærri örorku sjúkraliða. Við þessu þarf að bregðast strax því nýliðun í sjúkraliðastéttinni hef- ur gengið hægt undanfarin ár. Það er því nauðsynlegt að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Sjúkraliðanám er viðurkennt starfsnám sem kennt er við átta framhaldsskóla víða um land. Þeir skólar sem bjóða upp á sjúkraliða- braut eru: Fjölbrautaskólinn við Ármúla Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Vesturlands Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum Menntaskólinn á Ísafirði Verkmenntaskólinn á Akureyri Sjúkraliðanám er um 200 eininga nám á framhaldskólastigi og er meðalnámstími þrjú og hálft ár. Að loknu námi fá sjúkraliðar löggild- ingu í samræmi við reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða. Sjúkraliðar vinna bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga og hjúkrunarstörf sem þeir hafa menntun og faglega færni til að sinna. Ég tel mikilvægt að sjúkraliða- námið sé gert að hagkvæmri starfs- námsbraut þar sem námið tryggir nem- endum sem ljúka námsbrautinni aðgang að framhalds- eða við- bótarnámi. Framhalds- skólastigið þarf því að bjóða upp á sjúkralið- anám með möguleika á að fá það metið til áframhaldandi náms. Því það er vel þekkt að nemendur velja frekar stuttar starfsnáms- brautir ef þeir vita að slíkar brautir opna leið til áfram- haldandi náms. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er markmið stjórnvalda um að efla verk- og starfsnám áréttað og bent á að tengja þurfi háskólanám við önnur skólastig, atvinnulíf og samfélag. Þar segir að háskólar hafi á árinu 2017 fengið framlag úr ríkissjóði til tilraunaverkefna um að þróa hið svokallaða „faghá- skólanám“ og ættu í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins að þróa stuttar námsleiðir með atvinnu- tengd lokamarkmið. Sjúkraliðafélag Íslands og Há- skólinn á Akureyri hafa unnið að því að þróa fagháskólanám í öldr- unarhjúkrun fyrir starfandi sjúkra- liða í samstarfi við heilbrigðisstofn- anir. Miðað er við að fagið verði kennt með vinnu á tveimur árum. Og er stefnt að því að viðbótanámið veða metið til ETCS-háskólaeininga þannig að náminu ljúki með diplómagráðu á BS stigi. Gert var ráð fyrir að námsbrautin myndi hefjist haustið 2018 og hafa fjöl- margir sjúkraliðar sýnt þessari námsleið áhuga. Hins vegar hafa sjúkraliðar nú verið upplýstir um að náminu verði frestað um eitt ár. Í mínum huga er það óásætt- anlegt að náminu sé frestað um eitt ár, því samfélagslegur ávinningur felst í því að námið hefjist sem fyrst. Því ungt fólk sem er að velta fyrir sér sjúkraliðanámi vill sjá að háskólasamfélagið taki á móti sjúkraliðum og bjóði þeim upp á áhugaverðar námsleiðir. Það er því brýnt að námið hefjist sem fyrst og að þróaðar verði áfram viðeigandi námsleiðir fyrir sjúkraliða. Því þannig mun hvati fyrir ungt fólk til að ljúka sjúkraliðanámi verða meiri, nýliðun í sjúkraliðastéttinni aukast og þar með staða hennar styrkjast. Fyrirsjáanlegur skortur á sjúkraliðum Eftir Söndru Bryn- dísardóttur Franks Sandra Bryndísardóttir Franks » Í mínum huga er það óásættanlegt að náminu sé frestað um eitt ár, því samfélags- legur ávinningur felst í því að námið hefjist sem fyrst. Höfundur er frambjóðandi í for- mannskjöri Sjúkraliðafélags Ís- lands. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.